08.05.2013
Það er LOKAÐ á MInjasafninu á morgun, fimmtudaginn 9. maí, vegna breytinga.We have closed at the Akureyri Museum tomorrow 9th of May due to construction work.
Lesa meira
07.05.2013
Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar EYFIRSKI safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn. Söfnin fengu hátt í 3000 heimsóknir. Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði. Sögulegt fólk var þema dagsins. Margir nýttu sér því þann fróðleik sem í boði var og kynntust fólki eins og Vilhelmínu Lever, Arthuri Gook, Sverri Hermannsyni, Agnari Kofoed Hansen, Stefáni Stefánssyni, Heidda, Sigríði Jónsdóttur, Óskari Halldórssyni, hjónunum frá Kleifum, Matthíasi, Jóhanni Svardæling, Davíð og amtmanninum ásamt Jónum og Jónösum sem settu svip á samtíð sína. Samsýning safnanna í Eyjafirði „ Komið – skoðið“ sem opnuð var á eyfirska safnadaginn hefur nú þegar fengið mikla athygli og mun standa í Leyningi í Hofi til 22. ágúst.
Lesa meira
23.04.2013
Járnbækur hafa vakið athygli vegfarenda á leiðinni frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi á Akureyri. Á síðum bókanna má finna brot úr völdum íslenskum barnabókum. Þannig getur fjölskyldan sameinað útivist og lestur. Bækurnar eru settar upp af Barnabókasetri Íslands sem hefur það að markmiði sínu að efla bóklestur barna og unglinga. Sumardaginn fyrsta kl 13.30 verður gengið fylktu liði frá Laxdalshúsi að Nonnahúsi og um leið verða bækurnar á ljósastaurunum lesnar. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Lesa meira
23.04.2013
Fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl kl 14-16 á Minjasafninu á Akureyri. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir brot úr uppfærslu sinni á söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Furðuhluti, ekki þó fljúgandi, má sjá á safninu þennan dag. Þeir munu án efa valda miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum. Kynslóðirnar geta einnig nýtt tækifærið til ganga um ljósmyndasýninguna MANSTU – vetrarbærinn Akureyri um leið og þær fagna sumri þó snjókornin falli úti. Börn og fullorðnir geta hoppað sér til hita á stéttinni með því að húlla, tvista, sippa og blása sápukúlur. Komdu og takt þátt í ratleik á Minjasafnssvæðinu. Nonnahús verður opið í tilefni dagsins. Þar verða leikarar Leikfélags Akureyrar með upplestur. Það er sem sagt nóg um að vera og því upplagt fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri og í Nonnahúsi. Kakó og lummur í boði STOÐvina safnsins Enginn aðgangseyrir er á BARNASKEMMTUN Minjasafnsins.
Lesa meira
21.04.2013
Mikil tilhlökkun ríkir á Minjasafninu því sumardagurinn fyrsti rennur brátt upp. Þá verður mikið um að vera og eins og venjan er leggjum við ríka áherslu á að börn á öllum aldri geti átt skemmtilega stund þennan fyrsta dag sumars. Tónlist mun óma um safnið og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tekur brot úr söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Örsýning á furðurhlutum veldur án efa miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum. Sápukúlur, sippubönd og húlahringir verða á sínum stað. Fólk getur því hoppað sér til hita eða yljað sér inni við fallega tóna, tal, kakó og lummum í boði STOÐvina Minjasafnsins. Ekki missa af skemmtilegum degi á safninu.
Lesa meira
02.04.2013
Fjöldi gesta lagði leið sína á safnið um páskana. Ljósmyndasýningin Manstu - vetrarbærinn Akureyri fékk fólk á öllum aldri til að rifja upp gömlu góðu dagana þegar allt var á kafi í snjó, hestar drógu mjólkursleða og börn og fullorðnir skautuðu á Pollinum. Á páskadag var fermingarmessa í kirkjunni. Hún var vel sótt eins og venjan er á slíkum tímamótum. Við þökkum góðum gestum fyrir komuna!
Lesa meira
02.04.2013
Í dag, þriðjudaginn 2. apríl, heldur Hörður Geirsson safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Hann fjallar um ljósmyndaaðferð sem var ríkjandi frá 1851-1880 eða hina svokölluðu votplötutækni (Wetplate eða Collodion) sem nú hefur náð miklum vinsældum víða um heim. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.Úrval mynda Harðar er nú sýnt á Vegg við Myndasal Þjóðminjasafnsins. Myndirnar sýna að nýjar byggingar og nútíma fólk fær gamaldags yfirbragð með þessari tækni. Til að undirstrika það eru margar myndanna sviðsettar við gömul hús
Lesa meira