Sumarstarfsdagur í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 11.júlí

Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 11. júlí. Dagskráin hefst með fjölskyldustund í kirkjunni kl 13:30. þar. Að henni lokinni verður hægt að heimsækja fólkið sem ,,býr“ í bænum þennan dag og lifir og starfar eins og gert var áður fyrr. Laufáshópurinn nálgast fortíðina á aðeins annan hátt í Gamla bænum en áður hefur verðið gert þennan dag. Í tilefni íslenska safnadagsins eru gestir hvattir til að klæða sig  uppá í íslenska búninginn og þeir gestir sem koma í honum fá frítt inn þennan dag. Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.
Lesa meira

Þýtt og þjóðlegt. Tónleikar í Minjasafnskirkjunni laugardaginn 3. júlí kl 15

 Tónlistarmennirnir Kristín Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti Akraneskirkju sem spilar á harmonium,  koma fram á þessum tónleikum. Á efnisskránni eru m.a. lög úr Íslensku söngvasafni sem oft eru nefnd “Fjárlögin”, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónsson gáfu út 1915, auk annars efnis. Jón Gunnar Axelsson mun síðan lesa upp ljóð sem tilheyra lögunum sem leikin verða.Aðgangseyrir er kr: 1000 
Lesa meira

Örtónleikar danskrar stúlknablásarasveitar í Minjasafnskirkjunni á sunnudaginn

Á sunnudaginn kl 16 til 17 við Minjasafnskirkjuna munu skemmtilegir blásarasveitartónar berast frá 30 stúlkna blásarasveit, Randers Pigegarde. Stúlkurnar eru á aldrinum 12 - 25 ára frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.  Hljómsveitin kemur oft fram í Randers þar sem hún spilar og marserar en hún hefur einnig ferðast og haldið tónleika víða erlendis.  Hljómsveitin mun koma fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur. 
Lesa meira

Jónsmessuleiikar í KJarnaskógi í dag, 23.júní kl 18

Lesa meira

Þjóðhátíðarkaffi í Laufási

Lesa meira

Á söguslóð hins ástsæla barnabókarithöfundar Nonna

Tilvalið verður fyrir alla fjölskylduna að gera sér glaðan dag  á laugardaginn, 12. júní, kl 14 verður boðið uppá að ganga um slóðir Jóns Sveinssonar, NONNA, í fylgd kunnugra. Þetta er létt og þægileg ganga þar sem farið verður stuttlega yfir lífhlaup Nonna, lesið uppúr bókum hans og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.  Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna sem tekur rúmlega klukkustund. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu.  
Lesa meira

Sumaropnun hafin á Minjasafninu

Í sumar er opið hjá okkur alla daga frá kl 10-17. Sýningar safnsins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn, Eyjafjörður frá öndverðu ásamt sumarsýningunni FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Auk fjölskylduvænna sýninga erum við með forvitnilega safnbúð þar sem finna má íslenskt handverk og íslenska hönnun.
Lesa meira

Minjasafnið er opið um helgina

Opið verður á Minjasafninu bæði laugardag og sunnudag kl 14-16.Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyrnar upp á gátt sunnudaginn 30. maí kl 9. Leiðsögn verður um bæinn kl 14 þar sem meðal annars verður fjallað um viðgerðir þær sem þar hafa staðið yfir. Baðstofan sem var hjartað í hverjum sveitabæ er nú tilbúin og því ánægjulegt fyrir gesti að geta gengið þar um á ný. Kaffihlaðborð verður frá kl 14 til 17 í gamla Presthúsinu.  Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl 9-18 til 12. september.  
Lesa meira

Opnum sýninguna FJÁRSJÓÐUR laugardaginn 22. maí kl 14

Veist þú hvað multifoto er? Hvað þá með handlitaða ljómynd, visitkort eða votplata?Svörin finnur þú á sýningunni „FJÁRSJÓÐUR – tuttugu ljósmyndarar frá Eyjafirði 1858-1965“ sem Minjasafnið á Akureyri opnar laugardaginn 22. maí kl. 14. Sýningin er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljósmyndaarfi Íslendinga. Uppgötvunum hans á ferðalaginu um leyndardóma ljósmyndanna má líkja við litla eðalsteina sem saman mynda FJÁRSJÓÐ.
Lesa meira