22.05.2008
Nú er fullbókað á námskeiðið Sumarlestur-Akureyri bærinn minn. Hlökkum til að sjá ykkur 5. júní á Amtsbókasafninu þar sem tekið verður við greiðslu og námskeiðsgögn verða afhent.
Lesa meira
21.05.2008
Minjasafnið á Akureyri hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna ásamt tveimur öðrum söfnum. Félag íslenskra safna og safnmanna ásamt Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráð safna, standa saman að safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem þykir skara fram úr. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingu í blöðum og bárust yfir sextíu hugmyndir. Í rökstuðningi dómnefndar stendur m.a.:Minjasafnið á Akureyri er eitt öflugasta byggðasafn landsins og í góðum tengslum við umhverfi sitt. Það hefur markvisst byggt upp öfluga starfsemi þar sem hin innri og þýðingarmiklu störf hafa verið unnin af alúð og samviskusemi. Það stendur fyrir metnaðarfullum sýningum í Laufási, Kirkjuhvoli á Akureyri, Nonnahúsi og víðar. Safnfræðsla, þar sem safnkennsla er í lykilhlutverki, og önnur miðlun eru til fyrirmyndar.
Lesa meira
13.05.2008
Minjasafnið verður lokað vegna sýningargerðar og endurbóta fyrir sumarið.Safnið opnar aftur 31. maí með nýrri sumarsýningu, Hvað er í matinn?Gamli bærinn Laufás er opinn alla daga frá 9-18 frá og með 15. maí.
Lesa meira
13.05.2008
„Oft hefir það verð brýnt fyrir mönnum, af ýmsum læknum, hve óholt sé að heilsast og kveðjast með kossi. Sá ósiður mun og mjög vera að leggjast niður, sem betur fer, en mikið vantar þó á, að hann sé alveg úr sögunni. Það ber t.d. oft við þegar margir eru í kaupstað, að sjá má fjölda karlmanna kyssast, að eg tali ekki um blessað kvenfólkið, sem margt virðist enn þá elska mjög kossana. ... Það er sérstaklega vegna sóttnæmishættu sem kossarnir ættu að leggjast niður, en svo eru einnig margir sem er fátt ver við í daglegri umgengni en að þeir séu kystir. Finst það bæði leiðinlegt og ógeðslegt – fyrir utan sóttnæmis- og sýkingarhættuna.“Og hana nú!
Lesa meira
02.05.2008
Flugsafn Ísland verður með leiðsögn um safnið á eyfirska safnadeginum á morgun. Auk þess verður listflug kl 14 og 16. Á MInjasafninu munu gestir og gangandi geta komið með gripi sem sérfræðingar safnsins munu greina. Komdu og athugaðu hvort þú átt gersemar í þínum fórum!
Lesa meira
08.05.2008
Franski dúettinn Triskyn verður með tónleika í Minjasafnskirkjunni á Akureyri laugardaginn 3. maí og fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30. Á tónleikunum munu þeir Jean-Marc Plessy og Sébastien Prats kynna glænýjan geisladisk sinn, Triskyn – the meeting of elements. Í tónlist þeirra félaga mæta ímynd einstaks landslags og náttúrulegra frumafla Íslands tónlist sem er flutt með söng og indverskri þverflautu úr bambus, afrískri fingrahörpu, vindlurk og gítar. Aðgangseyrir 1500 kr.
Lesa meira
28.04.2008
Öll söfnin verða opin frá 11-17. Eru gersemar í þínum fórum? Sérfræðingar Minjasafnins munu greina muni gesta frá kl 14-16:30. Í Laufási verður leiðsögn um Gamla bæinn og kynning verður á torfhleðslu fyrir gesti og gangandi frá kl 13:30-16. Boðið verður uppá kaffi/kakó og pönnsur. Í Nonnahúsi munu þær Svanhildur Arna Óskarsdóttir og Auður Pálsdóttir úr Síðuskóla lesa upp úr bókum um Nonna. Hér má sjá dagskrána á eyfirska safnadeginum.
Lesa meira
22.04.2008
Fjölskyldustemmning mun ríkja á sumardaginn fyrsta hjá okkur frá kl 14-16. Í Minjasafnskirkjunni kl 14 verður fluttur fróðleikur í tilefni dagsins og sumarið verður sungið inn með hárri raust kirkjugesta. Á flötinni neðan við safnið verður farið í útileiki. Lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta og veitingarnar verða reiddar fram í boði STOÐvina safnins. Vetrinum verður blásið hressilega burt með sápukúlublæstri með hjálp barna og fullorðna kl 16. Það er nóg um að vera og því upplagt fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri. Það eru Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins, St. Georgsgildið Kvistur og Akureyrarstofa sem standa að barnaskemmtuninni á Minjasafninu. Hér má sjá dagskrána.
Lesa meira
22.04.2008
Vertu gestur í heimabyggð og komdu í heimsókn í öll söfnin í Eyjafirði. Söfnin verða opin þennan laugardag frá 11-17 og eitthvað spennandi verður um að vera í í þeim öllum. Rútuferðir með leiðsögn verða í boði þátttakendum að kostnaðarlausu. Önnur rútan fer frá Akureyri til Siglufjarðar og tilbaka en hin fer fram í fjörð og út í Gamla bæinn Laufás og endar aftur á Akureyri. Að sjálfsögðu verður farið í söfnin og sýningar skoðaðar á leiðinni. Safnastrætó verður á Akureyri. Nánari dagskrá mun birtast á síðunni á allra næstu dögum. Fylgist með!!
Lesa meira
01.04.2008
Eftir viðburðarríkt afmælisár heldur rithöfundurinn og jesúítapresturinn Jón Sveinsson, Nonni, áfram að vekja verðskuldaða athygli. Fimmtudaginn 10. apríl verður á dagskrá Rásar 1 útvarpsþátturinn Íslands göfugasti sonur - Nonni og Þýskaland, eftir Arthur Björgvin Bollason. "Í þættinum er fjallað um tengsl Jóns Sveinssonar við Þýskaland, en hann samdi flestar bækur sínar á þýsku. Nokkrir samtímamenn segja frá kynnum sínum af honum og flutt gamalt viðtal við mann sem var fylgdarsveinn Nonna til Íslands á Alþingishátíðina 1930." Sjá ruv.is
Lesa meira