Hátt í 100 manns sóttu fjölskyldumorguninn okkar í HOFI

Fjölskyldumorguninn í Hofi síðastliðinn sunnudag var vel sóttur. Um 80 börn hlustuðu á frásögn starfsmanna Minjasafnsins af hrekkjóttum og þjófóttum jólasveinum sem mömmur, pabbar, ömmur og afar þekktu þegar þau voru ung. Takk fyrir komuna í Hof.
Lesa meira

Enginn aðgangseyrir á aðventunni

Safnið er opið alla daga til 23. desember. Kíkið endilega inn á forvitnilegar og fjölskylduvænar sýningar safnsins. Við minnum sérstaklega á örsýninguna "Hvað var í pakkanum!-" sem og safnbúðina þar sem margt spennandi má finna í jólagjöfina til ástvina innanlands sem utan! 
Lesa meira

Minjasafnið á fjölskyldumorgni í menningarhúsinu HOFI

Við viljum vekja athygli gesta okkar á fjölskyldumorgun í Hofi á sunnudaginn, 12. des kl 11:00. þá ætla þau Sirrý, safnkennari og þór að segja börnunum frá kenjum íslensku jólasveinanna sem oft voru meira en lítið þjófóttir! Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira

Jólaannir í Laufási sunnudaginn 5. des

Jólastemning mun ríkja sunnudaginn 5. desember kl 13:30 -16.00 í Gamla bænum Laufási. Þá verður hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Jólastund verður í Laufáskirkju kl 13:30 þar sem yngri barnakór Akureyrarkirkju kemur í heimsókn og syngur jólalög. Í Gamla bænum verður laufabrauðs-, kerta- og jólaskrautsgerð auk þess sem hægt verður að æfa sig í púkki.Jólalegur kvæðasöngur Gefjunnar ómar um alla sveit. Í Gamla prestshúsinu verður handverk úr héraði til sölu ásamt ilmandi smákökum, kakói og kaffi undir jólalegum harmonikkuleik Evu Margrétar Árnadóttur. .
Lesa meira

Jólin á Minjasafninu

Opið alla daga frá 13-16 fram til jóla.Komdu og skoðaðu sýningar og líttu við í búðinni.Taktu jólamyndina í gamla ljósmyndastúdíóinu.Kíktu á örsýninguna Hvað var í pakkanum.
Lesa meira

Nonni á AFMÆLI 16. nóvember - dagskrá í Ketilhúsi

Á degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, bjóða Nonnahús og Minjasafnið á Akureyri  í opið hús í Ketilhúsi fyrir stóra og smáa í tilefni af afmæli barnabókarithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar - Nonna. Frá kl 9:00-15:30 eru börnin sérstaklega boðin velkomin í Ketilhús og seinni part dags kl 16:30-18:00 verður afmælisdagskrá Nonna til heiðurs. þar munu þau Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, fjalla um ævintýri Nonna, uppvöxt hans og umhverfi.  Hlökkum til að sjá ykkur! 
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Kíktu í heimsókn

Á laugardaginn er safnið opið kl 14-16. Fyrir áhugasama þá stendur ljósmyndasýningin FJÁRSÓÐUR -tuttugu ljósmyndarar frá 1858-1965- ennþá yfir. Aðrar sýningar safnins eru: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Ekki er úr vegi að minna á safnbúðina en þar má finna margt stórt og smátt sem vel á heima í tækifæris- og jólapakka. Hlökkum til að sjá ykkur. 
Lesa meira

Dagskrá frestað vegna veðurs.

 Þar sem veðurútlit er vont á laugardag fellur dagskrá um Jóhann Bessason niður. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira