16.06.2011
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar stendur fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra sunnudaginn 19. júní kl. 13. Tilefnið er að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því Kristín Eggertsdóttir tók fyrst kvenna sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Vilhelmínulundur er kenndur við Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna á Íslandi tók þátt í kosningum til sveitarstjórnar og það 19 árum áður en konur fengu takmarkaðan kosningarétt. Fylgið þessari slóð til að fræðast meira. http://www.skjaladagur.is/2005/603_03.html Sunnudaginn 19. júní verður einnig farin kvennasöguganga í samstarfi Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri, Zontaklúbbanna á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
07.06.2011
Gönguferð um huldufólksslóð, sem fyrirhuguð var fimmtudagskvöldið 9. júní n.k., er frestað vegna kuldakasts sem spáð hefur verið á fimmtudaginn. Þess í stað verður gengið um huldufólksslóðir fimmtudagskvöldið 21. júlí kl 20. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
07.06.2011
Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu kaupstaðarins? Svörin við þessum spurningum fást þegar gengið verður um minjasvæði þessa forna kaupstaðar á laugardaginn 11. júní kl 14.Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Þátttökugjald er kr 500 sem greiðist á staðnum (enginn posi).Ekki er úr vegi að minna á MIÐALDADAGA á Gásum 16. – 19. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum er sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðars ses http://www.gasir.is/
Lesa meira
31.05.2011
Fyrir áhugasama sem misstu af umfjöllun um listakonuna Ingibjörgu H. Ágústsdóttur, sem vann útskurðarverk í tenglsum við sumarsýningu Minjasafnsins ÁLFAR OG HULDUFÓLK, í sjónvarpsþættinum Landanum á sunnudaginn má sjá þáttinn hér ef þið smellið á hlekkinn: VIÐTAL VIÐ INGIBJÖRGU Í LANDANDUM.
Lesa meira
30.05.2011
Hvaðan kemur huldufólkið? Er huldufólkskaupstaður í Halllandsbjörgum á móts við Akureyri? Hvernig voru/eru samskipti álfa og huldufólks við menn? Vissir þú að minnstu munaði að Bólu-Hjálmar endaði hjá óhamingjusamri álfkonu í hulduheimum? Dulúð hefur ávallt fylgt samskiptum manna og álfa í gegnum tíðina það er því ekki að ástæðulausu að dulúðlegur blámi umlykur sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri ÁLFAR OG HULDUFÓLK sem opnar miðvikudaginn 1. júní kl 17.
Lesa meira
27.05.2011
Komið - skoðið. Sýning sem opnuð verður í Hofi sunnudaginn 29. maí kl 14 er afrakstur öflugs samstarfs safnanna í Eyjafirði. Átján söfn taka þátt. Markmiðið er að vekja athygli þeirra fjöldamörgu gesta sem koma í menningarhúsið Hof á Akureyri á fjölbreytni safnanna. Söfnin eru forvitnileg, fróðleg og síðast en ekki síst tilvalinn afþreyingarmöguleiki fyrir alla, stóra sem smáa. Sýningin stendur í sumar.
Lesa meira
18.05.2011
Minjasafnið og Amtsbókasafnið standa fyrir námskeiði fyrir börn sem eru að klára 3. og 4. bekk. Markmið námskeiðsins er annars vegar að börnin lesi sér til ánægju í allt sumar og hins vegar að efla færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir. Farið verður í heimsókn í söfn og skoðunarferðir um nánasta umhverfi. Skráningarfrestur er til 1. júní 2011 en eftir það lokast fyrir skráningarformið á netinu - sjá hér til vinstri. Smellið á myndina!
Lesa meira
12.05.2011
það er lokað næstu laugardaga hér á safninu vegna vinnu við sumarsýningu safnsins ÁLFAR OG HULDUFÓLK sem opnar 1. júní kl 17.Hlökkum til að sjá þig þar!
Lesa meira
10.05.2011
Það voru 40 sem tóku þátt í ratleiknum. Eftirtaldir aðilar voru dregnir úr pottinum: Natalía vann Gásagátuna - spennusaga fyrir börn sem gerist í miðaldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Embla Björk Jónsdóttir vann Nonnabók - Silungsveiðin. Björn Þór Guðmundsson vann þjóðlega máltíð(plokkfisksmáltíð) fyrir 4 á veitingastaðnum Laxdalshúsi sem einnig er elsta hús Akureyrar og er í Innbænum. Vinninganna er hægt að vitja á skrifstofutíma kl 8-16 virka daga á safninu. Til hamingju!!
Lesa meira