Vor Akureyri í Minjasafnsgarðinum

Sunnudaginn 2. ágúst verða hádegistónleikar  kl 12-14 með ekta Akureyrartónlist frá 7. áratugnum. Rabbi Sveins, Gunni Tryggva og margir fleiri snillingar sem kunna þessi lög upp á tíu rifja upp skemmtilega tíma og hádegisverðurinn er að sjálfsögðu pylsa með rauðkáli og Valash. Þetta er ein af fjölmörgu viðburðum sem eiga sér stað á Einni með öllu núna um Verslunarmannahelgina.
Lesa meira

Minjasafnið sýnilegt á gangstéttum bæjarins!

Glöggir bæjarbúar og ferðalangar í miðbæ Akureyrar urðu þess varir að gul fótspor birtust hér og þar í blíðviðrinu í dag á gangstéttum bæjarins. Fótspor þessi eiga að vísa áhugasömu fólki leiðina inn í Innbæ, elsta hluta Akureyrar, þar sem Minjasafnið á Akureyri er staðsett. Þetta er tilraunaverkefni sem Minjasafnið stendur fyrir með góðfúslegu leyfi Akureyrarbæjar. Vonir standa til þess að fótspor barnabókarithöfundarins Nonna ,mætra kvenna og karla bætist í hópinn næsta sumar ef ekki fyrr til að vísa leiðina frá vegvísinum úr miðbænum inní söfn bæjarins.  Forvitnir ferðalangar munu vonandi með þessu móti verða enn meira varir við þá ríku safnaflóru sem er að finna ekki eingöngu í Innbænum heldur um allan bæ. 
Lesa meira

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni- Evening of songs in the Museum Church

Laugardagskvöldið 4. júlí kl 20:30 verða áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga í Minjasafnskirkjunni.Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Aðgangseyrir kr 1500Evening of songs: A brief history of Icelandic music past and present in the Akureyri Museum Church. Saturday 4th of July at 20:30. Admission ISK 1500  
Lesa meira

Markaðsstemning í Gamla bænum Laufási 3. ágúst

Hinn árlegi markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verður haldinn mánudaginn 3. ágúst frá 14:00 – 17:00. Á markaðnum mun að þessu sinni kenna ýmissa grasa þar má nefna handverk og listmuni ásamt margs konar matvöru úr héraðinu. Þjóðlegar veitingar, beint úr héraðinu, verða til sölu í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 15. september frá 9-18. 
Lesa meira

Sumarstarfsdagur í Gamla bænum Laufási

Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga sunnudaginn 5. júlí milli 13:30 og 17:00.Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda sjálfboðaliða.Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga. 
Lesa meira

Jónsmessuleikur í Kjarnaskógi - komdu í Álfheima!

Jónsmessuleikur í Kjarnaskógi er í kvöld. þriðjudaginn 23. júní, kl. 18.00-21.00. Framandi heimar vðera í skóginum þar má nefna: Pölse verden, Kraftheima, Sköpunarheimur, Dulheima,Jötunheima, Undirheima, Furðuheima, Miðheima, Glaðheima, Álfheima og Upplýsingaheima. Viltu kíkja í kistil dularfulla mannsins? Dularfullir munir - eru þeir úr Álfheimum? Sjáum við allt í kringum okkur? Hafið þið séð álfastein - álf - álfkonu??? Komdu og kíktu á okkur í jónsmessuleik í Kjarnaskógi. Jónsmessuleiknum lýkur með varðeldi kl 21.
Lesa meira

Kvennasöguganga um Innbæinn 19. júní kl 16:15

Í ár eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður boðið upp á Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna. Staldrað verður við heimili Vilhelmínu Lever, Ragnheiðar O. Björnsson, Önnu Þorbjargar, Elísabetar Geirmundsdóttur og fleiri kvenna í innbænum. Gangan endar í Minjasafnsgarðinum þar sem boðið verður uppá kaffi. Gangan er samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri, Jafnréttisstofu og Zontaklúbbsins á Akureyri.  
Lesa meira

Kaffihlaðborð í Laufási á Þjóðhátíðardaginn

Það er  tilvalið að bregða undir sig betri fætinum og kíkja í Gamla bæinn í Laufási á 17. júní því þá verður sannkallað þjóðhátíðarkaffihlaðborð í Gamla prestshúsinu. Fullorðnir borga 1400 kr, 6-12 ára 700kr  en þeir sem eru yngri en 6 ára borga ekki neitt. Hnallþórur og annað góðgæti sem úr héraði verður á boðstólnum. Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira

Nonnaslóð gengin í góðviðri

Hátt í 30 manns gekk um Nonnaslóð  í dag í góðviðrinu. Það var ekki amalegt að feta þann stíg sem Nonni sjálfur gekk um og setjast á steininn góða þar sem afdrifarík ákvörðun var tekin. Göngumenn nutu þess að heyra lesið úr Nonnabók á nokkrum stöðum og fá að kynnast þessum ástsæla barnabókarithöfundi og umhverfinu sem hann lék sér í á annan hátt en þeir höfðu gert áður.
Lesa meira

Fjölskylduganga um Nonnaslóð sunnudaginn 14. júní kl 14

Fjölskylduganga um slóðir Jóns Sveinssonar – Nonna verður farin sunnudaginn 15. júní kl 14. Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnstjóri Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna.  Farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan er létt og þægileg og því tilvaklin fyrir alla fjölskylduna. Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur rúma klukkustund
Lesa meira