HAUSTVERKIN KALLA - í Gamla bænum Laufási

Hefur þú smakkað reyktan bringukoll, fjallagrasaslátur eða heimagerða kæfu? Ef ekki þá skaltu grípa tækifærið og kíkja í heimsókn í Laufás á laugardaginn!! Það verður margt verður um að vera í Laufási á laugardaginn, 16. október, kl 13:30-16. Dagskrá dagsins hefst með messu í kirkjunni. Að henni lokinni verða haustverkin unnin sem tilheyrðu þessum árstíma í gamla sveitasamfélaginu.
Lesa meira

Safnið opið á laugardaginn

Safnið er opið á morgun, laugardag, kl 14-16.Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira

Meiri opnunartími á safninu í vetrarfríinu

Í tilefni af vetrarfríi nemenda og fjölskyldna þeirra um allt land verðum við með opið hjá okkur á Minjasafninu frá föstudeginum 22.okt til og með þriðjudagsins 26.október frá kl 13-16. Við viljum einnig vekja athygli á árlegum viðburði STOÐvina safnins á fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október, kl 14-16. Þann dag er margt forvitnilegt og fróðlegt að gerast á safninu sem er tilvalið fyrir allar fjölskyldur. Við hlökkum til að sjá ykkur! 
Lesa meira

Vetraropnun tekin við á Minjasafninu

Það er opið hjá okkur á laugardögum frá kl 14-16. Ljósmyndasýningin FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965 er í skammtímasalnum. Sýningarnar Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu eru grunnsýningar safnsins og þar er margt fróðlegt og forvitnilegt fyrir alla fjölskylduna. Kíktu í heimsókn! Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Lesa meira

Vetrarlokun tekin við í Laufási

Nú er lokað í Gamla bænum Laufási yfir vetrartímann. Að sjálfsögðu verða fastir viðurðir í bænum eins og venjulega yfir veturinn en þeir verða nánar auglýstir síðar. Þeir sem áhuga hafa að koma með hópa í Laufás er bent að hafa samband við Hólmfríði, staðarhaldara, í síma 895-3172.
Lesa meira

Síðustu dagar sumaropnunar

Við höfum opið í dag og á morgun frá kl 10-17 en eftir 15. september tekur vetraropnunin við. Þá er opið á laugardögum frá kl 14-16. Hægt er að kíkja við í safnbúðina á skrifstofutíma sem er alla virka daga frá kl 8-16.
Lesa meira

Forvitnileg safnbúð

hún er opin daglega á opnunartíma safnsins til 15. september kl 10-17.Kíkið í heimsókn!
Lesa meira

LUMMUKAFFI í Laufási síðustu opnunarhelgina

Í Gamla prestshúsinu næstu helgi (12. og 13. september) verður lummukaffi í  þar sem þetta er síðasta opnunarhelgi sumarsins. Opið er í Gamla bænum sem og í veitingasölunni og safnbúðinni í gamla Presthúsinu frá kl 9-18. Verið hjartanlega velkomin 
Lesa meira

Vel heppnuð DRAUGASLÓÐ á föstudagskvöldið

Draugalegt var um að listast í Innbænum síðastliðið föstudagskvöld þar sem sögumenn fóru með draugasögur, kveðnar voru rímur við undirleik dimmra tóna vindlurks og verur af ýmsum gerðum fóru á stjá. það var margt um manninn á þessu kyngimagnaða kvöldi! Á safninu urðu gestir varir við draugalegar verur í mörgum skúmaskotum og sýningum þess og óvenjulegir gripir leyndust víða. Við þökkum öllum okkar góðu gestum fyrir komuna og sjálfboðaliðum og velunnurum safnsins fyrir þátttökuna. 
Lesa meira

Kyngimagnað kvöld í Innbænum!

Skerandi óp, dularfullur andardráttur, drungaleg tónlist, draugasögur og verur af öðrum heimi er meðal annars það sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, næstkomandi föstudagskvöld 27. ágúst kl 22:30-23:59. Þetta kyngimagnaða kvöld hefst á Minjasafninu sjálfu þar sem draugalegt verður um að litast frá kl 22:00 – 23:59. Gestir safnsins munu virða fyrir sér sýningar þess með öðrum hætti en áður og dulúð og draugalegheit munu ráða ríkjum.  
Lesa meira