Tvær nýjar sýningar - Opið alla páskana frá 14-17

Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi

Nú fer hver að verða síðastur að sjá hinar mögnuðu ljósmyndir Bárðar Sigurðssonar. Síðasta sýningarhelgi framundan og lýkur sýningunni 1. apríl.Á skírdag opna tvær nýjar sýningar: Ekki snerta jörðina – leikir 10 ára barna og Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar. Greiningarsýning á ljósmyndum úr Eyjafirði.
Lesa meira

Bókakvöld í Laufási

Fimmtudagskvöldið 8. mars n.k. kl. 20 munu Gunnar Harðarson og Mörður Árnason fjalla um nýútkomna bók Laufás við Eyjafjörð – Kirkjur og búnaður þeirra.Bókin er síðara bindi Harðar Ágústssonar um kirkjustaðinn Laufás. Fyrra bindið fjallaði um bæjarhúsin en hið síðara um kirkjurnar í Laufási, skrúða þeirra og áhöld. Í bókinni rekur Hörður sögu kirkna í Laufási allt aftur til þrettándu aldar.Rannsóknir Harðar veita ómetanlega innsýn bæði á byggingalistasögu, lifnaðarhætti og hugmyndaheim Íslendinga fyrr á öldum. Við fráfall höfundarins árið 2005 tóku Mörður og Gunnar, sonur Harðar, við verkinu og luku við seinna bindið, en Mörður var aðstoðarmaður Harðar.Það er því von á skemmtilegum og fróðlegum bókafundi n.k. fimmtudag kl. 20 í þjónustuhúsinu í Laufási.
Lesa meira

Bolluvendir og ljósmyndaleiðsögn

Á laugardaginn gefst kostur á að búa sér til barefli sem nýtist vel til að innheimta góðgæti í formi bolla með rjóma. Það eru Stoðvinir Minjasafnsins sem hafa veg og vanda að bolluvandargerðinni.  Fyrir þá sem ekki hafa hug á bolluvandargerð er tilvalið að skoða hina margrómuðu ljósmyndasýningu Ljósmyndari Mývetninga – Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar.  Það er enn meiri ástæða til að koma í heimsókn því Hörður Geirsson, safnvörður, verður með ljósmyndaleiðsögn á laugardaginn. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að sameinast á safninu á laugardaginn 18. febrúar.Aðgangur ókeypis. Minjasafnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-16.
Lesa meira

Barnabókasetur stofnað

Laugardaginn 4. febrúar kl. 12 verður stofnað Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Að setrinu standa auk háskólans Amtsbókasafnið og Nonnahús. Þá eiga  Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum aðild að setrinu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýninguna „Yndislestur æsku minnar“ – fyrsta verkefni setursins. Þar sýnir þekkt fólk eftirlætisbarnabókina sína og lýsir því hvers vegna hún er minnisstæð. Dagskráin er fjölskylduvæn og samanstendur af stuttum ávörpum um bernskulestur og upplestri barna og rithöfunda. Boðið verður upp á grjónagraut og lestur rithöfunda og barna úr barnabókum.
Lesa meira

Ljósmyndari Mývetninga - Sýning í Minjasafninu

Á Minjasafninu stendur yfir sýningin "Ljósmyndari Mývetninga – mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar". Á sýningunni má sjá fjölda ljósmynda Bárðar, en þær gefa skemmtilega innsýn í líf Mývetninga við upphaf 20. aldar. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Minjasafnsins á Akureyri.Sýningin stendur til 10. mars. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-16. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira

Afmæli skáldsins frá Fagraskógi – Davíðshúsi við Bjarkarstíg

Laugardaginn 21. janúar er fæðindadagur Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Af því tilefni verður opið í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6, frá 13-16.Pétur Halldórsson, útvarpsmaður spjallar við gesti um kynni sín af skáldinu í gegnum þáttagerð og fyrirhugaða hljóðleiðsögn. Þeir sem eiga sögu að segja af kynnum sínum af skáldinu eru hvattir til að koma í heimsókn og deila sögu sinni með okkur.Aðgangur ókeypis.
Lesa meira

Ný sýning 4. febrúar

Safnið verður lokað til 4. febrúar vegna viðhalds og uppsetningar á sýningu á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar.Ljósmyndir Bárðar veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Minjasafnsins á Akureyri.
Lesa meira

Lesa meira

Smelltu á myndina til að skoða jóladagatal Brauðbrunnsins.
Lesa meira