21.07.2010
Hefur þu séð eina fyrstu íslensku paparazzi myndina? Hefur þú séð mynd af fyrstu konunni sem kaus á Íslandi ? Viltu kynnast ljósmyndurnum Tryggva Gunnarssyni, Önnu Schöth, Vigfúsi Sigurgeirssyni og Tryggva Gunnarssyni ásamt fleirum ? Nú er tækifærið því sunnudaginn 25.júlí kl 14 mun Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, leiða gesti í gegnum sýninguna svara fyrirspurnum og segja sögur eins og honum einum er lagið.
Lesa meira
15.07.2010
Hátt í 500 manns heimsótti Gamla bæinn Laufás á íslenska safnadaginn síðastliðinn sunnudag. Það myndaðsti skemmtileg stemning bæði meðal "íbúa", sem klæddust fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld, og gesta á staðnum. Íbúarnir unnu flest þau störf sem vinna þurfti í slíku sveitasamfélagi og gestir fylgdust andaktugir með en inn á milli var slegið á létta strengi. Á túninu var stigin öflug og spennandi glíma bæði meðal barna og fullorðna. Takk fyrir komuna!
Lesa meira
12.07.2010
Það voru ánægðir safnmenn sem lokuðu söfnunum í gær því mikill fjöldi gesta sótti þau heim á íslenska safnadeginum. Það var mikið fjör á opnun leikfangasýningar Guðbjargar Ringsted í Friðbjarnahúsi og rúmlega 400 manns sóttu Minjasafnið heim, svipaða sögu er að segja úr Nonnahúsi.
Lesa meira
08.07.2010
Íslenski safnadagurinn er á sunnudaginn. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. Í tilefni dagsins er enginn aðganseyrir hér og í Nonnahúsi á sýningar okkar. Leikfangasýning opnar í Friðbjarnarhúsi þennan sama dag kl 14 og síðast en ekki síst er sumarstarfsdagur í Laufási frá kl 13:30 - kl 16:00 Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
07.07.2010
Sýning á leikföngum Guðbjargar Ringsted verður opnuð í Friðbjarnarhúsi á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 11. júlí, kl 14. Leikföngin eru frá síðustu öld og því enginn vafi á því að mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur og frændur geta séð ýmislegt sem þau kannast við frá því þau voru börn og geta rifjað upp góðar æskuminningar með börnum sínum, systkinum, foreldrum, frænkum og frændum. Það eru allir hjartanlega velkomnir á opnunina. Opið er í Friðbjarnarhúsi daglega kl 10-17 frá 12. júlí - 15. september
Lesa meira
07.07.2010
Upplifðu lífið eins og það var á 19. öld í burstabæ í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 11. júlí. Dagskráin hefst með fjölskyldustund í kirkjunni kl 13:30. þar. Að henni lokinni verður hægt að heimsækja fólkið sem ,,býr“ í bænum þennan dag og lifir og starfar eins og gert var áður fyrr. Laufáshópurinn nálgast fortíðina á aðeins annan hátt í Gamla bænum en áður hefur verðið gert þennan dag. Í tilefni íslenska safnadagsins eru gestir hvattir til að klæða sig uppá í íslenska búninginn og þeir gestir sem koma í honum fá frítt inn þennan dag. Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.
Lesa meira
29.06.2010
Tónlistarmennirnir Kristín Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti Akraneskirkju sem spilar á harmonium, koma fram á þessum tónleikum. Á efnisskránni eru m.a. lög úr Íslensku söngvasafni sem oft eru nefnd “Fjárlögin”, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónsson gáfu út 1915, auk annars efnis. Jón Gunnar Axelsson mun síðan lesa upp ljóð sem tilheyra lögunum sem leikin verða.Aðgangseyrir er kr: 1000
Lesa meira
25.06.2010
Á sunnudaginn kl 16 til 17 við Minjasafnskirkjuna munu skemmtilegir blásarasveitartónar berast frá 30 stúlkna blásarasveit, Randers Pigegarde. Stúlkurnar eru á aldrinum 12 - 25 ára frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Hljómsveitin kemur oft fram í Randers þar sem hún spilar og marserar en hún hefur einnig ferðast og haldið tónleika víða erlendis. Hljómsveitin mun koma fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur.
Lesa meira