06.02.2013
Það er einkar ánægjulegt að bók Gunnars F. Guðmundssonar sagnfræðings Pater Jón Sveinsson - Nonni skuli hafa hlotið íslensku bókmentaverðlaunin 2012. Verðlaunin voru afhend í dag við virðulega athöfn á Bessastöðum í dag. Nonnavinir fagna með Gunnari sem sagði þetta við blaðamann Morgunblaðsins í dag "Ég lít á þetta sem umbun sem ég met mikils, eftir langt og að sumu leyti erfitt verk, og er um leið þakklátur þeim sem hafa stutt mig á þessu langa vinnuferli". Innilega til hamingju Gunnar með verðlaunin þú átt þau svo sannarlega skilið.
Lesa meira
05.02.2013
Minjasafnið og Leikfélag Akureyrar bjóða bókmenntaunnendum uppá einstakt tækifæri miðvikudagskvöldið 6. febrúar. Því þá geta þeir heimsótt Davíðshús, heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og upplifa það á alveg nýjan hátt. Ferðast verður um húsið í för með leikurum Leikfélags Akureyrar, lesin verða nokkur af helstu ljóðum skáldsins, og leiklesin verða atriði úr nýju leikriti eftir Árna Kristjánsson, Sálin hans Davíðs, en verkið fjallar um Davíð Stefánsson á nýstárlegan máta. Dagskráin er 6. febrúar kl. 20:00 og 21:00, í Davíðshúsi við Bjarkarstíg 6. Takmarkaður fjöldi – miðapantanir hjá Leikfélagi Akureyrar s: 460 0200 Aðgangur 1000 kr.
Lesa meira
01.02.2013
Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, mun sýna gamlar myndir af svæðinu og segja frá þeim á kvöldvöku í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 3. febrúar kl 20:00. Það er Laufásprestakall sem stendur fyrir kvöldvökunni þar sem sr Bolli flytur fáein hugleiðingakorn og Petra Pálsóttir og Gunnar Tryggvason laða fram ljúfa tónlist. Myndin er tekin þegar kirkjan stóð ennþá á upprunalegum stað.
Lesa meira
24.01.2013
Viltu koma og skoða myndir sem verið er að velja í næstu vetrarsýningu MINJASAFNSINS? STOÐvinir Minjasafnsins hittast á safninu laugardaginn 26. janúar milli kl. 14 og 16. Kíktu endilega á STOÐVINAfund, spjall og kaffi! Hlökkum til að sjá þig!Áhugasömum er bent á að STOÐvinir safnins stefna að myndaskoðunardegi með öðrum viðfangsefnum annan hvern laugardag á næstunni. Fylgist með!
Lesa meira
22.01.2013
Um helgina var opnuð sýningin Nýjar myndir - gömul tækni í Þjóðminjasafni Íslands þar sem sjá má myndir sem Hörður Geirsson safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri hefur undarfarin tvö ár tileinkað sér. Hann myndar á votar plötur en sú aðferð var ríkjandi í ljósmyndun frá 1851 og fram yfir 1880. Við viljum hvetja alla áhugasama að bregða sér á Þjóðminjasafnið til að sjá sýningu hans sem stendur til 25. maí.
Lesa meira
08.01.2013
Við fögnum nýju ári og þökkum öllum gestum okkar og velunnurum fyrir samvinnu og heimsóknir á nýliðnu ári. Þetta var stórt ár í sögu Minjasafnsins sem eins og allir vita fagnaði 50 ára afmæli. Afmælisbarnið sjálft tók svo mjög virkan þátt í afmælishaldi Akureyrarbæjar sem fyllti heil 150 ár. Það var því mikið um dýrðir á árinu og flugeldasýningarnar voru nokkrar. Efst í huga safnsins er þó þakklæti til gesta okkar og íbúar svæðisins eiga sérstakir skyldar fyrir að vera áhugasamir, hjálpfúsir og virkir þátttakendur í viðburðum þeim sem safnið stóð fyrir á afmælisárinu.
Lesa meira