15.02.2010
Takmarkað ljós, löng draugaleg göng og ýmis skúmaskot Gamla bæjarins í Laufási mynda tilheyrandi umgjörð fyrir þjóðlegar draugasögur og draugalegar rímur sunnudagskvöldið 14. febrúar kl 20:00. Vegna takmarkaðs pláss þarf að tilkynna um þátttöku í síma 463-3196 eða 895-3172. Aðgangseyrir kr 600. Lummukaffi verður til sölu inni í Gamla prestshúsinu á eftir dagskrá í Gamla bænum.
Lesa meira
13.02.2010
Það eru fáir dagar sem setja jafn mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri og öskudagur. Í tilefni þessa skemmtilega dags hefur verið sett upp örsýning á Minjasafninu á Akureyri. Hún er hluti af fjölskyldusýningu safnsins Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna. Á sýningunni gefur að líta heimagerða öskudagsbúninga sem ýmist hafa verið lánaðir á sýninguna eða eru úr fórum safnsins. Sýningin verður opin á laugardögum frá kl 14 - 16 fram til 6. mars.
Lesa meira
13.02.2010
Í tilefni af opnun sýningarinnar "Allir hlæja á öskudaginn" verða Stoðvinir Minjasafnsins í Zontasalnum laugardaginn, 13. febrúar milli 14 og 16, en þar ætla þeir að sýna gestum og gangandi hvernig öskupokar og bolluvendir voru gerðir.
Lesa meira
13.02.2010
Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar bjóða áhugasömum einstaklingum að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir öskudaginn laugardaginn 13. febrúar frá kl. 10 – 16 í Zontasalnum, Aðalstræti 54 A. Á staðnum verður fólk til hjálpar sem saumað hefur ófáa búninga í gegnum tíðina.Trésmíðaverkstæðið í Iðngörðunum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) verður opið frá kl 10-16 fyrir þá sem þurfa að smíða tilheyrandi fylgihluti í tilefni af öskudeginum. Þar verða smiðir öllum til aðstoðar.
Lesa meira
05.02.2010
Það er opið hjá okkur á laugardaginn kl 14 - 16. Örsýning sem sýnir öskudagsbúninga hefur verið skeytt inní sýninguna Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna sem var sumarsýningin okkar 2009. Verið hjartanlega velkomin. Spennandi hlutir gerast hjá okkur næstu helgi svo fylgist endilega með á heimasíðunni.
Lesa meira
05.02.2010
Sýningar Minjasafnsins hafa vakið athygli blaðamannanna hins vel þekkta ferðatímarits Lonely Planet. Í febrúarhefti tímaritsins er mælt með Akureyri sem áfangastað fyrir þá sem þegar hafa farið til stórborganna París, Róm og Madríd. En nánar má lesa um þetta í febrúarheftinu á bls 15.
Lesa meira
03.02.2010
Stoðvinir Minjasafnsins ætla að halda uppteknum hætti og hittast á laugardaginn kemur kl. 14-16 á kaffistofu Minjsasafnsins til að skoða myndir. Þekkja konur og karla sem á þeim eru, spjalla saman og fá sér kaffibolla. Ætlunin er að halda myndaskoðun áfram eitthvað fram eftir vetri. Skráið ykkur inn á facebook síðu Stoðvina: http://www.facebook.com/group.php?gid=227496299822&ref=nf til að fylgjast með hvað um er að vera.
Lesa meira
19.01.2010
Að venju er opið hjá okkur á laugardögum milli kl 14-16 yfir vetrartímann. Sýningartími fjölskyldusýningarinnar "Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna" hefur verið framlengdur en hún mun standa fram yfir páska!
Lesa meira
23.12.2009
Að venju verður messað í Minjasafnskirkjunni 26. desember. Messan er kl 17 og allir eru innilega velkomnir. Prestur er sr. Svavar Alferð Jónsson og organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Lesa meira