27.08.2009
Minjasafnið verður opið eins og venjulega frá kl. 10-17 en opnar aftur kl 22:00 til kl 24:00 en þá verður draugalegt um að listast á sýningum safnsins. Draugaslóðin í Innbænum hefst kl 22.30 eftir setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum. Sögumenn verða við Nonnahús, Friðbjarnarhús og Gamla spítalann - gestir og gangandi mega eiga von á því að heyra skerandi óp og sjá verur af öðrum heimi þetta kvöld í Innbænum. Sögustundir verða í Samkomuhúsinu kl 22:30, 23:00 og 23:30. Góða skemmtun!
Lesa meira
27.08.2009
Kvöldtónar bjóða alla velkomna á tónleika Kammerkórs Norðurlands laugardagskvöldið 29. ágúst. Þá verða tvennir örtónleikar í Minjasafnskrikjunni þeir fyrri eru kl. 18.00-18.30 og þeir síðari kl 21:00 - 21.30 Efnisskráin samanstendur af perlun úr íslenskri kórtónlist. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
21.08.2009
Minjasafnið á Akureyri og Leikfélag Akureyrar standa fyrir þessum viðburði sem á sér áralanga sögu föstudagskvöld 28. ágúst frá kl 22:30 - 23:59. Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar. Í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús og Gamla spítalann munu 3 sögumenn segja draugasögur, í Samkomuhúsinu verða sögustundir með draugalegu ívafi að hætti leikhúsfólks. (Nánari tímasetning kemur eftir síðar). Draugaslóðin er að þessu sinni frábrugðin því sem áður hefur verið þar sem um er að ræða nokkurs konar stöðvar með draugalegu ívafi í stað göngu um Innbæinn með sögumanni. Fólk gengur því í ár á sínum hraða í gegnum Innbæinn þar sem uppvakningar munu fylgja þeim hvert fótmál.Á Minjasafninu verður draugalegt um að listast á þessu kyngimagnaða kvöldi en safnið verður opið frá kl 10.00 – 17:00 og aftur frá kl 22:00-24:00 gestum að kostnaðarlausu.Vert er að benda á að þetta kyngimagnaða kvöld getur skotið skelk í bringu ungra barna og viðkvæmra.
Lesa meira
18.08.2009
laugardagskvöldið 22. ágúst kl 20:30 gefst áhugasömum gestum á að koma í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga í Minjasafnskirkjunni. Flytendur eru þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir. Aðgangseyrir er 1500 kr.Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
18.08.2009
Hátt í 600 manns lögðu leið sína í Laufás í blíðskaparveðri þegar hinn árlegi markaðsdagur var þar nú í byrjun ágúst. Tæplega 20 söluaðilar, sem allir voru úr héraðinu á einn eða anna hátt, komu, kynntu og seldu áhugasömum gestum vöru sína. Silfurmunir skiptu um eigendur, bændur í héraðinu seldu kartöflur, prjónaðar og heklaðar flíkur af ýmsu tagi mátti sjá á söluborðum, te og snyrtivörur úr íslenskum jurtum og heimagert sultutau var vinsælt meðal gestanna. Veitingar runnu ljúflega niður inni í gamla Prestshúsinu í Laufási þar sem ljúfir tónar liðu um veitingasalinn. Starfsfólk Gamla bæjarins í Laufási þakkar gestum hjartanlega fyrir góðan dag.
Lesa meira
28.07.2009
Sunnudaginn 2. ágúst verða hádegistónleikar kl 12-14 með ekta Akureyrartónlist frá 7. áratugnum. Rabbi Sveins, Gunni Tryggva og margir fleiri snillingar sem kunna þessi lög upp á tíu rifja upp skemmtilega tíma og hádegisverðurinn er að sjálfsögðu pylsa með rauðkáli og Valash. Þetta er ein af fjölmörgu viðburðum sem eiga sér stað á Einni með öllu núna um Verslunarmannahelgina.
Lesa meira
02.07.2009
Glöggir bæjarbúar og ferðalangar í miðbæ Akureyrar urðu þess varir að gul fótspor birtust hér og þar í blíðviðrinu í dag á gangstéttum bæjarins. Fótspor þessi eiga að vísa áhugasömu fólki leiðina inn í Innbæ, elsta hluta Akureyrar, þar sem Minjasafnið á Akureyri er staðsett. Þetta er tilraunaverkefni sem Minjasafnið stendur fyrir með góðfúslegu leyfi Akureyrarbæjar. Vonir standa til þess að fótspor barnabókarithöfundarins Nonna ,mætra kvenna og karla bætist í hópinn næsta sumar ef ekki fyrr til að vísa leiðina frá vegvísinum úr miðbænum inní söfn bæjarins. Forvitnir ferðalangar munu vonandi með þessu móti verða enn meira varir við þá ríku safnaflóru sem er að finna ekki eingöngu í Innbænum heldur um allan bæ.
Lesa meira
30.06.2009
Laugardagskvöldið 4. júlí kl 20:30 verða áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga í Minjasafnskirkjunni.Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Aðgangseyrir kr 1500Evening of songs: A brief history of Icelandic music past and present in the Akureyri Museum Church. Saturday 4th of July at 20:30. Admission ISK 1500
Lesa meira
30.06.2009
Hinn árlegi markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verður haldinn mánudaginn 3. ágúst frá 14:00 – 17:00. Á markaðnum mun að þessu sinni kenna ýmissa grasa þar má nefna handverk og listmuni ásamt margs konar matvöru úr héraðinu. Þjóðlegar veitingar, beint úr héraðinu, verða til sölu í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 15. september frá 9-18.
Lesa meira
29.06.2009
Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga sunnudaginn 5. júlí milli 13:30 og 17:00.Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum auk fjölda sjálfboðaliða.Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.
Lesa meira