20.04.2011
það verður opið alla páskadagana frá kl 14-17. Laugardaginn 23. apríl kl 14 verður Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, með leiðsögn um ljósmyndasýninguna: ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Þetta eru síðustu sýningardagarnir. Við hvetjum því alla áhugasama um að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn.Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands og samanstendur af ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara frá árunum 1928-1958.
Lesa meira
15.04.2011
Á morgun, laugardaginn 16. apríl kl 14-16, er næst síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningunni Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Við minnum á að opið er alla páskadagana frá kl 14-17. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
14.04.2011
BARNASKEMMTUN Stoðvina safnsins hefur verið færð til 7. maí þar sem skírdag ber uppá sama dag og sumardaginn fyrsta. En örvæntið ekki því á EYFIRSKA SAFNADAGINN sem verður þann 7. maí er þemað SÖFN fyrir BÖRN og af því tilefni verða StoðVINIR safnsins með dagskrá fyrir börn á öllum aldri í samvinnu við starfsfólk safnsins. Hlökkum til að sjá ykkur þá!!
Lesa meira
13.04.2011
Brauð á Norðurlöndum/Bröd i Norden er samnorrænt verkefni á sviði samtímasöfnunnar sem fimm söfn á Íslandi taka þátt í og miðla nú niðurstöðum verkefnisins á vefsíðunni www.brauðbrunnur.wordpress.com Umfjöllunarefni safnanna á Íslandi eru margbreytileg og er með verkefninu ætlað að sýna fram á menningarlegan og samfélagslegan fjölbreytileika hér á landi þar sem er brauð í forgrunni. Fjallað er um laufabrauð, vestfirskar hveitikökur, brauðmeti innflytjenda, hverarúgbrauð og heimabakað brauð og er umfjöllunin bæði í máli og myndum en hvert safn útbjó stutt myndband um umfjöllunarefni sitt.
Lesa meira
13.04.2011
Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00 verður farandsýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna opnuð í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er afrasktur rannsóknarverkefnis átta íslenskra safna, en starfsmenn þeirra rannsökuðu leiki 10 ára barna víða um land veturinn 2009-2010. Í lok júlí verður sýningin tekin niður og send í hringferð um landið og verður hún sett upp ýmist í söfnum eða skólum. Sýningin verður sett upp hér á safninu vorið 2012. Samhliða sýningunni verður opnuð heimasíða, þar sem hægt verður að fræðast um verkefnið og fylgjast með ferðum sýningarinnar: www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta-jordina
Lesa meira
08.04.2011
Á morgun, laugardag, er opið á safninu kl 14-16. Við hvetjum fólk til að sjá ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðamaður. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafninu og stendur til 26. apríl. Ekki er úr vegi að minna á safnbúðina þar sem finna má þjóðlegan fróðleik, íslenska hönnun og þjóðlegt handverk sem tilvalið er til tækifærisgjafa.
Lesa meira
08.04.2011
Fræðsludagur safnaklasa Eyjafjarðar í samvinnu við safnaklasann í Þingeyjarsýslu var í gær fimmtudag. Fróðleg og forvitnileg erindi voru haldin auk þess sem safnafólk kíkti á ársgamla grunnsýningu Safnahússins, fór í heimsókn í Hvalasafnið og Reðasafnið á Húsavík. Þetta var góð ferð í alla staði. Með þessu er safnafólk á Norðausturlandi að efla tengslanet sitt og læra hvert að öðru.
Lesa meira
05.04.2011
Þýski sendiherrann á Íslandi, Hermann Sausen og kona hans, komu í heimsókn í Nonnahús í gær. Haraldur Þór, safnstjóri, leiddi þau um húsið og sagði frá Nonna. þau voru mjög áhugasöm um Nonna og ævi hans og þá sérstaklega tengingu hans við Þýskaland.
Lesa meira
01.04.2011
Það er opið á laugardaginn kl 14-16 - tilvalið að kíkja á sýningar safnins um helgina. Minnum sérstaklega á ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
21.04.2011
Opið verður á safninu í páskafríinu 21. - 25. apríl kl 14-17. Sérstök athygli er vakin á því að sökum þess að skírdag og sumardaginn fyrsta ber upp á sama dag, hefur fjölskylduhátíð STOÐvina Minjasafnins á sumardaginn fyrsta verið færð á Eyfirska safnadaginn 7. maí. Þá verður boðið upp á barnaleiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Laugardaginn 23. apríl kl 14 leiðir Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, gesti um sýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið. Síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar er annar í páskum.
Lesa meira