Skólarnir duglegir að nýta sér safnfræðsluna.

 Gaman er að segja frá því að kennarar og nemendur á öllum skólastigum í Eyjafirði eru duglegir að nýta sér safnfræðsluna sem er í boði á safninu yfir vetrartímann. í þessari viku fór safnkennarinn með gullkistuna til elstu barna á leikskólanum Naustatjörn í Naustaskóla og tók á móti erlendum skiptinemum við Háskólann á Akureyri til að fræða þau um sögu byggðarlagsins sem þau búa í núna.  Í morgun kynntist hópur leikskólabarna frá Naustatjörn því hvernig var að vera barn á Akureyri í gamla daga og skoðaði sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn. Á morgun er svo von á leikskólabörnum frá Flúðum í sömu erindagjörðum. Hér er því mikið fjör.
Lesa meira

Ljósmyndari Mývetninga - mannlífsmyndir Bárðar Sigurðssonar í Þjóðminjasafni Íslands

Síðastliðinn laugardag 29. janúar opnaði sýning á  ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar í Myndasal þjóðminjasafns Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnins á Akureyri, Þjóðminjasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Ljósmyndir Bárðar  veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar.  Sýningin stendur  til 2. maí 2011.  
Lesa meira

opið á laugardaginn

Safnið er opið og býður alla gesti velkomna milli kl 14 og 16 á morgun, laugardaginn 29. janúar.
Lesa meira

Kanntu álfasögur eða frásögn af huldufólki í Eyjafirði?

Ef þú getur hjálpað okkur þá hafðu endilega samband við Harald Þór, safnstjóra, haraldur@minjasafnid.is eða í síma 462-4162 
Lesa meira

Sjáðu elstu útimynd úr Eyjafirði! Safnið er opið á morgun!

Vegna umfjöllunar Einars Fals um ljósmyndasýninguna Fjársjóður - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar frá 1858-1965 í Morgunblaðinu 18. janúar verður safnið opið á morgun laugardaginn 22. janúar kl 14-16. Verið hjartanlega velkomin. 
Lesa meira

Laufléttur leikur á fésbókarsíðu Minjasafnsins - kíktu!

Í gær hófst laufléttur leikur á fésbókarsíðu Minjasafnsins. Þegar vinir síðunnar eru orðnir  yfir 1000 verður dreginn út veglegur vinningur. Hinn heppni fær að bjóða 9 vinum sínum í lifandi leiðsögn um Innbæinn, koma með þá í heimsókn á sýningar safnsins í kjölfarið og að lokum í pizzuveislu á Bryggjunni. Kíkið endilega á fésbókarsíðuna til að sjá hvað þið þurfið að gera og látið vini ykkar endilega vita af þessum skemmtilega leik.
Lesa meira

Safnið LOKAÐ Í DAG vegna ófærðar

Vegna mikillar ófærðar í Innbænum sem og öllum bænum er safnið LOKAÐ í dag, föstudaginn 7. janúar.  
Lesa meira

Safnið lokað í janúar

Safnið verður lokað á laugardögum í janúar! Skrifstofur safnins eru þó að sjálfsögðu opnar sem endra nær alla virka daga frá kl 8-16.   Hópum og áhugasömum gestum er  bent á að hafa samband við starfsfólk safnins ef áhugi er á heimsóknum í safnið!  
Lesa meira

Lesa meira

Jólagjöf 1936

Safninu barst þessi frábæra jólagjöf frá Ástu Þengilsdóttur. Á jólum 1936 fengu systurnar Ásta, 6 ára og Guðrún Þengilsdætur þetta strengjahljóðfæri í gjöf frá sambýlisfólki sínu á Sigurhæðum, Aðalbjörgu Jónsdóttur,Páli Bjarnasyni og börnum þeirra Aðalgeir og Guðnýju. Páll var símvirki og þúsundhjalasmiður og smíðaði hörpuna sem var þeim systrum mikill gleðigjafi.Harpan er nú í örsýningu safnsins Hvað var í pakkanum.
Lesa meira