29.09.2009
Minjasafnið á Akureyri leitar að safnkennara til afleysingar í 60% starf.Ráðningartími er til 30. ágúst 2010 en hugsanlega til frambúðar að loknum ráðningartíma.
Lesa meira
23.09.2009
Nú er sumarið á enda og vetraropnun tekin við á Minjasafninu. Hér er núna opið á laugardögum milli kl 14 og 16. Barnasýningin Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna stendur enn enda hafa viðtökur á henni verið mjög góðar. Minnum einnig á sýningar okkar Akureyri, bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Verið velkomin.
Lesa meira
09.09.2009
Dagurinn í dag er vinsæll til giftinga. Í Minjasafnskirkjunni eru tvær giftingar á þessum yndislega haustdegi. Við óskum brúðhjónunum til hamingju með daginn.
Lesa meira
02.09.2009
Evrópski menningarminjadagurinn er á sunnudaginn 6. september. Þema dagsins er torfhús. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási milli kl 14-16 þennan dag. Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, fjallar um íslenska torfbæinn, uppruna hans og þróun. Ingibjörg Siglaugsdóttir, fyrrverandi staðarhaldari og umsjónarmaður Gamla bæjarins í Laufási, leiðir þessu næst gesti um bæinn og reynir að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar: hvað gerir umsjónarmaður torbæjar? Þarf að halda torbæ við – eru þeir ekki sjálfbærir? Þegar þessum ásamt mörgum öðrum áhugaverðum spurningum er svarað mun sr. Bolli Pétur Bollason segja frá því hvernig var að alast upp við torfhúsið í Laufási.Fornleifavernd ríkisins hefur umsjón með evrópska menningarminjadeginum hér á landi og heildardagskrá dagsins má nálgast á vef þeirra: http://www.fornleifavernd.is/ Látum ekki okkar eftir liggja og sækjum heim sögulega staði sem hafa frá svo mörgu að segja þó í túnfætinum heima séu!
Lesa meira
31.08.2009
Enn á ný var aðsóknarmet slegið á draugalegum viðburði Minjasafnins. Þetta draugalega ágústkvöld í Innbænum var fjöldinn allur af fólki sem kom til að upplifa draugalega stemningu. Breytt fyrirkomulag viðburðarins heppnaðst vel og aðstandendur er kátir með árangurinn. Honum er þó ekki síst að þakka þeim fjölda mörgu sjálfboðliðum sem tóku þátt, Leikfélagi Hörgdæla, Leikfélagi Akureyrar og íbúum Innbæjarins að ónefndum okkar góðu gestum. Hafið öll þökk fyrir! Hátt í 1000 manns varð vart við drauga á Minjasafninu en þar var draugalegt um að listast þetta kvöld en talið er að hátt í 2000 manns hafi verið á göngu um draugaslóðina þrátt fyrir drungalegt veður sem þó var viðeigandi sviðsmynd að þessu sinni.
Lesa meira
27.08.2009
Minjasafnið verður opið eins og venjulega frá kl. 10-17 en opnar aftur kl 22:00 til kl 24:00 en þá verður draugalegt um að listast á sýningum safnsins. Draugaslóðin í Innbænum hefst kl 22.30 eftir setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum. Sögumenn verða við Nonnahús, Friðbjarnarhús og Gamla spítalann - gestir og gangandi mega eiga von á því að heyra skerandi óp og sjá verur af öðrum heimi þetta kvöld í Innbænum. Sögustundir verða í Samkomuhúsinu kl 22:30, 23:00 og 23:30. Góða skemmtun!
Lesa meira
27.08.2009
Kvöldtónar bjóða alla velkomna á tónleika Kammerkórs Norðurlands laugardagskvöldið 29. ágúst. Þá verða tvennir örtónleikar í Minjasafnskrikjunni þeir fyrri eru kl. 18.00-18.30 og þeir síðari kl 21:00 - 21.30 Efnisskráin samanstendur af perlun úr íslenskri kórtónlist. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
21.08.2009
Minjasafnið á Akureyri og Leikfélag Akureyrar standa fyrir þessum viðburði sem á sér áralanga sögu föstudagskvöld 28. ágúst frá kl 22:30 - 23:59. Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar. Í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús og Gamla spítalann munu 3 sögumenn segja draugasögur, í Samkomuhúsinu verða sögustundir með draugalegu ívafi að hætti leikhúsfólks. (Nánari tímasetning kemur eftir síðar). Draugaslóðin er að þessu sinni frábrugðin því sem áður hefur verið þar sem um er að ræða nokkurs konar stöðvar með draugalegu ívafi í stað göngu um Innbæinn með sögumanni. Fólk gengur því í ár á sínum hraða í gegnum Innbæinn þar sem uppvakningar munu fylgja þeim hvert fótmál.Á Minjasafninu verður draugalegt um að listast á þessu kyngimagnaða kvöldi en safnið verður opið frá kl 10.00 – 17:00 og aftur frá kl 22:00-24:00 gestum að kostnaðarlausu.Vert er að benda á að þetta kyngimagnaða kvöld getur skotið skelk í bringu ungra barna og viðkvæmra.
Lesa meira
18.08.2009
laugardagskvöldið 22. ágúst kl 20:30 gefst áhugasömum gestum á að koma í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga í Minjasafnskirkjunni. Flytendur eru þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir. Aðgangseyrir er 1500 kr.Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
18.08.2009
Hátt í 600 manns lögðu leið sína í Laufás í blíðskaparveðri þegar hinn árlegi markaðsdagur var þar nú í byrjun ágúst. Tæplega 20 söluaðilar, sem allir voru úr héraðinu á einn eða anna hátt, komu, kynntu og seldu áhugasömum gestum vöru sína. Silfurmunir skiptu um eigendur, bændur í héraðinu seldu kartöflur, prjónaðar og heklaðar flíkur af ýmsu tagi mátti sjá á söluborðum, te og snyrtivörur úr íslenskum jurtum og heimagert sultutau var vinsælt meðal gestanna. Veitingar runnu ljúflega niður inni í gamla Prestshúsinu í Laufási þar sem ljúfir tónar liðu um veitingasalinn. Starfsfólk Gamla bæjarins í Laufási þakkar gestum hjartanlega fyrir góðan dag.
Lesa meira