Sýning undirbúin - LOKAÐ á safninu til 30. maí!

Við erum að undirbúa sumarsýninguna Allir krakkar, allir krakkar, - líf og leikir barna - sem opnar 30. maí kl 14. Þangað til verður lokað hjá okkur hér á safninu. Hlökkum til að sjá ykkur þann 30. maí!
Lesa meira

Námskeið í fléttusaum í Gamla bænum Laufási

Laufáshópurinn stendur fyrir námskeiði í gamla íslenska krosssaumnum (fléttusaum) fimmtudaginn 7. maí milli kl 15 og 17 í Gamla bænum í Laufási. Sæunn Þorsteinsdóttir, textílhönnuður, kennir. Námskeiðsgjald er 6000 kr (efni innifalið). Lummukaffi verður í gömlu stofunum í lok námskeiðsins. Áhugasamir hafi samband við Sæunni í s. 846-1084 e. kl 14.
Lesa meira

Frábær aðsókn í Laufási á Eyfirska safnadaginn

 Eyfirski safnadagurinn var með besta móti í Gamla bænum Laufási síðastliðinn laugardag. Rúmlega 120 manns skoðuðu bæinn og góður hluti þeirra gerði góðan róm af þjóðlegum veitingum í Gamla prestshúsinu. Gestir Laufásbæjarins skemmtu sér við að fylgjast með ostagerð Annýjar í Sveinbjarnargerði og fengu að smakka ýmsar gerðir osta um leið og þeir fengu tilsögn um gerð þeirra. Jenný Karlsdóttir sagði frá gerð sauðskinnskótaus og rósaleppa. Aðsóknin var þreföld á við sama dag í fyrra og er  það mjög ánægjuleg þróun. Starfsfólk Gamla bæjarins vill þakka gestum fyrir góðan dag og vonast til að sjá þá að ári! 
Lesa meira

Góð aðsókn á Eyfirska safnadeginum!

Það er gaman frá því að segja að Eyfirski safnadagurinn gekk afar vel á Minjasafninu. Á safnið komu fleiri gestir þennan dag í ár en á því síðasta. Margir komu og hlustuðu og sáu hvernig Hörður Geirsson nýtir tæknina til að koma myndum af glerplötum í tölvutækt form og hvernig hægt er að vinna þær áfram með tölvuforriti. Ljúfir tónar harmonikkuleikara, sem komu í tilefni harmonikkudagsins,  liðu um sýningarsali hússins um leið og gestir kynntust lífinu á Akureyri um 1900 og allt aftur til landnáms. Starfsfólk Minjasafnsins þakkar gestum þennan dag fyrir ánægulega heimsókn.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn - laugardaginn 2. maí

Á eyfirska safnadaginn 2. maí frá kl 11-17 munu öll söfn við Eyjafjörð (19 söfn og sýningar) opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Nóg verður um að vera þennan dag á söfnunm.  Hér má sjá dagskrá Eyfirska safndagsins  Á Minjasafninu mun Hörður Geirsson, safnvörður, sýna gestum safnsins hvernig nálgast má gamlar ljósmyndir með nýrri tækni. í Laufási milli kl 14 og 16 mun Laufáshópurinn sýna hvernig maður ber sig að við rósaleppagerð, skógerð og ostagerð. Í Nonnahúsi munu Zontakonur vera með leiðsögn um húsið. Komið og kíkið á okkur við tökum vel á móti ykkur!
Lesa meira

Fjölsótt fjölskylduskemmtun á sumardaginn fyrsta

Aldrei hafa fleiri sótt þennan árlega viðburð sem skipar stóran sess í hjarta margra fjölskyldna en talið er að um 800 manns hafi sótt okkur heim þennan dag. Rúmlega 200 manns mynduðu hjarta til að þakka Rafeyrarmönnum fyrir hjartað í heiðinni.  Börn og fullorðnir skemmtu sér í m.a. pokahlaupi, reipitogi, búleikjum og gerð sjálfsmynda. Ófáar ferðir voru farnar með hestvagninum og bros skein af andliti hvers barns eftir stuttan túr á hestbaki. Fjölmörg börn nýttu sér kosningarétt sinn og kusu um nafn sumarsýningar safnsins sem fjallar um líf barna. Fyrstu tölur eru væntanlegar hér á síðunni í fyrramálið. Fylgist með!  Í byrjun næstu viku verða birtar ljósmyndir hér á vefnum.
Lesa meira

Komdu að leika - barnaskemmtun á sumardaginn fyrsta

Fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu á Akureyri frá kl 14-16. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt kl 14, Rafeyri fær þakkir fyrir hjarta þeirra í heiðinni frá bæjarbúum. Allir mynda eitt risastórt hjarta fyrir neðan Minjasafnið. 14:45 hefst svo Kjördagur barnanna, útileikir af ýmsu tagi verða á sínum stað, hestakerra býður börnum far og teymt verður undir börnum á hestbaki. Pensill verður mundaður af upprennandi listamönnum í sjálfsmyndagerð og lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta.  Mömmur og pabbar, ömmur og afar, langömmur og langafar, frænkur og frændur komið og gerið ykkur glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri.  Dagskrá sumardagsins fyrsta
Lesa meira

Jurtir til matar og lækninga - Námskeið í Laufási

Námskeið verður haldið í nýtingu íslenskra jurta til matar og lækninga 16. apríl kl 20 í Laufási. Á námskeiðinu er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd. Einnig hvenær best er að safna þeim og hvað hluta skal nýta, hvernig skal þurrka þá og geyma. Leiðbeinandi er Anna Dóra Hermannsdóttir, yogakennari, en hún fer reglulega í grasagöngur og safnar jurtum sér til heilsubótar. Skráning í síma  869-3665 eða laufas@akmus.is 
Lesa meira

Lokað um helgina (4.-5.apríl)

Safnið er lokað um helgina vegna breytinga en við verðum með opið á skírdag, laugardaginn 11. apríl og annan í páskum frá kl 14-16.
Lesa meira

Námskeið í skyrgerð í Laufási

Fimmtudaginn 2. apríl  kl 14 stendur Laufáshópurinn fyrir námskeiði í skyrgerð í Gamla bænum Laufási. Kennarar eru Marteinn og Hólmfríður. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 31. mars í síma 462-5156    
Lesa meira