Eyfirsku söfnin bjóða til veislu á laugardaginn milli 13 & 17

Smelltu á myndina
Lesa meira

Lestu meira - áhugaverður fyrirlestur á Amtsbókasafninu

Lesa meira

Sumargleði á Minjasafninu – sumardaginn fyrsta kl. 14-16

Sumrinu verður fagnað á Minjasafninu á Akureyri með gleði í hjarta. Börn frá 2-102 ára geta leikið við hvern sinn fingur, blásið burtu vetrinum með sápukúlum, leikið sér í búleik við Nonnahús eða tekið þátt í margvíslegum útileikjum. Svo ekki sé minnst á lummurnar. Jú og hestana sem  gefa færi á stuttri en gefandi hestaferð.Blásarar Tónlistarskólans hefja leik kl. 14 og blása inn sumrinu  en ilmur af lummum og heitu kakói lokkar væntanlega einhverja inn til að skoða skemmtilegu nýju sýningar safnsins. Ekki snerta jörðina- leikir 10 ára barna sem er skemmtileg afþreying fyrir börn á öllum aldri og þar er skylda að leika sér! Þeir sem telja sig eldri geta líka leikið sér á ljósmyndasýningu Þorsteins Jósepssonar á myndum úr Eyjafirði. Þar er leitað eftir þekkingu gesta á myndefninu og komið þeim upplýsingum til safnsins.Þar sem Akureyrarbær á 150 ára afmæli og Minjasafnið 50 ára afmæli verður boðið upp á afmælisföndur. Sannarlega eitt og annað fyrir fjölskyldur og börn á öllum aldri að skemmta sér við.Í sumargjöf er ókeypis inn á safnið. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til 16.Það er starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri og Stoðvinafélag safnsins sem standa að sumargleði á sumardaginn fyrsta.
Lesa meira

Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar

Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar, sem hann tók á ferðum sínum um Eyjafjörð, opna á skírdag kl. 14. Á sýningunni gefst gestum tækifæri til að aðstoða við greiningu á myndefninu. Ljósmyndir Þorsteins eru varðveittar af Þjóðminjasafni Íslands. 
Lesa meira

Ný sýning - Ekki snerta jörðina - leikir 10 ára barna.

Hvernig leika börn sér í dag? Þessi spurning var hvatinn að rannsókn nokkurra safna á leikjum 10 ára barna árið 2009. Nemendur í 5. bekk níu grunnskóla tóku þátt í rannsókninni og verða niðurstöður birtar í rannsóknarskýrslu árið 2012.Farandsýningin Ekki snerta jörðina - leikir 10 ára barna er annar flötur rannsóknarinnar. Sýningin hóf för sína um landið á Þjóðminjasafni Íslands 14. apríl 2011 og vakti mikla lukku gesta á öllum aldri. Á sýningunni gefst gestum á öllum aldri kostur á að leika sér eins og börnin í rannsókninni. Sýninguna hannaði Ilmur Stefánsson. Sýningin opnar á skírdag á Minjasafninu á Akureyri og verður opin til 5. maí.Skoða heimasíðu verkefnisinsHvaða leikjatýpa ert þú? Smelltu hér!
Lesa meira

Tvær nýjar sýningar - Opið alla páskana frá 14-17

Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi

Nú fer hver að verða síðastur að sjá hinar mögnuðu ljósmyndir Bárðar Sigurðssonar. Síðasta sýningarhelgi framundan og lýkur sýningunni 1. apríl.Á skírdag opna tvær nýjar sýningar: Ekki snerta jörðina – leikir 10 ára barna og Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar. Greiningarsýning á ljósmyndum úr Eyjafirði.
Lesa meira

Bókakvöld í Laufási

Fimmtudagskvöldið 8. mars n.k. kl. 20 munu Gunnar Harðarson og Mörður Árnason fjalla um nýútkomna bók Laufás við Eyjafjörð – Kirkjur og búnaður þeirra.Bókin er síðara bindi Harðar Ágústssonar um kirkjustaðinn Laufás. Fyrra bindið fjallaði um bæjarhúsin en hið síðara um kirkjurnar í Laufási, skrúða þeirra og áhöld. Í bókinni rekur Hörður sögu kirkna í Laufási allt aftur til þrettándu aldar.Rannsóknir Harðar veita ómetanlega innsýn bæði á byggingalistasögu, lifnaðarhætti og hugmyndaheim Íslendinga fyrr á öldum. Við fráfall höfundarins árið 2005 tóku Mörður og Gunnar, sonur Harðar, við verkinu og luku við seinna bindið, en Mörður var aðstoðarmaður Harðar.Það er því von á skemmtilegum og fróðlegum bókafundi n.k. fimmtudag kl. 20 í þjónustuhúsinu í Laufási.
Lesa meira

Bolluvendir og ljósmyndaleiðsögn

Á laugardaginn gefst kostur á að búa sér til barefli sem nýtist vel til að innheimta góðgæti í formi bolla með rjóma. Það eru Stoðvinir Minjasafnsins sem hafa veg og vanda að bolluvandargerðinni.  Fyrir þá sem ekki hafa hug á bolluvandargerð er tilvalið að skoða hina margrómuðu ljósmyndasýningu Ljósmyndari Mývetninga – Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar.  Það er enn meiri ástæða til að koma í heimsókn því Hörður Geirsson, safnvörður, verður með ljósmyndaleiðsögn á laugardaginn. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að sameinast á safninu á laugardaginn 18. febrúar.Aðgangur ókeypis. Minjasafnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-16.
Lesa meira

Barnabókasetur stofnað

Laugardaginn 4. febrúar kl. 12 verður stofnað Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Að setrinu standa auk háskólans Amtsbókasafnið og Nonnahús. Þá eiga  Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum aðild að setrinu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýninguna „Yndislestur æsku minnar“ – fyrsta verkefni setursins. Þar sýnir þekkt fólk eftirlætisbarnabókina sína og lýsir því hvers vegna hún er minnisstæð. Dagskráin er fjölskylduvæn og samanstendur af stuttum ávörpum um bernskulestur og upplestri barna og rithöfunda. Boðið verður upp á grjónagraut og lestur rithöfunda og barna úr barnabókum.
Lesa meira