Söguganga um Innbæinn. Laugardaginn 2. ágúst kl. 14

Á laugardaginn verður gengið um elsta hluta Akureyrar, Innbæinn og Fjöruna. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.  Laxdalshús er elsta hús á Akureyri, byggt 1795 og er eina húsið sem eftir stendur af gamla verslunarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbyggingum. Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismunandi byggingarstíla. Húsin og umhverfið geymir margar sögur, sem Hörður Geirsson miðlar í sögugöngunni. Gangan er létt og hentar öllum. Lagt verður af stað kl. 14.
Lesa meira

Markaðsdagur í Laufási - mánudaginn 4. ágúst

Markaðsstemning í  sögulegu umhverfi Gamla bæjarins í Laufási. Fjölbreyttar vörur frá rúnum, þæfðri ull, matvöru, fatnaði, siflurmunum og fjölmörgu öðru.Veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu. Markaðurinn stendur frá kl. 14-16 mánudaginn 4. ágúst.Gamli bærinn í Laufási er opinn 9-18 alla daga til 15. september. 
Lesa meira

Aldrei fleiri gestir né Gásverjar á miðaldadögum á Gásum

Um 1500 gestir sóttu Gásverja heim um síðustu helgi þegar miðaldastemning sveif yfir vötnum á Gáseyrinni rétt neðan við rústir hins forna verslunarstaðar á Gásum. Knattleikur, sem ekki hefur verið leikinn í 800 ár, vakti óskipta athygli gesta sem vildu ólmir spila með. Illa fór þó fyrir öðrum munknum, sem var í verslunarferð, því hann gaf sig allan í leikinn og þurfti á endanum að haltra heim og sást ekki meir.
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum 19. og 20. júlí

Miðaldasteming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí milli kl 11 og 17. Á laugardeginum 19. júlí kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Dagskrá miðaldadagana má sjá hér.
Lesa meira

Ganga um Hrísey á Fullveldis- og skeljahátíð í Hrísey

Hefur þú komið að rústum eyðibýlisins á Hvatastöðum? Hefur þú kynnst náttúruperlunni Hrísey? Nú er tækifærið að bæta úr því á Fullverldis- og skeljadögunum í Hrísey þar sem Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir gönguferð með leiðsögn um Hrísey laugardaginn 19. Júlí kl 16:00. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma.Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald er í gönguna.
Lesa meira

Fjölmargir sóttu Minjasafnið og Laufás heim á íslenska safnadaginn

Um 260 manns gerðu sér dagamun á íslenska safnadaginn í gær. Um 260 manns komu á Minjasafnið en um 600 manns sóttu gamla bæinn í Laufási heim á starfsdeginum Hvað ungur nemur gamall temur!
Lesa meira

Íslenski safnadagurinn - Gönguferð um Gásir

Á íslenska safnadaginn 13. júlí kl 14 verður gönguferð með leiðsögn um Gásir, hinn forna verslunarstað frá miðöldum. Gangan tekur um klukkustund og farið verður frá bílastæðinu (hinu nýja) á Gásum.
Lesa meira

Hvað ungur nemur gamall temur - starfsdagur í Laufási

 Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, milli 13:30 og 16:00.  
Lesa meira

Hvað ungur nemur gamal temur -starfsdagur í Laufási

Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga sunnudaginn 13. júlí milli 13:30 og 16:00.
Lesa meira

Söngferðalag í tali og tónum í Minjasafnskirkjunni

Önnur söngvaka sumarsins verður haldin laugardaginn 5. júlí kl. 20:30 í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Minjasafnið á Akureyri hefur boðið upp á söngvökur síðan 1994. Þær hafa vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmtidagskrá af þessum toga. Flytjendur eru þau Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir. Aðgangseyrir er 1500 krónur. 
Lesa meira