Lesa meira

Jól á Jarlsstöðum 1916 - frásögn Ingólfs Benediktssonar

Mikilvægur hluti jólahaldsins á Íslandi er að gefa bækur og lesa um jólin. Andi jólanna svífur yfir þessum skemmtilegu endurminningum Ingólfs Benediktssonar frá því hann var átta ára.
Lesa meira

Lesa meira

Ljósmyndir og kaffispjall næstu laugardaga kl. 14-16

Þar sem færri komust að en vildu s.l. laugardag ætla Stoðvinir Minjasafnsins koma saman laugardaginn 12 og 19 desember í kaffistofu Minjasafnsins til að spjalla og fletta ljósmyndamöppum úr fórum safnsins.Ekki er ólíklegt að ein eða tvær sögur verði sagðar yfir kaffibolla eða að gamlir kunningjar spretti upp úr ljósmyndunum.Allir eru innilega velkomnir að vera með og gefst í leiðinni tilvalið tækifæri til að hitta aðra Stoðvini og kynnast starfi félagsins.
Lesa meira

Jólatréskógur sprettur upp í sýningu safnins á laugardaginn

Jólatrésskógur  sprettur upp núna um helgina í akureyskri stemningu í grunnsýningu Minjasafnins: Akureyri – bærinn við Pollinn. Bernskujólatrén, sem félagar úr Laufáshópnum hafa grafið uppúr pússi sínu eða gert eftirlíkingar af, setja jólalegan blæ á sýninguna fram til 20. desember. Opnunartími safnsins er á laugardögum og sunnudögum kl 14-16 til 20. desember. 
Lesa meira

Jólaundirbúningur í Gamla bænum Laufási á sunnudaginn!

Jólastemning mun ríkja sunnudaginn 6. desember kl 13:30 -16.30 í Gamla bænum Laufási. Jólaundirbúningurinn hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Laufáskirkju kl 13:30 þar sem sr. Bolli Pétur Bollason messar og einsöngvari er Óskar Pétursson.  Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Hangikjötsilmur læðist um híbýlin og unnið verður að kertagerð. Börn á öllum aldri geta föndrað jólaskraut eins og tíðkaðist  þegar ömmur, afar, langömmur og langafar voru lítil börn. Hurðaskellir og Stekkjastaur koma í heimsókn.  Það er Laufásshópurinn ásamt fjölda annarra velunnara Gamla bæjarins sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.Aðgangseyrir 500 kr fyrir 16 ára og eldri
Lesa meira

Kennsluleiðbeiningar með Gásagátunni

Hér má finna kennsluleiðbeiningar við barnabókinni Gásagátan, sem gerist á miðaldaverslunarstaðnum Gásum hér í Eyjafirði. Brynhildur Þórarinsdóttir, barnabókarithöfundur,  skrifaði bókina með stuðningi Gásakaupstaðar, Menningarráðs Eyþings og Minjasafnsins gerði einnnig kennsluleiðbeinigar með bókinni fyrir áhugasama kennara sem vilja nýta hana inní skólakerfinu.Kennsluleiðbeiningarnar má sækja hér.
Lesa meira

Jólalegt um að litast á safninu um helgina

Á safninu er nú jólalegt um að litast. Á sýningunum Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna og Barnadraumar á Minjasafni  má nú sjá jólalega skólastofu og vel skreytt unglingaherbergi. Grenilykt og jólaljós taka nú á móti gestum okkar og jólavörurnar eru komnar í safnbúðina. Við erum með opið um helgar bæði laugardaga og sunnudag til 20. des kl 14-16.
Lesa meira

Menntamálaráðherra fékk fyrsta eintak Gásagátunnar

Barnabókin Gásagátan eftir hinn vinsæla barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur er komin út. Af því tilefni var Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, afhent eintak af bókinni í gær á degi íslenskrar tungu og fæðingardegi barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar – Nonna. Gásagátan var rituð í samstarfi við Gásakaupstað ses. og Minjasafnið á Akureyri með styrk frá Menningarráði Eyþings.
Lesa meira

152 ár frá fæðingu Jóns Sveinssonar - Nonna

Afmælisveisla í Nonnahúsi í dag, mánudaginn 16. nóvember, milli kl 17 og 19 því  Nonni hefði orðið 152 ára þennan dag. Af því tilefni verða frummyndir Kristins G. Jóhannssonar úr Nonnasögunum í endursögn Brynhildar Pétursdóttur til sýnis. Auk þess mun Haukur Ingimarsson spila á hnappaharmonikku milli kl 17 og 18.  Verið hjartanlega velkominAfmæliskaka og notalegheit í tilefni dagsins! Nonnavinafélagið mun hittast í Zontahúsinu kl 16 og eiga notalega stund saman - nýjir félagar eru velkomnir!
Lesa meira