02.06.2009
Fjöldi fólk lagði leið sína á Minjasafnið á opnun sýningarinnar Allir krakkar, allir krakkar, sem opnaði á laugardaginn. Einar einstaki, töframaðurinn ungi, átti hug og hjörtu ungra sem eldri gesta safnsins við opnunina. Skemmtileg samtöl milli kynslóða áttu sér stað og höfðu menn gaman að því hversu margt hefur breyst í tímans rás hvað vinnu og leiki barna varðar. Við höfum opið alla daga í sumar frá 10-17.
Lesa meira
27.05.2009
Sólskinsdagar í lífi barna eru margir.Góðu stundirnar með uppáhalds leikfangið í herberginu, í tómstundastarfi eða í skólanum eru mörgum enn hugleiknar. Á sýningu Minjasafnins Allir krakkar, allir krakkar... líf og leikir barna, sem opnar laugardaginn 30. maí kl 14, gefst gestum safnins kostur á því að dusta rykið af gömlum minningum og deila með sér upplifun æskuáranna til afkomenda sinna. Ungur töframaður frá Akureyri, Einar einstaki, mun opna sýninguna á laugardaginn með nokkrum velvöldum töfrabrögðum. Á sýningunni geta börn á öllum aldri brugðið sér í gervi, leikið sér og sest á skólabekk á sama tíma og minningaflóðið rennur um hugann!
Lesa meira
25.05.2009
Við opnum með pompi og prakt sýningu okkar: Allir krakkar, allir krakkar, - líf og leikir barna- laugardaginn 30. maí kl 14. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
11.05.2009
Á sunnudaginn 17. maí verður kaffihlaðborð verður í gamla Prestshúsinu í Laufási. Er því ekki tilvalið að fara í góðan sunnudagsbíltúr, kíkja í heimsókn í Gamla bæinn og enda í kræsingum úr héraði í gamla Presthúsinu? verðið er 1400 kr en börn 6 ára og yngri greiða ekkert. Verið hjartanlega velkomin!!!
Lesa meira
11.05.2009
Gamli bærinn í Laufási opnar dyrnar upp á gátt föstudaginn 15. maí kl 9. Kaffihúsastemning mun ríkja í gamla Presthúsinu til kl 22 þennan fyrsta dag sumarsins þar sem ilmur nýbakaðs bakkelsis úr héraði mun fylla vitin og tertur, brauð og drykkir gæla við bragðlauka gesta. Í sumar gefst gestum einstakt tækifæri til þess að fylgjast með endurbótum og uppbyggingu baðstofunnar, einni af aðal byggingu bæjarins. Torfhleðslumaður er við störf sem og smiðir sem láta hið gamla mæta því nýja í því efni sem unnið er með. Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns Íslands , sem stendur fyrir endurbótum á honum. Opnunartími er alla daga frá 15. maí -15. september frá kl 9-18. .
Lesa meira
08.05.2009
Við erum að undirbúa sumarsýninguna Allir krakkar, allir krakkar, - líf og leikir barna - sem opnar 30. maí kl 14. Þangað til verður lokað hjá okkur hér á safninu. Hlökkum til að sjá ykkur þann 30. maí!
Lesa meira
05.05.2009
Laufáshópurinn stendur fyrir námskeiði í gamla íslenska krosssaumnum (fléttusaum) fimmtudaginn 7. maí milli kl 15 og 17 í Gamla bænum í Laufási. Sæunn Þorsteinsdóttir, textílhönnuður, kennir. Námskeiðsgjald er 6000 kr (efni innifalið). Lummukaffi verður í gömlu stofunum í lok námskeiðsins. Áhugasamir hafi samband við Sæunni í s. 846-1084 e. kl 14.
Lesa meira
05.05.2009
Eyfirski safnadagurinn var með besta móti í Gamla bænum Laufási síðastliðinn laugardag. Rúmlega 120 manns skoðuðu bæinn og góður hluti þeirra gerði góðan róm af þjóðlegum veitingum í Gamla prestshúsinu. Gestir Laufásbæjarins skemmtu sér við að fylgjast með ostagerð Annýjar í Sveinbjarnargerði og fengu að smakka ýmsar gerðir osta um leið og þeir fengu tilsögn um gerð þeirra. Jenný Karlsdóttir sagði frá gerð sauðskinnskótaus og rósaleppa. Aðsóknin var þreföld á við sama dag í fyrra og er það mjög ánægjuleg þróun. Starfsfólk Gamla bæjarins vill þakka gestum fyrir góðan dag og vonast til að sjá þá að ári!
Lesa meira
05.05.2009
Það er gaman frá því að segja að Eyfirski safnadagurinn gekk afar vel á Minjasafninu. Á safnið komu fleiri gestir þennan dag í ár en á því síðasta. Margir komu og hlustuðu og sáu hvernig Hörður Geirsson nýtir tæknina til að koma myndum af glerplötum í tölvutækt form og hvernig hægt er að vinna þær áfram með tölvuforriti. Ljúfir tónar harmonikkuleikara, sem komu í tilefni harmonikkudagsins, liðu um sýningarsali hússins um leið og gestir kynntust lífinu á Akureyri um 1900 og allt aftur til landnáms. Starfsfólk Minjasafnsins þakkar gestum þennan dag fyrir ánægulega heimsókn.
Lesa meira
27.04.2009
Á eyfirska safnadaginn 2. maí frá kl 11-17 munu öll söfn við Eyjafjörð (19 söfn og sýningar) opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Nóg verður um að vera þennan dag á söfnunm. Hér má sjá dagskrá Eyfirska safndagsins Á Minjasafninu mun Hörður Geirsson, safnvörður, sýna gestum safnsins hvernig nálgast má gamlar ljósmyndir með nýrri tækni. í Laufási milli kl 14 og 16 mun Laufáshópurinn sýna hvernig maður ber sig að við rósaleppagerð, skógerð og ostagerð. Í Nonnahúsi munu Zontakonur vera með leiðsögn um húsið. Komið og kíkið á okkur við tökum vel á móti ykkur!
Lesa meira