Miðaldadagar á Gásum hefjast á föstudaginn.

Miðaldakaupstaðurinn á Gásum lifnar við á hinum árlegu MIÐALDADÖGUM sem standa frá föstudeginum 19. júlí til sunnudagsins 21. júlí kl 11-18. Sverðaglamur, örvaþytur, lokkandi matarilmur, háreysti kaupmanna, glaðir Gásverjar, brennisteinsfnykur og ljúfir miðaldatónar munu taka á móti forvitnum gestum þessa daga. Það eru Gáskaupstaður ses og Minjasafnið á Akureyri sem standa fyrir þessum árlega viðburði þar sem sögunni er miðlað til gesta með lifandi hætti í afar góðu samstarfi við miðaldahóp þjóðháttafélagsins Handraðans hér í Eyjafirði ásamt áhugafólki um miðaldir af öllu landinu.Hlökkum til að sjá þig
Lesa meira

Gönguferð með leiðsögn um miðaldakaupstaðinn Gásir

Gásakaupstaður ses og Minjasafnið á Akureyri bjóða uppá gönguferð með leiðsögn um tóftir miðaldakaupstaðarins á Gásum fimmtudagkvöldið 18. júlí kl 20. Gengið verður frá bílastæðinu. Gangan er létt og stendur í eina klukkustund. Ekkert þátttökugjald.Leiðsögumaður: Sigrún Birna Óladóttir Hjartanlega velkomin
Lesa meira

Gestkvæmt á íslenska safnadeginum

Sunnudaginn 7. júlí var hinn íslenski safnadagur. Líf og fjör var í húsum Minjasafnsins en þennan dag komu 900 gestir á Minjasafnið, í skáldahúsin og gamla bæinn Laufás.Margar og ólíkar sýningar eru í boði og á degi sem þessum mættu allir finna eitthvað við sitt hæfi og sem dæmi má nefna sýningar um landnám Eyjafjarðar, Norðurljós, skáldið Nonna og upphaf Akureyrar. Auk afþreyingar af ýmsu tagi þar sem hægt er að teikna norðurljós, tjá þau í dansi eða njóta kaffiveitinga í sumarsól við Laufás. Þessi ungi drengur sem sjá má á myndinni brá á leik í Minjasafnsgarðinum - en á safninu er hægt að klæðast ýmsum búningum frá fjölbreyttum tímaskeiðum, auk þess að kynnast bú-leikjum barna fyrr á tímum í gegnum leik á grasflötinni við Nonnahús.Minjasafnið þakkar þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína á söfnin á safnadaginn kærlega fyrir komuna.   
Lesa meira

Markaðsdagur í Laufási

Markaðsdagur í Laufási verður mánudaginn 5. ágúst kl 14-16. Á markaðsdeginum kennir ýmissa grasa f´ra bændum og handverksfólki úr sveitinni. Komdu, njóttu og gerðu góð kaup.
Lesa meira

Íslenski safnadagurinn á sunnudaginn!

Minjasafnið á Akureyri býður uppá leiðsögn kl 14 og 15 þennan dag um sumarsýningu safnsins Norðurljós- næturbirta norðursins. Sýningin samanstendur af málverkum og ljósmyndum. Málverkin eru eftir danska málarann Harald Moltke.  Hann var í hópi vísindamanna frá  dönsku veðurstofunni sem kom gagngert til Akureyrar 1899 til að rannsaka norðurljósin. Ljósmyndirnar tók áhugaljósmyndarinn Gísli Kristinsson frá Ólafsfirði á síðasta ári. Í Gamla bænum Laufási verður boðið uppá leiðsögn um bæinn kl 14. Áhugasamir gestir geta smakkað grasate og starfsfólk Pólarhesta munu teyma undir yngstu gestunum milli kl 14 og 16. Skáldahúsin þrjú á Akureyri Nonnahús. sem tileinkað er barnabókarithöfundinum Jóni Sveinssyni - Nonna, Sigurhæðir, hús þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar og Davíðshús, hús hins ástsæla skálds og rithöfundar Davíðs Stefánssonar, verða opin þennan dag. Benda má á að opnunartími í Davíðshúsi og Sigurhæðum er frá kl 13-17, í Laufási 9-17 og Minjasafninu og Nonnahúsi kl 10-17. Frítt er á þessi söfn í tilefni dagsins.
Lesa meira

Leiðsögn daglega kl 14 í Laufási

Í júlímánuði verður daglega kl 14 boðið uppá leiðsögn um Gamla bæinn Laufás. Það er von safnsins að ferðalangar, innlendir sem erlendir, nýti sér þessa forvitnilegu viðbót í heimsókn þeirra í Laufási. 
Lesa meira

Norðurljós - næturbirta norðursins

Sumarsýning Minjasafnsins hefur vakið mikla lukku hjá erlendum sem innlendum gestum. Erlendu gestir okkar falla í stafi og hafa mikinn áhuga á því að vita hvenær besti tíminn til að sjá norðuljós sé. Kannski þeir komi aftur í heimsókn yfir vetrartímann. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Gísla Kristinssonar, áhugaljósmyndara frá Ólafsfirði, og málverkum danska listmálarans Haralds Moltke. Hann var einn af leiðangursmönnum sem komu til Akureyrar 1899 til að rannsaka norðurljósin. Komdu í heimsókn. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira

Forvitnileg safnbúð stútfull af skemmtilegum tækifærisgjöfum

Hér má sjá hjarta og drykkjarkrús eftir leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur frá Akureyri. Í hjartanu og framan á krúsinni má sjá lógó safnsins sem er hluti af útskornu mynstri á kirkjuskáp frá Hrafnagilskirkju (1672). Skápurinn prýðir sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu. Hjartaðog krúsin eru m.a. það sem til er í forvitnilegri safnbúðinni. 
Lesa meira

Flottir krakkar á sumarnámskeiði á safninu

Hópur barna úr sumarlestranámskeiði Minjasafnsins og Amtsbókasafnsins lesa nú í hverju horni á safninu.  Börnin fá  svo á eftir forvitnilega leiðsögn um safnið þar sem þau kynnast bænum sem þau búa í á annan hátt en þau eiga að venjast. Auk þess  læra þau um landnámið í firðinum, verslun, híbýli, trúarlíf, leik og störf landnámsfólksins áður en þau fara út í blíðuna. 
Lesa meira

Jónsmessa í Laufási vel sótt

Það voru hátt í 200 manns sem kom í Jónsmessuvökuna í Laufási í gær. Bekkurinn í kirkjunni var þétt setinn á erindi Bjarna Guðleifssonar þar sem hann lýsti  þjóðareinkennum Íslendinga eins og honum einum er lagið. Ómfagur söngur og undirleikur þeirra Birgis Björnssonar, Heimis Ingimarssonar og Jónínu Bjartar Gunnarsdóttur ómaði um allt. Forvitnilegur fróðleikur um fráfæur, jurtir og jónsmessu vakti athylgi gesta og fóru þeir margs vísari heim. Grasaystingur var gerður á hlóðum út á flöt og gestir gæddu sér á honum, skyri og nýgerðu smjöri. Félagar úr Þjóðháttafélaginu Handraðanum bróderaði og sýndi handverk inní Gamla bænum. það var því sannarlega líf og fjör í Laufási þetta fallega og kyngimagnaða sumarkvöld.   
Lesa meira