02.09.2008
Í tilefni af réttardegi í Grýtubakkahreppi laugardaginn 6. sept. gefst fólki kostur á að gæða sér á berjaskyri í veitingasölunni í gamla Prestshúsinu í Laufási. Á sunnudeginum verður lummukaffi í veitingasölunni en þar er ávallt leitast við að bera fram mat úr héraði gegn vægu gjaldi. Við viljum vekja athygli á því að næsta helgi er næstsíðasta opnunarhelgi í Gamla bænum Laufási. Opnunartími í Laufási er alla daga til 15. sept frá 9-18.
Lesa meira
02.09.2008
Hátt á annað þúsund manns, þessa heims, gengu að þessu sinni um Innbæ Akureyrar í Draugagöngu Minjasafnins og Leikfélags Akureyrar eftir setningu Akureyrarvöku síðasta föstudagskvöld. Veðrið lék við göngufólk en samt sem áður risu hár þess trekk í trekk vegna óhugnanlegra ópa, gangandi og ríðandi drauga og annars óhugnaðs en menn, konur og börn höfðu gaman af. Göngunni lauk í Samkomuhúsinu þar sem draugaleg stemmning sveif yfir vötnum þar sem fjöldi manns hlýddi á draugasögur. Minjasafnið mun á næsta ári breyta göngunni og biður áhugasama að fylgjast með. Spurningin er hvort það verður hægt að heilsa uppá voflegar verur og þjóðþekkta brottgengna Akureyringa í Innbænum að ári?
Lesa meira
28.08.2008
Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar, eftir setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst. Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar stendur þá fyrir draugagöngu. Gangan hefst kl 22:00 í Minjasafnsgarðinum þar sem drungalegt verður um að litast. Í lokin safnast göngufólk saman í Samkomuhúsinu þar sem sagðar verða sögur um afturgöngur í einkar draugalegu umhverfi. Sætaferðir verða frá Lystigarðinum kl 21:30 (austur inngangi) að Minjasafninu – fólk þarf þó að koma sér sjálft heim. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira
15.08.2008
Ferðalag um sögu íslenskrar tónlistar í tali og tónum í viðeigandi umhverfi Minjasafnskirkjunnar við Aðalstræti 56.Flytjendur Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Staður: Minjasafnskirkjan við Aðalstræti 56 (í Minjasafnsgarðinum sunnan við Nonnastyttuna)Stund: Kl. 20:30-21:30 Aðgangseyrir 1500 kr.
Lesa meira
31.07.2008
Á minjasafninu á Akureyri eru þrjár sýningar hverju sinni. Sumarsýningin Hvað er í matinn? fjallar um íslenska matarhefð og eldhús á 20. öld. Á efri hæð sýningarsalarins er sýningin Eyjafjörður frá öndverðu, sem fjallar um sögu fjarðarins frá landnámi með mörgum einstökum munum úr Eyjafirði sem margir hverjir eru í eigu Þjóðminjasafnsins. Á neðri hæð sýningarsalarins er fjallað um sögu Akureyrar í sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn. Þar er hægt að ganga um götur bæjarins kíkja til kaupmannsins, líta inn í betri stofuna og margt fleira. Margt að snerta og skoða fyrir krakka á öllum aldri! Opið alla daga frá 10-17.
Lesa meira
02.08.2008
Á laugardaginn verður gengið um elsta hluta Akureyrar, Innbæinn og Fjöruna. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Laxdalshús er elsta hús á Akureyri, byggt 1795 og er eina húsið sem eftir stendur af gamla verslunarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbyggingum. Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismunandi byggingarstíla. Húsin og umhverfið geymir margar sögur, sem Hörður Geirsson miðlar í sögugöngunni. Gangan er létt og hentar öllum. Lagt verður af stað kl. 14.
Lesa meira
04.08.2008
Markaðsstemning í sögulegu umhverfi Gamla bæjarins í Laufási. Fjölbreyttar vörur frá rúnum, þæfðri ull, matvöru, fatnaði, siflurmunum og fjölmörgu öðru.Veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu. Markaðurinn stendur frá kl. 14-16 mánudaginn 4. ágúst.Gamli bærinn í Laufási er opinn 9-18 alla daga til 15. september.
Lesa meira
23.07.2008
Um 1500 gestir sóttu Gásverja heim um síðustu helgi þegar miðaldastemning sveif yfir vötnum á Gáseyrinni rétt neðan við rústir hins forna verslunarstaðar á Gásum. Knattleikur, sem ekki hefur verið leikinn í 800 ár, vakti óskipta athygli gesta sem vildu ólmir spila með. Illa fór þó fyrir öðrum munknum, sem var í verslunarferð, því hann gaf sig allan í leikinn og þurfti á endanum að haltra heim og sást ekki meir.
Lesa meira
14.07.2008
Miðaldasteming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí milli kl 11 og 17. Á laugardeginum 19. júlí kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Dagskrá miðaldadagana má sjá hér.
Lesa meira
14.07.2008
Hefur þú komið að rústum eyðibýlisins á Hvatastöðum? Hefur þú kynnst náttúruperlunni Hrísey? Nú er tækifærið að bæta úr því á Fullverldis- og skeljadögunum í Hrísey þar sem Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir gönguferð með leiðsögn um Hrísey laugardaginn 19. Júlí kl 16:00. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma.Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald er í gönguna.
Lesa meira