Nonni á AFMÆLI 16. nóvember - dagskrá í Ketilhúsi

Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, bjóða Nonnahús og Minjasafnið á Akureyri  í opið hús í Ketilhúsi fyrir stóra og smáa í tilefni af afmæli barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar - Nonna. Frá kl 9:00-15:30 eru börnin sérstaklega boðin velkomin í Ketilhús og seinni part dags kl 16:30-18:00 verður afmælisdagskrá Nonna til heiðurs. þar munu þau Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, fjalla um ævintýri Nonna, uppvöxt hans og umhverfi.  Hlökkum til að sjá ykkur! 
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Kíktu í heimsókn

Á laugardaginn er safnið opið kl 14-16. Fyrir áhugasama þá stendur ljósmyndasýningin FJÁRSÓÐUR -tuttugu ljósmyndarar frá 1858-1965- ennþá yfir. Aðrar sýningar safnins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Ekki er úr vegi að minna á safnbúðina en þar má finna margt stórt og smátt sem vel á heima í tækifæris- og jólapakka. Hlökkum til að sjá ykkur. 
Lesa meira

Dagskrá frestað vegna veðurs.

 Þar sem veðurútlit er vont á laugardag fellur dagskrá um Jóhann Bessason niður. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Dagskrá um Jóhann Bessason í Laufási

Lesa meira

Vinningshafar í leiknum FALINN HLUTUR fyrsta vetrardag

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag á laugardaginn og ófá börn sem tóku þátt í því að finna þórslíkneskin sem búið var að fela á sýningum safnins. Í dag drógum við tvo heppna vinningshafa út. Þeir eru: Sesar Hersisson og Gabríel Guðmundsson. TIL HAMINGJU. þið getið nálgast vinninginn hér á Minjasafninu næstu daga. Verðlaunin er spennuskáldsagan Gásagátan eftir hinn margverðlauna barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur. Bókin er skrifuð fyrir börn og gerist á í miðaldakaupstaðnum á Gásum í Eyjafirði.
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira