Jólaundirbúningur um helgina í Gamla bænum Laufási

Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.  Jólaundirbúningurinn hefst með samverustund fyrir börnin  kl 13:30 í Laufáskirkju undir stjórn sr. Gylfa Jónssonar. Laufáshópurinn ásamt öðrum velunnurum Gamla bæjarins munu sýna hefðbundin jólaverk, jólamarkaðurinn verður á sínum stað, kvæðamenn hefja upp raust sína og aldrei að vita nema Stekkjarstaur líti við.
Lesa meira

Opið á safninu um helgina

Á safninu verður hægt að njóta notalegrar stemningar innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina fram til 21. des. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.  Nú er tækifæri til að kíkja einnig í breytta og forvitnilega safnbúð þar sem finna má þjóðlega gjafavöru.
Lesa meira

Opið um helgina - jólastemning ríkir í húsinu

Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Ungir listhneigðir Akureyringar verða með gjörning kl 14 sem mun án efa skapa enn meiri stemningu þennan dag á safninu.
Lesa meira

Forvitnileg safnbúð - komdu og kíktu

Sérstök athygli er vakin á breyttri og forvitnilegri safnbúð þar sem finna má skemmtilegar þjóðlegar vörur sem tilvaldar eru í jólapakkann. Nefna má Aurum skartgripina eftir GuðbjörguKristínu Ingvarsdóttur, sjónlistaverðlaunahafa 2008, kökumót  og trefla (rósaleppaprjón) Héléne Magnússon, ljósmyndir í eigu Minjasafnins, jólasveina úr tré, vettlinga Kitschfríðar, kerti Höddu og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Safnið er opið um helgar frá 22. nóv – 21.des kl 14-16  
Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri - Ljós í myrkrinu

Jólastemning á Minjasafninu. Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.     
Lesa meira

Nonni á afmæli á sunnudaginn!!

Hverjum finnst ekki gaman að vera boðið í afmæli? Jafnvel þó afmælisbarnið sé fjarverandi! Sunnudaginn 16. nóvember verður boðið til afmælisveislu Jóns Sveinssonar, fyrrum íbúa í Aðalstræti 54, í Nonnahúsi. Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Húsið verður opið frá 13-16 en þar verður upplestur fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, flytur Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum safnstjóri Nonnahúss, ferðasögu og frásögn af tilurð og opnun sýningar um Nonna sem opnuð var í Japan í október síðastliðinn. Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn í Nonnahúsi og heitt á könnunni í Zontahúsinu. Verið hjartanlega velkomin. 
Lesa meira

Námskeið í tólgakertagerð í Gamla bænum Laufási

Námskeið í tólgarkertagerð verður haldið þann 8 nóvember frá kl 11- 14:30 í gamla bænum Laufási. Kennari er Guðrún H. Bjarnadóttir (Hadda).  Áhugasamnir eru beðnir að panta pláss hjá Höddu í síma 899-8770 fram á fimmtudagskvöld. Námskeiðsgjaldið er 5000 kr. Súpa og brauð stendur þátttakendum til boða í gamla Prestshúsinu gegn vægu gjaldi.
Lesa meira

Lesa meira

Haustverkin kalla í Gamla bænum Laufási

Laugardaginn 18. október kl 14- 16 verður hægt að fylgjast með hvernig kindahausar og lappir eru sviðin og það sem margir myndu kalla alvöru sláturgerð. Fyrir áhugasama verður hægt að smakka heimagerða kæfu, slátur, fjallagrasabrauð og fjallagrasamjólk. það er því tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási. Tóvinnufólk verður að störfum í baðstofunni og forvitnilegur markaður með handverki og ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður til sölu í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.
Lesa meira

Vetraropnun tekin við - opið á laugardögum

Minjasafnið á Akureyri er ekki lagst í vetrardvala. Safnið er opið á Laugardögum frá 14-16. Ákveðið hefur verið að framlengja sumarsýningu Minjasafnsins: Hvað er í matinn? Hún átti eingöngu að standa til 15. september en vegna fjölda áskoranna mun hún standa út árið og er því kærkomin viðbót við safnakennslu Minjasafnins.
Lesa meira