Íslenski safnadagurinn 8. júlí

Það verður margt um að vera á Íslenska safnadaginn 8. júlí n.k.
Lesa meira

Hestar alla sunnudaga í Laufási

Alla sunnudaga í júlí verða ljúfir hestar frá Pólarhestum á hlaðinu við Gamla bæinn Laufás og verður teymt undir börnunum. Það er því upplagt að bregða krökkunum á bak, kíkja inn í Gamla bæinn og fá sér ilmandi kaffisopa á Kaffi Laufási.Á íslenska safnadeginum, 8. júlí, verður árviss starfsdagur í Laufási. Eins og ávallt verður margt um að vera. Fylgist með á facebook síðu Laufáss.
Lesa meira

Gengið um Naustaborgir

Afmælisganga um Naustaborgir fimmtudaginn 28. júní kl. 20.
Lesa meira

Glerárþorpsganga

Afmælisganga um Bótina og Ytra-Þorpið fimmtudaginn 21. júní kl. 20.
Lesa meira

Fána og flóra Hríseyjar í fortíð og nútíð

Afmælisganga í Hrísey fimmtudaginn 14. júní kl. 20. Nú gefst tækifæri til að kynnast náttúruperlunni Hrísey, gróðurfari, jarðsögu og fuglalífi eyjunnar með leiðsögn kunnugra. Þorsteinn Þorsteinsson tekur á móti göngugestum við ferjuna í Hrísey og leiðir gönguna.Sjálf gangan sem tekur um klukkustund og er gestum að kostnaðarlausu, en verð i ferju fram og til baka er kr. 1200 og kr. 600 fyrir börn 12-15 ára og örorku- og ellilífeyrisþega.Ferjan fer frá Árskógsströnd kl. 19.30 og til baka kl. 21. Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir í tilefni stórafmælisins öll fimmtudagskvöld í sumar.  
Lesa meira

Nonnaganga - Á slóðum Jóns Sveinssonar

Á NonnaslóðHefur þú séð Nonnasteininn? Hefur þú gengið í fótspor hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna? Ef ekki, þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag og ganga í fylgd kunnugra um Nonnaslóð fimmtudaginn 7. júní kl. 20.Þetta er létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna, lesið uppúr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum. Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri leiðir gönguna sem tekur rúma klukkustund. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 20.Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Afmælisboð - Matthías og Vihelmina mæta!

Afmælið heldur áfram á sunnudeginum og verður aldeilis sögulegt. Þá er sannkallað afmælisboð með tilheyrandi kökuhlaðborði, sem 100 ára afmælisbarnið Kristjánsbakarí býður upp á. Heimir Bjarni Ingimarsson fær alla krakka til að syngja og tralla í garðinum og forvitnilegar persónur skjóta upp kollinum. Ekki það að gestir safnsins séu ekki forvitnilegir en hver hefur hitt sr. Matthías Jochumsson eða Vilhelmínu Lever, kjarnakonuna sem fyrsta allra kvenna kaus í kosningum. Matthías og Vilhelmína verða í eigin persónu í Minjasafnsgarðinum. Ekkert er fegurra en söngur karlakórs og tvöfaldur kvartett Karlakórs Akureyrar-Geysis tekur öllu fram. Nema þá ef fornbílar Bílaklúbbs Akureyrar gætu sungið en Fornbíladeildin verður með bílasýningu og kemur akandi og verða flauturnar þandar. Fyrir þá sem vilja taka sér hlé frá garðveislunni er um að gera að bregða sér inn í safnahúsin og skoða afmælissýningu safnsins Manstu... Akureyri í myndum. Þar gefur að líta þennan 150 ára gamla bæ frá ýmsum sjónarhornum á ólíkum tímum. Einnig er hægt að setjast á bíóbekkinn og sjá myndasyrpu frá Kvikmyndasafni Íslands, Akureyri 1907-1970.Það verður því sannkölluð afmælishátíð 2. og 3. júní frá 14-16 báða dagana og þér er boðið!
Lesa meira

1962 garðveisla - Dansað og tjúttað í garðinum

 Andi 1962 verður allsráðandi á Minjasafninu á Akureyri n.k. laugardag þegar Minjasafnið á Akureyri fagnar 50 ára afmæli sínu. Hinn aldagamli garður safnsins fyllist tónum og fiðringur færist í fæturna. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akureyri blæs af krafti þangað til Danshljómsveit Snorra Guðvarðar stígur á svið og framkallar tóna frá 1962. Dansað verður um allan garð og verða hinir fótafimu dansarar Vefarans þar í fararbroddi en öllum er frjálst að stíga sporið í garðinum. Ef hitinn og dansæðið verður til að draga máttinn úr þá verða veitingar í anda Akureyri 1962 á boðstólum. Valash, Conga og Bragakaffið renna ljúflega í gesti og gangandi. Til að mörk nútíðar og fortíðar verði enn óskýrari verða bílar frá Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar til sýnis á flötinni fyrir neðan safnið auk þess sem starfsfólk og þátttakendur í afmælinu verða klædd í samræmi við tískuna 1962.
Lesa meira

Þér er boðið... 50 ára afmæli Minjasafnsins

Nú styttist í 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri. Haldið verður upp á það með söng, dans og taumlausri gleði 2. og 3. júní n.k. milli 14 og 16.Opnuð verður afmælissýningin Manstu... Akureyri í myndum. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir frá ýmsum tímum. Sýndar verða kvikmyndir frá Akureyri í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.Fylgist með heimasíðunni og facebook síðu safnsins.
Lesa meira

Sumarlestur - kynning á Amtsbókasafninu n.k. mánudag

 Amtsbókasafnið og Minjasafnið auglýsa lestrarhvetjandi sumarnámskeið fyrir börn úr 3. og 4. bekk. Við lesum, lærum um bæinn okkar og sögu hans og höfum að sjálfsögðu gaman saman:-)Haldinn verður kynningarfundur mánudaginn 14. maí, kl. 17:00 á Amtsbókasafninu.Herdís - herdisf@akureyri.is og Sirrý - sirry@minjasafnid.isAllir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira