Ljósmyndasýning - Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins

Ert þú mannglögg/ur? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá skorar Minjasafnið á Akureyri á þig að aðstoða starfsfólk safnins við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp á ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? Opið alla laugardaga frá 2. febrúar til 26. apríl.
Lesa meira

Bóndadagur - upphaf þorra.

Karlmenn allra landa! Til hamingju með bóndadaginn. Þorrinn er genginn í garð. Einu gildir hvort það hafi tíðkast að bjóða þorra velkominn með því senda bóndann út að morgni dags til að hlaupa þrjá hringi í kringum hýbýlin, á skyrtunni einni fata, í annari brókarskálminni, en allsberan að öðruleiti. 
Lesa meira

Sumaropnun í Laufási-Vinnuhjúaskildagi í Gamla bænum í Laufási

Sumarið hefst í Laufási á þessum forna verkalýðsdegi þegar fólk gat skipt um búsetu og vinnustað.Fræðsla um fardaga vinnuhjúa. Þór Sigurðsson kveður rímur.Dagskráin byrjar 20:30. Gamli bærinn er opinn til kl. 22.Frá og með 15. maí er opið alla daga frá 9-18.
Lesa meira

Baðstofukvöld í Laufási - draugasögur

Takmarkað ljós, fólk situr á rúmum eftir að hafa gengið um löng baðstofugöngin leggur hlustir við frásögn sögumannsr. Þetta er nokkuð sem þú getur upplifað fimmtudagskvöldið 31. janúar kl. 20 í baðstofunni í Gamla bænum í Laufási. Þá verður baðstofustemningin endurvakin og Þór Sigurðsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, flytur þjóðlegar draugasögur. Athugið takmarkað sætarými er í baðstofunni. Pantið sæti eftir kl. 17:00  í síma 463-3104 29. og 30. janúar.Aðgangseyrir 500 krónur. Kaffi eða kakó ásamt smákökum gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu.
Lesa meira

Nýársdagur 1915. Óvenjulegur dagur.

Nýársdagur  1915 var óvenjulegur. Dagur sem margir höfðu beðið af óþreygju en aðrir borið nokkurn kvíðboga til. Þennan dag gekk í gildi fullkomið áfengisbann. Bannað hafði verið að flytja inn áfengi frá 1. Janúar 1912 en heimilt var að selja birgðir í þrjú ár á eftir. Frá  1915 máttu aðeins lyfsalar og héraðslæknar selja áfenga drykki og aðeins til lækninga!  Þetta póstkort er eitt margra sem varðveitt er á Minjasafninu. Skoða póstkort.
Lesa meira

Jólaannir í Gamla bænum Laufási - vel sótt þrátt fyrir annirnar í aðventu

Jólastemningin var mikil í Gamla bænum í Laufási síðastliðinn sunnudag þegar sveitin angaði af hangikjöti og kúmenkaffi. Jólasveinarnir komu í heimsókn og reyndu sig við laufabrauðsútskurð og höfðu þeir gaman af. 300 manns leituðust eftir því að upplifa jólaundirbúninginn eins og hann var í gamla daga í íslensku sveitasamfélagi og góður rómur var gerður af því sem fyrir augu þeirra bar.
Lesa meira

Glaðværir krakkar á jólavöku safnsins

Jólavaka Minjasafnins er afar vel sótt í ár.  Um 1100 krakkar á bæði leikskóla- og grunnskólaaldri koma og fræðast um ljósfæri, jólatré, jólakort, jólakveðjur, kenjar jólasveina og síðast en ekki síst afmælisbarnið Nonna og ævintýri hans. Oft hefur verið margt um manninn á jólavöku Minjasafnsins en aldrei eins og nú og gleðin og áhuginn skín úr andliti hvers barns. Morgnarnir eru því annasamir á safninu þessa daga fyrir jólafrí.  
Lesa meira

Merk tímamót í sögu Gásaverkefnisins

Í dag var stofnuð sjálfseignastofnun um Gásaverkefnið nafn hennar er Gásakaupstaður. Að sjálfseignastofnuninni Gásakaupstaður ses standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn). Við þetta tækifæri veittu bæði Fjárfestingarbankinn Saga Capital og KEA svf stofnuninni styrk sem mun fara í uppbyggingu þjónustu á Gásum strax á næsta ári.
Lesa meira

Jólaannir í Laufási

Jólastemmning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 10. desember frá 14 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Lesa meira

Styrkur frá Þjóðhátíðarsjóði til að ganga frá búðartóftum á Gásum

Á fullveldisdaginn síðastliðinn laugardag veitti Þjóðhátíðarsjóður Gásaverkefninu veglegan styrk til þess að vinna að frágangi og varðveislu á kirkjutóft og búðarleifum Gásakaupstaðar. Það var afar ánægjulegt og mikið verk framundan í sumar.
Lesa meira