Votplötumyndataka á ný eftir 125 ára hlé

Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, tók um helgina mynd sem ekki væri í frásögur færandi nema af því að hann notaði aðferð sem ekki hefur verið notuð í 125 ár. Þessi aðferð að taka mynd á votplötu kallar á flókna efnafræði auk þess sem Hörður þurfti að læra ljósfræði uppá nýtt vegna linsanna, sem eru frábrugnar þeim sem eru í venjulegri myndavél,  auk þess sem umgengnin við myndavélina sjálfa skiptir sköpum. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir hjá Herði til þess að gera þetta að veruleika því smíða þurfti bæði færanlegt myrkaherbergi og myndavél. það tekur um hálftíma eða jafnvel klukkustund að taka hverja mynd með þessari aðferð.Til að fræðast meira um þetta er hægt að lesa viðtal við Hörð í Vikudegi 17. febrúar 2011. 
Lesa meira

Húsakönnun í Innbænum og Fjörunni

Minjasafnið á Akureyri og Hjörleifur Stefánsson arkitekt vinna nú að húsakönnun í Innbænum og Fjörunni vegna deiliskipulagsgerðar þessa bæjarhluta. Húsakönnunin byggir að hluta til á eldri húsakönnun sem Hjörleifur vann fyrir Skipulagsdeild Akureyrarbæjar árið 1982 og gefin var út í ritinu Akureyri, Fjaran og Innbærinn byggingarsaga árið 1986. Það rit er löngu uppselt. Áætlað er að húsakönnuninni verði lokið vorið 2011. Niðurstöðurnar verða aðgengilegar í skýrsluformi á heimasíðum Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um húsakönnunina  gefur Hanna Rósa Sveinsdóttir á Minjasafninu á Akureyri í s. 462 4162 eða á hanna@minjasafnid.is
Lesa meira

Ljósmyndasýningin - FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965

Vissir þú að fjórar konur voru ljósmyndarar á þessum tíma? Hefur þú séð myndina af Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna kaus í sveitastjórnarkosningum á Íslandi? Kíktu til okkar á morgun, laugardaginn 10. mars kl 14-16, og sjáðu myndir ljósmyndarana sem störfuðu í Eyjafirði á þessu tímabili sem og myndir eftir hinn þekkta og einn virtasta ljósmyndar landsins Vigfús Sigurgerissonar.
Lesa meira

Hefur þú séð sýninguna FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar???

Nú er tækifærið því við erum með opið á morgun, laugardaginn 5. febrúar, milli kl. 14 og 16. Hér má sjá ljósmyndir 20 eyfirskra ljósmyndara frá árunum 1858-1965. Hér eru því myndir eftir Önnu Schiöth, Jón Chr Stefánsson, Tryggva Gunnarsson, Jón Júlíus Árnason, Önnu Magnúsdóttur, Hallgrím Einarsson, Vigfús Sigurgeirsson og Eðvarð Sigurgeirsson svo einhverjir séu nefndir. Sýningarlok eru nú um mánaðarmótin.
Lesa meira

Bókagjöf til Nonnahúss frá sænskum NONNAvini

 Í vikunni barst Nonnahúsi gjöf, bókin Nonni á sænsku gefin út 1958,  frá Gudrun Zellner - Sjunnesson sem býr í Stokkhólmi. Hún kom fyrir 10 árum í Nonnahús þá var henni sagt að þessi bók væri ekki til á safninu. Hún er mikið búin að leita að bókinni síðan þá og gladdist mikið þegar hún loksins fann hana. Nú er bókin hingað komin og eru hennar færðar miklar þakkir fyrir. Nonnvinir eru einstakir!Nonnahús fick i veckan en present, boken Nonni på svenska, från Gudrun Zellner-Sjunnesson som bor i Stockholm. Hon kom på besök i Nonnis hus för 10 år sedan och fick då veta att denna bok inte fanns i muséet. Hon har letat efter boken sedan dess och gladdes mycket när hon slutligen hittade den. Boken finns nu i Nonnis hus och vi tackar Gudrun hjärtligt. Nonnis vänner är fantastiska!
Lesa meira

Skólarnir duglegir að nýta sér safnfræðsluna.

 Gaman er að segja frá því að kennarar og nemendur á öllum skólastigum í Eyjafirði eru duglegir að nýta sér safnfræðsluna sem er í boði á safninu yfir vetrartímann. í þessari viku fór safnkennarinn með gullkistuna til elstu barna á leikskólanum Naustatjörn í Naustaskóla og tók á móti erlendum skiptinemum við Háskólann á Akureyri til að fræða þau um sögu byggðarlagsins sem þau búa í núna.  Í morgun kynntist hópur leikskólabarna frá Naustatjörn því hvernig var að vera barn á Akureyri í gamla daga og skoðaði sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn. Á morgun er svo von á leikskólabörnum frá Flúðum í sömu erindagjörðum. Hér er því mikið fjör.
Lesa meira

Ljósmyndari Mývetninga - mannlífsmyndir Bárðar Sigurðssonar í Þjóðminjasafni Íslands

Síðastliðinn laugardag 29. janúar opnaði sýning á  ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar í Myndasal þjóðminjasafns Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnins á Akureyri, Þjóðminjasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Ljósmyndir Bárðar  veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar.  Sýningin stendur  til 2. maí 2011.  
Lesa meira

opið á laugardaginn

Safnið er opið og býður alla gesti velkomna milli kl 14 og 16 á morgun, laugardaginn 29. janúar.
Lesa meira

Kanntu álfasögur eða frásögn af huldufólki í Eyjafirði?

Ef þú getur hjálpað okkur þá hafðu endilega samband við Harald Þór, safnstjóra, haraldur@minjasafnid.is eða í síma 462-4162 
Lesa meira

Sjáðu elstu útimynd úr Eyjafirði! Safnið er opið á morgun!

Vegna umfjöllunar Einars Fals um ljósmyndasýninguna Fjársjóður - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar frá 1858-1965 í Morgunblaðinu 18. janúar verður safnið opið á morgun laugardaginn 22. janúar kl 14-16. Verið hjartanlega velkomin. 
Lesa meira