Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16

Vilt þú eignast mynd úr sýningunni MANSTU - Akureyri í myndum? Enn er tækifæri - kíktu á sýninguna og farðu heim með þá mynd sem þér líst vel á fyrir aðeins 8500 kr. Minnum einnig á grunnsýningar safnsins Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Safnbúðin er orðin jólaleg og þar má finna forvitnilegar vörur tilvaldar í jólapakka fyrir vini og ættingja innanlands sem utan. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira

Unnið úr umsóknum 30 umsækjanda

Nú er verið að vinna úr umsóknum þeirra 30 umsækjanda sem sóttu um starf safnkennara við safnið. Búast má við að viðtöl verði tekin við hæfustu umsækjendur næstu tvær vikur eða fram til 20.des.
Lesa meira

Opið í aðventu - kíktu á sýningar safnsins!

Lesa meira

Viðtal við safnstjóra um Nonnabókina í fréttum RÚV

Mánudaginn 3.des birtist viðtal við Harald Þór Egilsson, safnstjóra Minjasafnsins og Nonnahúss, í fréttum RÚV þar sem umfjöllunarefnið er nýútkomin ævisaga Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson. Fyrir áhugasama má sjá hér sjá viðtalið
Lesa meira

Góð jólastemning í Laufási í gær!

Margt var um manninn í Gamla bænum Laufási í gær þar sem hátt í 200 manns upplifði undirbúning jólanna í gamla daga. Kveikt var uppí hlóðum, hitað kaffi, laufabrauð var skorið og steikt og jólakertin steypt. Gestir fengu að bragða á hangikjöti, hrossasperlum, magál og brigukollum í boði Kjarnafæðis. Jólagrauturinn sauð og jólaölið bragðaðist vel. Jólasveinninn bankaði uppá og vakti kátínu ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. Skemmtilegur markaður var í skálanum og fullt var út úr dyrum í kirkjunni þar sem barnakórar frá Svalbarðsströnd og Grenivík sungu jólalög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Sigríðar Huldu Arnardóttur. Eva Margrét spilaði ljúfa tóna og sr Bolli Pétur Bollason stjórnaði aðventustundinni. Við þökkum öllum þeim sem komu! Sérstakir þakkir fá einnig velunnarar Laufáss og félagar úr Handraðanum fyrir vel unnin störf þennan góða dag.
Lesa meira

Ævisaga Nonna tilnefnd til bókmenntaverðlauna!

Það eru einkar ánægjuleg tíðindi að ævisagan um Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson hafi verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Eftirtaldar bækur fengu einnig tilnefninu í þessum flokki: Örlagaborgin, brotabrot úr afrekssögu frjálshyggjunnar, fyrri hluti, eftir Einar Má Jónsson, Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir Gunnar Þór Bjarnason, Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu eftir Jón Ólafsson og Sagan af klaustrinu Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur. nánar má sjá um tilnefningu á http://www.ruv.is/frett/tilnefningar-til-islensku-bokmennta-verdlaunanna
Lesa meira

JÓLAANNIR í Gamla bænum Laufási

Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 2. desember kl 13:30-16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.  Undirbúningur jólanna hefst með jólastund fyrir alla fjölskylduna í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar. Barnakórar syngja jólalög undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Eva Margrét og Þóra Björk leika ljúfa tóna á harmonikku og fiðlu. Gamli bærinn Laufás iðar af lífi þennan dag. Það logar kátt á hlóðum og kraumar vel í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Stórir og smáir keppast við að vinna sína vinnu, tólgarkerti verða steypt og börn á öllum aldri geta gert jólaskraut eins og tíðkaðist áður fyrr og gripið verður í spil. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um híbýlin, jólasaga verður sögð í baðstofunni og kvæðasöngur með jólalegum blæ mun óma um alla sveit. Þetta mun án efa vekja athygli jólasveinanna sem eru á leið til byggða. Þeir munu leika við hvern sinn fingur gestum og gangandi til skemmtunar.
Lesa meira

Lesa meira

Fjölmargar umsóknir um stöðu safnkennara!

Einkar ánægiulegt er hversu margir sóttu um starf safnkennara Minjasafnsins á Akureyri. Það voru 30 umsóknir sem bárust. 
Lesa meira

Fjöldamargir tryggðu sér mynd EN sýningin framlengd vegna fjölda áskorana!

Það voru hátt í 100 manns sem komu um helgina til að skoða sýninguna og margir gengu út með djásn í formi gamallar myndar í ramma. Myndirnar hafa margar hverjar þegar eignast heimili aðrar munu gera það á aðfangadag. Við þökkum þeim fjöldamörgu sem komu um helgina fyrir komuna og áhugann. Vegna fjölda áskorana munum við framlengja sýninguna framyfir aðventu. Myndirnar í römmunum eru til sölu.  Safnið er opið fimmtudaga - sunnudags kl 14-16.
Lesa meira