Glöggt er gests augað

Það má með sanni segjast að hið fornkveðna „glöggt er gests augað“ hafi sannast á undanförnum mánuði á ljósmyndasýningunni okkar Þekkir þú ...áningarstaðinn?“  Því glöggir gestir hafa sett nafn á áningarstaði og andlit á 90% af myndum hennar. Starfsfólk safnins vill þakka öllum þeim sem komu og lögðu sitt af mörkum við þetta skemmtilega verkefni. 
Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi og sérfræðingur á svæðinu!

Síðasta sýningarhelgin á "þekkir þú ... áningarstaðinn?" verður helgina 21.-22. mars. Opið verður bæði á laugar- og sunnudag frá 14-16. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, verður á staðnum á laugardaginn milli kl 14 og 16.
Lesa meira

Lljósmyndasýning framlengd!

Vegna mikillar aðsóknar hefur ljósmyndasýningin „Þekkir þú ...áningarstaðinn?“ hefur verið framlengd til 22. mars. Á sýningunni eru óþekktar ljósmyndir úr ljósmyndakosti Minjasafnsins og geta gestir tekið þátt í sýningunni og starfi safnsins með því að bera kennsl á myndefnið. Nú eru komnar upplýsingar um 80% mynda sýningarinnar en starfsfólk Minjasafnsins óskar eftir áframhaldandi aðstoð gesta við að bera kennsl á ferðalanga og áningarstaði en hvetur jafnframt gesti sem þegar hafa komið til að koma aftur! Með því móti er hægt að yfirfara upplýsingarnar, leiðrétta og/eða bæta við það sem þegar hefur komi fram um myndefnið.
Lesa meira

Almennur félagsfundur Stoðvina.

Opinn félagsfundur Stoðvina Minjasafnins á Akureyri verður haldinn í kaffistofu Minjasafnsins, Aðalstræti 58, laugardaginn 14. mars og hefst hann kl. 11. Dagskrá: 1. Frumskipulag sumardagsins fyrsta.2. Hugmyndir vegna sumarsýningar.3. Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri, segir okkur frá skráningarferli muna. 4. Önnur mál. Allt áhugafólk um vöxt og viðgang Minjasafnsins er velkomið á fundinn.Stjórnin.  
Lesa meira

Næst síðasta sýningarhelgin

Nú fer hver að verða síðastur að kíkja á ljósmyndasýninguna Þekkir þú .. áningarstaðinn? Ertu þú mannglögg/ur átt auðvelt með að bera kennsl á áningarstað? Ef svo er þá hvetjum við þig til að koma og leggja okkur lið með því að setja nafn á andlit og staði. Opið er um helgina frá 14-16 og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira

Ostagerð og vattarsaumnálagerð í Laufási

Laufásshópurinn stendur fyrir ostagerð í Laufási 5. mars kl 18:00. áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá Anný á netfangið litlagerdi@islandia.is eða í síma 462-4505. Þáttökugjald er 5000 en 2500 fyrir félagsmenn. Þann 19. mars milli 15-17 mun Guðrún Steingrímsdóttir kenna vattarsaumnálagerð sem unnin er úr horni eða beini. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Laufáshópsins  http://laufashopurinn.akmus.is/  
Lesa meira

Ljósmyndasýningin vel sótt

Það er ekki ofsögum sagt að ósk Minjasafnsins um aðstoð frá almenningi til að bera kennsl á áningarstaði og þeirra sem þar áðu hafi verið tekið eindæma vel. Hátt í 200 gestir, bæjarbúar og áhugasamir ferðalangar á leið um vetrarríkið Akureyri,  hafa lagt hönd á plóginn og komin eru nöfn á mjög margar myndir. En betur má ef duga skal því enn vantar þó nokkuð mörg nöfn á ferðalanga á hópmyndum, þó vissulega sé búið að bera kennsl á nokkra þeirra. Starfsfólk Minjasafnsins hvetur því áhugasama til að gera sér ferð á safnið og vita hvort þeir geti komið með nýjar upplýsingar um myndirnar. Sýningin er opin um helgar til og með 15. mars frá 14-16. Allir eru velkomnir – enginn aðgangseyrir er að safninu þennan tíma.   
Lesa meira

Námskeið í fleygskurði í Laufási

Miðvikudaginn, 18. feb. kl. 13 -15 stendur Laufáshópurinn fyrir námskeiði í fleygskurði. Fleygskurður er alþjóðleg tréskurðaraðferð sem rekja má til miðalda. Kennari er Hugrún Ívarsdóttir. Áhugasömum er bent að skrá sig hjá Höddu í síma 899-8770.myndin er fengin að láni af síðunni: http://treskurdur.blogspot.com/2006/10/fleygskurur.html
Lesa meira

Opnun sýningarinnar Þekkir þú....áningarstaðinn??

Ert þú sigldur og hefur farið víða innanlands? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá óskar Minjasafnið á Akureyri eftir þinni hjálp til að koma nafni á áningarstaðina sem og andlit þeirra sem þar áðu á ljósmyndasýningunni Þekkir þú...áningarstaðinn? Þetta er ljósmyndasýning á óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Sýningin opnar laugardaginn 14. febrúar kl 14 og stendur til 15.mars. Verið velkomin      
Lesa meira

Lokað vegna breytinga - opnum með ljósmyndasýningu 14. febrúar

Nú er verið að taka niður sýninguna "Hvað er í matinn" en hún fékk á sig jólalegan blæ á aðventunni. Þessari nýjung á safninu var afskaplega vel tekið en rúmlega 200 gestir komu í heimsókn í desember. Við munum opna safnið á ný 14. febrúar kl 14 með ljósmyndasýningu úr sýningarröðinni Þekkir þú.......? þar sem gestir eru beðnir að bera kennsl á myndefnið. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin þá.
Lesa meira