Markaðsdagur í Laufási á mánudaginn 1. ágúst

Á mánudaginn kl. 13-16 verður haldinn markaðsdagur í Laufási í Grýtubakkahreppi. Á boðstólnum verður fjölbreytt íslenskt handverk eins og silfurmunir, prjónavara, snyrtivörur og matvara úr héraði ásamt ýmsu öðru forvitnilegu.  Í Laufási er rekið Kaffi Laufás sem býður upp á þjóðlegar veitingar. Laufás er 30 km. norðaustur frá Akureyri og er tilvalinn áningarstaður á leið austur á land.
Lesa meira

Í fótspor feðranna, söguganga um Innbæinn

Næstkomandi laugardag, 30. júlí kl. 14 býður Minjasafnið upp á gönguferð með leiðsögn. Farið verður í fótspor feðranna og gengið um elsta bæjarhluta Akureyrar,  Fjöruna, gömu Akureyri og allt norður að Torfunefi.  Gangan hefst við Minjasafnið og endar í Sigurhæðum, húsi þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, þar sem boðið verður upp á hressingu. Leiðsögumaður er Gísli Sigurgeirsson Innbæingur og sögumaður með meiru. Gangan tekur um 1,5 klst. Ekkert þátttökugjald. Tilvalið tækifæri til að fræðast um sögu elsta bæjarhluta Akureyrar og áhugaverða einstaklinga sem þar hafa búið í gegnum tíðina!  
Lesa meira

Á huldufólksslóð 20. júlí kl 20:00

Fimmtudagskvöldið 20. júlí kl 20 verður gengið um huldufólksslóð á Akureyri. Gengið verður  frá Hamarkotsklöppunum við enda Brekkugötunnar (rétt við styttu Helga margra og Þórunnar hyrnu)stundvíslega kl 20. Leiðsögumenn eru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hörður Geirsson starfsmenn Minjasafnsins. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald er í gönguna!
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum - sverðaglamur, brennisteinn og langskip

Þung högg eldsmiðsins og  háreysti kaupmanna í bakgrunni ásamt sverðaglamri kappsfullra fornmanna blandast hlátrasköllum barna  á MIÐALDADÖGUM  á Gásum í Eyjafirði 16.-19. júlí.   Á MIÐALDADÖGUM færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum. Handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinnur að smáhandverki, leikinn verður knattleikur, barist með spjót, kolagerð reynd, brennisteinn hreinsaður og margt fleira. Auk þess sem langskipið Vésteinn mun sigla innn fjörðinn og bjóða uppá siglingar. Leiðsögn verður um fornleifasvæðið.  Nánari upplýsingar má finna á www.gasir.is  Það eru Gásakaupstaður ses, Minjasafnið á Akureyri og Handraðinn – miðaldahópur sem standa að MIÐALDADÖGUM  2011.
Lesa meira

Söfnin vel sótt á safnadaginn!

Það voru um 400 manns sem lögðu leið sína á MInjasafnið til að skoða sýningar þess og fara í leiðsögn um sumarsýninguna Álfar og ´huldufólk með þeim Ingibjörgu H. Ágústsdóttur listakonu og Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra. 300 manns ´sóttu Nonnahús heim og hátt á þriðja hundrað komu í Gamla bæinn Laufás. Við þökkum þeim fjöldamörgu sem til okkar komu kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira

Íslenski safnadagurinn - fjölskyldan í fyrirrúmi

Sunnudaginn 10. Júlí er íslenski safnadagurinn. Af því tilefni verður leiðsögn um sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri ÁLFAR OG HULDUFÓLK. Listakonan Ingibjörg H. Ágústsdóttir leiðir gesti um sýninguna. Starfsfólk úr héraði og af öllu landinu  frá gestum sínum þennan dag ásamt því að skrá þær niður.  Í GAMLA BÆNUM LAUFÁSI í umhverfi frá aldamótunum 1900 verður hægt að smakka á rabbabarasaft og jurtatei um leið og gestir gera sér glaðan dag og ganga um bæinn. Í NONNAHÚSI  er einnig opið þennan dag og margt að sjá. Í tilefni dagsins er frítt inní söfnin þrjú og fjölskyldur smáar sem stórar hvattar til að kíkja í heimsókn.  
Lesa meira

Líf og fjör í Laufási á starfsdegi

Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á starfsdegi að sumri laugardaginn 2. júlí kl 13:30-16.00. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 með fjölskyldusamveru. Að henni lokinni verður fólk íklætt tilheyrandi klæðnaði að störfum í Gamla bænum. Osta- og skyrgerð, fróðleiksmolar um íslenskar nytjajurtir. Fagrir tónar munu óma um sveitina kl 15 um leið og danshópurinn Vefarinn stígur taktfastann dans við eigin söng.  Einnig verður sýning á gömlum reiðfötum og reiðtygjum í skálanum.
Lesa meira

Álfheimar í Kjarnaskógi á Jónsmessu

Í kvöld, fimmtudaginn 23. júní, verða hinir árlegu Jónsmessuleikar í Kjarnaskógi frá kl. 18-21.Í Álfheimum Minjasafnsins verður forvitnilegur fróðleikur um álfa og huldufólk. Í Kjarnaskógi eru sagðir álfa- og huldufólksbústaðir. Það er ekki öllum gefið að sjá slíka staði en í álfheimum Minjasafnsins færðu að gera álfastein. Á krossgötum verður hægt að kíkja í góða kistu og gá hvort þar leynist fjarsjóður eða forvitnilegir hlutir. Hafið augun hjá ykkur á ferð um Kjarnaskóg því þar leynist margt spennandi, jafnvel sem sést ekki við fyrstu sýn. 
Lesa meira

Gengið í fótspor Nonna á Nonnaslóð

Þekkir þú Nonna? Hefur þú séð Nonnasteininn? Hefur þú gengið í fótspor hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna? Ef ekki þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag og ganga í fylgd kunnugra um Nonnaslóð laugardaginn 25. júní kl 14 og kynnast þessum ástsæla barnabókarithöfundi, jesúítapresti og mannvini. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nonnahús er opið daglega kl 10-17
Lesa meira

Miðaldatjöld rísa á flötinni neðan við safnið

Í dag eftir hádegið verður mikið um að vera á flötinni fyrir neðan MInjasafnið því HANDRAÐINN  mun þar miðla af margvíslegri þekkingu sinni á handverki í tenglsum við fjölþjóðlegu ráðstefnuna VITIÐ ÞÉR ENN EÐA HVAÐ sem nú stendur yfir. Verið er að reisa tjöld og búið er að kveikja undir hlóðum - kíkið við eftir hádegið hér verður líf og fjör til kl 17.
Lesa meira