24.04.2009
Aldrei hafa fleiri sótt þennan árlega viðburð sem skipar stóran sess í hjarta margra fjölskyldna en talið er að um 800 manns hafi sótt okkur heim þennan dag. Rúmlega 200 manns mynduðu hjarta til að þakka Rafeyrarmönnum fyrir hjartað í heiðinni. Börn og fullorðnir skemmtu sér í m.a. pokahlaupi, reipitogi, búleikjum og gerð sjálfsmynda. Ófáar ferðir voru farnar með hestvagninum og bros skein af andliti hvers barns eftir stuttan túr á hestbaki. Fjölmörg börn nýttu sér kosningarétt sinn og kusu um nafn sumarsýningar safnsins sem fjallar um líf barna. Fyrstu tölur eru væntanlegar hér á síðunni í fyrramálið. Fylgist með! Í byrjun næstu viku verða birtar ljósmyndir hér á vefnum.
Lesa meira
21.04.2009
Fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu á Akureyri frá kl 14-16. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt kl 14, Rafeyri fær þakkir fyrir hjarta þeirra í heiðinni frá bæjarbúum. Allir mynda eitt risastórt hjarta fyrir neðan Minjasafnið. 14:45 hefst svo Kjördagur barnanna, útileikir af ýmsu tagi verða á sínum stað, hestakerra býður börnum far og teymt verður undir börnum á hestbaki. Pensill verður mundaður af upprennandi listamönnum í sjálfsmyndagerð og lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta. Mömmur og pabbar, ömmur og afar, langömmur og langafar, frænkur og frændur komið og gerið ykkur glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri. Dagskrá sumardagsins fyrsta
Lesa meira
07.04.2009
Námskeið verður haldið í nýtingu íslenskra jurta til matar og lækninga 16. apríl kl 20 í Laufási. Á námskeiðinu er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd. Einnig hvenær best er að safna þeim og hvað hluta skal nýta, hvernig skal þurrka þá og geyma. Leiðbeinandi er Anna Dóra Hermannsdóttir, yogakennari, en hún fer reglulega í grasagöngur og safnar jurtum sér til heilsubótar. Skráning í síma 869-3665 eða laufas@akmus.is
Lesa meira
03.04.2009
Safnið er lokað um helgina vegna breytinga en við verðum með opið á skírdag, laugardaginn 11. apríl og annan í páskum frá kl 14-16.
Lesa meira
27.03.2009
Fimmtudaginn 2. apríl kl 14 stendur Laufáshópurinn fyrir námskeiði í skyrgerð í Gamla bænum Laufási. Kennarar eru Marteinn og Hólmfríður. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 31. mars í síma 462-5156
Lesa meira
25.03.2009
Það má með sanni segjast að hið fornkveðna „glöggt er gests augað“ hafi sannast á undanförnum mánuði á ljósmyndasýningunni okkar Þekkir þú ...áningarstaðinn?“ Því glöggir gestir hafa sett nafn á áningarstaði og andlit á 90% af myndum hennar. Starfsfólk safnins vill þakka öllum þeim sem komu og lögðu sitt af mörkum við þetta skemmtilega verkefni.
Lesa meira
16.03.2009
Síðasta sýningarhelgin á "þekkir þú ... áningarstaðinn?" verður helgina 21.-22. mars. Opið verður bæði á laugar- og sunnudag frá 14-16. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, verður á staðnum á laugardaginn milli kl 14 og 16.
Lesa meira
12.03.2009
Vegna mikillar aðsóknar hefur ljósmyndasýningin „Þekkir þú ...áningarstaðinn?“ hefur verið framlengd til 22. mars. Á sýningunni eru óþekktar ljósmyndir úr ljósmyndakosti Minjasafnsins og geta gestir tekið þátt í sýningunni og starfi safnsins með því að bera kennsl á myndefnið. Nú eru komnar upplýsingar um 80% mynda sýningarinnar en starfsfólk Minjasafnsins óskar eftir áframhaldandi aðstoð gesta við að bera kennsl á ferðalanga og áningarstaði en hvetur jafnframt gesti sem þegar hafa komið til að koma aftur! Með því móti er hægt að yfirfara upplýsingarnar, leiðrétta og/eða bæta við það sem þegar hefur komi fram um myndefnið.
Lesa meira
08.03.2009
Opinn félagsfundur Stoðvina Minjasafnins á Akureyri verður haldinn í kaffistofu Minjasafnsins, Aðalstræti 58, laugardaginn 14. mars og hefst hann kl. 11. Dagskrá: 1. Frumskipulag sumardagsins fyrsta.2. Hugmyndir vegna sumarsýningar.3. Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri, segir okkur frá skráningarferli muna. 4. Önnur mál. Allt áhugafólk um vöxt og viðgang Minjasafnsins er velkomið á fundinn.Stjórnin.
Lesa meira
06.03.2009
Nú fer hver að verða síðastur að kíkja á ljósmyndasýninguna Þekkir þú .. áningarstaðinn? Ertu þú mannglögg/ur átt auðvelt með að bera kennsl á áningarstað? Ef svo er þá hvetjum við þig til að koma og leggja okkur lið með því að setja nafn á andlit og staði. Opið er um helgina frá 14-16 og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira