25.10.2010
Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag á laugardaginn og ófá börn sem tóku þátt í því að finna þórslíkneskin sem búið var að fela á sýningum safnins. Í dag drógum við tvo heppna vinningshafa út. Þeir eru: Sesar Hersisson og Gabríel Guðmundsson. TIL HAMINGJU. þið getið nálgast vinninginn hér á Minjasafninu næstu daga. Verðlaunin er spennuskáldsagan Gásagátan eftir hinn margverðlauna barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur. Bókin er skrifuð fyrir börn og gerist á í miðaldakaupstaðnum á Gásum í Eyjafirði.
Lesa meira
11.10.2010
Hefur þú smakkað reyktan bringukoll, fjallagrasaslátur eða heimagerða kæfu? Ef ekki þá skaltu grípa tækifærið og kíkja í heimsókn í Laufás á laugardaginn!! Það verður margt verður um að vera í Laufási á laugardaginn, 16. október, kl 13:30-16. Dagskrá dagsins hefst með messu í kirkjunni. Að henni lokinni verða haustverkin unnin sem tilheyrðu þessum árstíma í gamla sveitasamfélaginu.
Lesa meira
08.10.2010
Safnið er opið á morgun, laugardag, kl 14-16.Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
04.10.2010
Í tilefni af vetrarfríi nemenda og fjölskyldna þeirra um allt land verðum við með opið hjá okkur á Minjasafninu frá föstudeginum 22.okt til og með þriðjudagsins 26.október frá kl 13-16. Við viljum einnig vekja athygli á árlegum viðburði STOÐvina safnins á fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október, kl 14-16. Þann dag er margt forvitnilegt og fróðlegt að gerast á safninu sem er tilvalið fyrir allar fjölskyldur. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira
24.09.2010
Það er opið hjá okkur á laugardögum frá kl 14-16. Ljósmyndasýningin FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965 er í skammtímasalnum. Sýningarnar Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu eru grunnsýningar safnsins og þar er margt fróðlegt og forvitnilegt fyrir alla fjölskylduna. Kíktu í heimsókn! Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Lesa meira
14.09.2010
Nú er lokað í Gamla bænum Laufási yfir vetrartímann. Að sjálfsögðu verða fastir viðurðir í bænum eins og venjulega yfir veturinn en þeir verða nánar auglýstir síðar. Þeir sem áhuga hafa að koma með hópa í Laufás er bent að hafa samband við Hólmfríði, staðarhaldara, í síma 895-3172.
Lesa meira