24.08.2010
Skerandi skelfileg óp, drungaleg tónlist og verur af öðrum heimi er meðal annars það sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, næstkomandi föstudagskvöld 27. ágúst kl 22:30-23:59 í Draugaslóð Minjasafnsins á Akureyri. Draugasögur verða sagðar í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús, við Gamla spítalann og Laxdalshús. Síðast en ekki síst verður draugalegt um að litast á Minjasafninu sjálfu frá kl 22:00 – 24:00!
Lesa meira
13.08.2010
NIGHT OF SONGS - PAST AND PRESENT IN THE AKUREYRI MUSEUM CHURCH Saturday 14. Augus at 20:30. Admission 1000 kr.Á laugardaginn leiða Íris Ólöf og Hjörleifur Hjartarson áheyrendur í sögulega söngferð í Minjasafnskirkjunni. Söngvakan hefst kl. 20:30 Aðgangseyrir 1000 kr.
Lesa meira
29.07.2010
Það ætti enginn að láta markaðsdaginn í Gamla bænum Laufási framhjá sér fara. Haldinn verður útimarkaður frá 14-17 með handverki, listmunum og matvöru úr héraði.Í Gamla prestshúsinu verða þjóðlegar veitingar til sölu sem renna eflaust enn ljúflegar niður við tóna frá Snorra Guðvarðarsyni. Gamli bærinn og veitingasalan er opin daglega frá kl. 9-18.
Lesa meira
21.07.2010
Hefur þu séð eina fyrstu íslensku paparazzi myndina? Hefur þú séð mynd af fyrstu konunni sem kaus á Íslandi ? Viltu kynnast ljósmyndurnum Tryggva Gunnarssyni, Önnu Schöth, Vigfúsi Sigurgeirssyni og Tryggva Gunnarssyni ásamt fleirum ? Nú er tækifærið því sunnudaginn 25.júlí kl 14 mun Hörður Geirsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, leiða gesti í gegnum sýninguna svara fyrirspurnum og segja sögur eins og honum einum er lagið.
Lesa meira
15.07.2010
Hátt í 500 manns heimsótti Gamla bæinn Laufás á íslenska safnadaginn síðastliðinn sunnudag. Það myndaðsti skemmtileg stemning bæði meðal "íbúa", sem klæddust fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld, og gesta á staðnum. Íbúarnir unnu flest þau störf sem vinna þurfti í slíku sveitasamfélagi og gestir fylgdust andaktugir með en inn á milli var slegið á létta strengi. Á túninu var stigin öflug og spennandi glíma bæði meðal barna og fullorðna. Takk fyrir komuna!
Lesa meira
12.07.2010
Það voru ánægðir safnmenn sem lokuðu söfnunum í gær því mikill fjöldi gesta sótti þau heim á íslenska safnadeginum. Það var mikið fjör á opnun leikfangasýningar Guðbjargar Ringsted í Friðbjarnahúsi og rúmlega 400 manns sóttu Minjasafnið heim, svipaða sögu er að segja úr Nonnahúsi.
Lesa meira
08.07.2010
Íslenski safnadagurinn er á sunnudaginn. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. Í tilefni dagsins er enginn aðganseyrir hér og í Nonnahúsi á sýningar okkar. Leikfangasýning opnar í Friðbjarnarhúsi þennan sama dag kl 14 og síðast en ekki síst er sumarstarfsdagur í Laufási frá kl 13:30 - kl 16:00 Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
07.07.2010
Sýning á leikföngum Guðbjargar Ringsted verður opnuð í Friðbjarnarhúsi á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 11. júlí, kl 14. Leikföngin eru frá síðustu öld og því enginn vafi á því að mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur og frændur geta séð ýmislegt sem þau kannast við frá því þau voru börn og geta rifjað upp góðar æskuminningar með börnum sínum, systkinum, foreldrum, frænkum og frændum. Það eru allir hjartanlega velkomnir á opnunina. Opið er í Friðbjarnarhúsi daglega kl 10-17 frá 12. júlí - 15. september
Lesa meira