10.05.2011
Eyfirski safnadagurinn heppnaðist mjög vel síðastliðinn laugardag. Hátt í 400 gestir komu á Minjasafnið svo hér var mikið líf og fjör. Börn, stór og smá, beisluðu sköpunarkraft sinn með pensil í hendi og Hulduheimar litu dagsins ljós í garðinum. Hlátrasköll fjölskyldna ómuðu um garðinn þegar pabbi sippaði, mamma krítaði og börnin blésu sápukúlur eftir að hafa skoðað sýningar safnsins og gætt sér á lummum og kakói. Takk fyrir komuna. Við sjáumst að ári!
Lesa meira
05.05.2011
Margt er um að vera á Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi , Davíðshúsi og Gamla bænum Laufási Á EYFIRSKA SAFNADAGINN laugardaginn 7. maí kl 11-17. Hulduheimar, álfar og huldufólk líta dagsins ljós á striga í Minjasafnsgarðinum eftir að börn á öllum aldri hafa tekið pensilinn og leyft ímyndunaraflinu að taka alla stjórn í myndsköpuninni. Viltu sippa, fara í boltaleik, kríta og húlla? Viltu kíkja í Gullkistu Minjasafnins og sjá hvað þar leynist? Nú er tækifærið til að koma og leika!! STOÐvinir safnsins bjóða gestum og gangandi uppá lummur og kakó.
Lesa meira
03.05.2011
Hvorki færri né fleiri en 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 7. maí frá kl 11-17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í fimmta sinn. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum. Söngvar, sýningar, leikir, listasmiðja, leikföng, dúkkur, dúkkulísur, flugvélar, fuglar, þorskhausar, hákarl, ratleikir, gamaldags bú er meðal þess sem gestir safnanna stórir og smáir heyra, upplifa, taka þátt og njóta á EYFIRSKA SAFNADAGINN.
Lesa meira
27.04.2011
Safnið verður lokað laugardaginn 30. apríl en verður að sjálfsögðu opið laugardaginn 7. maí á EYFIRSKA SAFNADAGINN. Þar sem undirbúningur sumarsýningar tekur síðan við í skammtímarýminu verður safnið lokað þar til 1. júní þegar sumarsýningin ÁLFAR OG HULDUFÓLK OPNAR!
Lesa meira
20.04.2011
það verður opið alla páskadagana frá kl 14-17. Laugardaginn 23. apríl kl 14 verður Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar, með leiðsögn um ljósmyndasýninguna: ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Þetta eru síðustu sýningardagarnir. Við hvetjum því alla áhugasama um að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn.Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands og samanstendur af ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljósmyndara frá árunum 1928-1958.
Lesa meira
15.04.2011
Á morgun, laugardaginn 16. apríl kl 14-16, er næst síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningunni Þjóðin, landið og lýðveldið - Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Við minnum á að opið er alla páskadagana frá kl 14-17. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
14.04.2011
BARNASKEMMTUN Stoðvina safnsins hefur verið færð til 7. maí þar sem skírdag ber uppá sama dag og sumardaginn fyrsta. En örvæntið ekki því á EYFIRSKA SAFNADAGINN sem verður þann 7. maí er þemað SÖFN fyrir BÖRN og af því tilefni verða StoðVINIR safnsins með dagskrá fyrir börn á öllum aldri í samvinnu við starfsfólk safnsins. Hlökkum til að sjá ykkur þá!!
Lesa meira
13.04.2011
Brauð á Norðurlöndum/Bröd i Norden er samnorrænt verkefni á sviði samtímasöfnunnar sem fimm söfn á Íslandi taka þátt í og miðla nú niðurstöðum verkefnisins á vefsíðunni www.brauðbrunnur.wordpress.com Umfjöllunarefni safnanna á Íslandi eru margbreytileg og er með verkefninu ætlað að sýna fram á menningarlegan og samfélagslegan fjölbreytileika hér á landi þar sem er brauð í forgrunni. Fjallað er um laufabrauð, vestfirskar hveitikökur, brauðmeti innflytjenda, hverarúgbrauð og heimabakað brauð og er umfjöllunin bæði í máli og myndum en hvert safn útbjó stutt myndband um umfjöllunarefni sitt.
Lesa meira
13.04.2011
Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00 verður farandsýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna opnuð í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er afrasktur rannsóknarverkefnis átta íslenskra safna, en starfsmenn þeirra rannsökuðu leiki 10 ára barna víða um land veturinn 2009-2010. Í lok júlí verður sýningin tekin niður og send í hringferð um landið og verður hún sett upp ýmist í söfnum eða skólum. Sýningin verður sett upp hér á safninu vorið 2012. Samhliða sýningunni verður opnuð heimasíða, þar sem hægt verður að fræðast um verkefnið og fylgjast með ferðum sýningarinnar: www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta-jordina
Lesa meira