Vel heppnuð fjölskylduganga um Nonnaslóð

Í gær tóku 50 manns, börn og fullorðnir, þátt í göngunni um slóðir Nonna. Haraldur Þór, sagnfræðingur og safnkennari Minjasafnsins, leiddi gönguna. Lesið var uppúr bókum Nonna og sagt frá því hvernig bærinn leit út þegar hann bjó í Nonnahúsi og lék sér meðal annars í fjörunni.
Lesa meira

Tónleikar í Minjasafnskirkjunni á laugardaginn

Skagfirski kammerkórinn heldur tónleika í Minjasafnskirkjunni laugardagskvöldið 14. júní kl 20:30.  Á efnisskránni eru þjóðlög, fimmundarlög og einnig ný lög. Þar á meðal gamalt helgikvæði og lög við 12. aldar ljóð Kolbeins Tumasonar goðorðsmanns á Víðimýri, ljóð úr Víglundarsögu, og ljóð frá Skáld-Rósu og Sigurði Hansen á Kringlumýri. Aðgangur er 1500 kr og ekki er tekið við kortum. Stjórnandi kórsins er Jóhanna Marín Óskarsdóttir
Lesa meira

Fjölskylduganga um Nonnaslóð

Fjölskylduganga um slóðir Jóns Sveinssonar – Nonna, eins þekktasta  rithöfundar sem Ísland hefur alið, verður sunnudaginn 15. júní kl 14. Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnkennari Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna.  Farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.   Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan sem er létt og þægileg er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur rúma klukkustund . 
Lesa meira

Ný sýning opnuð

Á laugardaginn hófst sumarstarf Minjasafnsins með opnun sýningarinnar Hvað er í matinn? Þar er fjallað um íslenska matarhefð útfrá sjónarhól kaupstaðarbúans.
Lesa meira

Snemma beygist krókurinn - nemendur Grenivíkurskóla bregða á leik í Laufási

Starfsdagur í Gamla bænum Laufási  fimmtudaginn 29. maí. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 16. Nemendur Grenivíkurskóla bregða á leik og sýna forn vinnubrögð í Gamla bænum Laufási  Gestir geta fylgst með því þegar æðardúnn verður hreinsaður, mjólk skilin og rjómi strokkaður. Húslestur og tóvinna verða í baðstofunni og spilað verður púkk. Ljúfur lummuilmur mun berast um bæinn um leið og dansað verður á flötinni fyrir framan hann.  
Lesa meira

Sumarnámskeið - fullbókað

Nú er fullbókað á námskeiðið Sumarlestur-Akureyri bærinn minn. Hlökkum til að sjá ykkur 5. júní á Amtsbókasafninu þar sem tekið verður við greiðslu og námskeiðsgögn verða afhent. 
Lesa meira

Tilnefning til íslensku safnaverðlaunanna

Minjasafnið á Akureyri hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna ásamt tveimur öðrum söfnum. Félag íslenskra safna og safnmanna ásamt Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráð safna, standa saman að safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem þykir skara fram úr. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingu í blöðum og bárust yfir sextíu hugmyndir. Í rökstuðningi dómnefndar stendur m.a.:Minjasafnið á Akureyri er eitt öflugasta byggðasafn landsins og í góðum tengslum við umhverfi sitt. Það hefur markvisst byggt upp öfluga starfsemi þar sem hin innri og þýðingarmiklu störf hafa verið unnin af alúð og samviskusemi. Það stendur fyrir metnaðarfullum sýningum í Laufási, Kirkjuhvoli á Akureyri, Nonnahúsi og víðar. Safnfræðsla, þar sem safnkennsla er í lykilhlutverki, og önnur miðlun eru til fyrirmyndar.
Lesa meira

Minjasafnið lokar til 31. maí

Minjasafnið verður lokað vegna sýningargerðar og endurbóta fyrir sumarið.Safnið opnar aftur 31. maí með nýrri sumarsýningu, Hvað er í matinn?Gamli bærinn Laufás er opinn alla daga frá 9-18 frá og með 15. maí.
Lesa meira

Vítaverðir ósiðir - Af forsíðu Fréttablaðsins 22.október 1914.

 „Oft hefir það verð brýnt fyrir mönnum, af ýmsum læknum, hve óholt sé að heilsast og kveðjast með kossi. Sá ósiður mun og mjög vera að leggjast niður, sem betur fer, en mikið vantar þó á, að hann sé alveg úr sögunni. Það ber t.d. oft við þegar margir eru í kaupstað, að sjá má fjölda karlmanna kyssast, að eg tali ekki um blessað kvenfólkið, sem margt virðist enn þá elska mjög kossana. ... Það er sérstaklega vegna sóttnæmishættu sem kossarnir ættu að leggjast niður, en svo eru einnig margir sem er fátt ver við í daglegri umgengni en að þeir séu kystir. Finst það bæði leiðinlegt og ógeðslegt – fyrir utan sóttnæmis- og sýkingarhættuna.“Og hana nú!
Lesa meira

Listflug kl 14 og 16 á eyfirskum safnadegi. Flugsafn Íslands

Flugsafn Ísland verður með leiðsögn um safnið á eyfirska safnadeginum á morgun. Auk þess verður listflug kl 14 og 16. Á MInjasafninu munu gestir og gangandi geta komið með gripi sem sérfræðingar safnsins munu greina. Komdu og athugaðu hvort þú átt gersemar í þínum fórum!
Lesa meira