06.07.2011
Sunnudaginn 10. Júlí er íslenski safnadagurinn. Af því tilefni verður leiðsögn um sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri ÁLFAR OG HULDUFÓLK. Listakonan Ingibjörg H. Ágústsdóttir leiðir gesti um sýninguna. Starfsfólk úr héraði og af öllu landinu frá gestum sínum þennan dag ásamt því að skrá þær niður. Í GAMLA BÆNUM LAUFÁSI í umhverfi frá aldamótunum 1900 verður hægt að smakka á rabbabarasaft og jurtatei um leið og gestir gera sér glaðan dag og ganga um bæinn. Í NONNAHÚSI er einnig opið þennan dag og margt að sjá. Í tilefni dagsins er frítt inní söfnin þrjú og fjölskyldur smáar sem stórar hvattar til að kíkja í heimsókn.
Lesa meira
27.06.2011
Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á starfsdegi að sumri laugardaginn 2. júlí kl 13:30-16.00. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 með fjölskyldusamveru. Að henni lokinni verður fólk íklætt tilheyrandi klæðnaði að störfum í Gamla bænum. Osta- og skyrgerð, fróðleiksmolar um íslenskar nytjajurtir. Fagrir tónar munu óma um sveitina kl 15 um leið og danshópurinn Vefarinn stígur taktfastann dans við eigin söng. Einnig verður sýning á gömlum reiðfötum og reiðtygjum í skálanum.
Lesa meira
23.06.2011
Í kvöld, fimmtudaginn 23. júní, verða hinir árlegu Jónsmessuleikar í Kjarnaskógi frá kl. 18-21.Í Álfheimum Minjasafnsins verður forvitnilegur fróðleikur um álfa og huldufólk. Í Kjarnaskógi eru sagðir álfa- og huldufólksbústaðir. Það er ekki öllum gefið að sjá slíka staði en í álfheimum Minjasafnsins færðu að gera álfastein. Á krossgötum verður hægt að kíkja í góða kistu og gá hvort þar leynist fjarsjóður eða forvitnilegir hlutir. Hafið augun hjá ykkur á ferð um Kjarnaskóg því þar leynist margt spennandi, jafnvel sem sést ekki við fyrstu sýn.
Lesa meira
23.06.2011
Þekkir þú Nonna? Hefur þú séð Nonnasteininn? Hefur þú gengið í fótspor hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna? Ef ekki þá er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag og ganga í fylgd kunnugra um Nonnaslóð laugardaginn 25. júní kl 14 og kynnast þessum ástsæla barnabókarithöfundi, jesúítapresti og mannvini. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nonnahús er opið daglega kl 10-17
Lesa meira
20.06.2011
Í dag eftir hádegið verður mikið um að vera á flötinni fyrir neðan MInjasafnið því HANDRAÐINN mun þar miðla af margvíslegri þekkingu sinni á handverki í tenglsum við fjölþjóðlegu ráðstefnuna VITIÐ ÞÉR ENN EÐA HVAÐ sem nú stendur yfir. Verið er að reisa tjöld og búið er að kveikja undir hlóðum - kíkið við eftir hádegið hér verður líf og fjör til kl 17.
Lesa meira
16.06.2011
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar stendur fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra sunnudaginn 19. júní kl. 13. Tilefnið er að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því Kristín Eggertsdóttir tók fyrst kvenna sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Vilhelmínulundur er kenndur við Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna á Íslandi tók þátt í kosningum til sveitarstjórnar og það 19 árum áður en konur fengu takmarkaðan kosningarétt. Fylgið þessari slóð til að fræðast meira. http://www.skjaladagur.is/2005/603_03.html Sunnudaginn 19. júní verður einnig farin kvennasöguganga í samstarfi Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri, Zontaklúbbanna á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
07.06.2011
Gönguferð um huldufólksslóð, sem fyrirhuguð var fimmtudagskvöldið 9. júní n.k., er frestað vegna kuldakasts sem spáð hefur verið á fimmtudaginn. Þess í stað verður gengið um huldufólksslóðir fimmtudagskvöldið 21. júlí kl 20. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
07.06.2011
Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu kaupstaðarins? Svörin við þessum spurningum fást þegar gengið verður um minjasvæði þessa forna kaupstaðar á laugardaginn 11. júní kl 14.Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Þátttökugjald er kr 500 sem greiðist á staðnum (enginn posi).Ekki er úr vegi að minna á MIÐALDADAGA á Gásum 16. – 19. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum er sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðars ses http://www.gasir.is/
Lesa meira
31.05.2011
Fyrir áhugasama sem misstu af umfjöllun um listakonuna Ingibjörgu H. Ágústsdóttur, sem vann útskurðarverk í tenglsum við sumarsýningu Minjasafnsins ÁLFAR OG HULDUFÓLK, í sjónvarpsþættinum Landanum á sunnudaginn má sjá þáttinn hér ef þið smellið á hlekkinn: VIÐTAL VIÐ INGIBJÖRGU Í LANDANDUM.
Lesa meira
30.05.2011
Hvaðan kemur huldufólkið? Er huldufólkskaupstaður í Halllandsbjörgum á móts við Akureyri? Hvernig voru/eru samskipti álfa og huldufólks við menn? Vissir þú að minnstu munaði að Bólu-Hjálmar endaði hjá óhamingjusamri álfkonu í hulduheimum? Dulúð hefur ávallt fylgt samskiptum manna og álfa í gegnum tíðina það er því ekki að ástæðulausu að dulúðlegur blámi umlykur sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri ÁLFAR OG HULDUFÓLK sem opnar miðvikudaginn 1. júní kl 17.
Lesa meira