Opnum nýja sýningu 1. júní kl 17 !!

Lesa meira

Söfnin í Eyjafirði í Menningarhúsinu HOFI

Komið - skoðið. Sýning sem opnuð verður í Hofi sunnudaginn 29. maí kl 14 er afrakstur öflugs samstarfs safnanna í Eyjafirði. Átján söfn taka þátt. Markmiðið er að vekja athygli þeirra fjöldamörgu gesta sem koma í menningarhúsið Hof á Akureyri á  fjölbreytni safnanna. Söfnin eru forvitnileg, fróðleg og síðast en ekki síst tilvalinn afþreyingarmöguleiki fyrir alla, stóra sem smáa. Sýningin stendur í sumar.  
Lesa meira

Sumarnámskeið fyrir börn. Sumarlestur - Akureyri - bærinn minn

Minjasafnið og Amtsbókasafnið standa fyrir námskeiði fyrir börn sem eru að klára 3. og 4. bekk.  Markmið námskeiðsins er annars vegar að börnin lesi sér til ánægju í allt sumar og hins vegar að efla  færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir. Farið verður í heimsókn í söfn og skoðunarferðir um nánasta umhverfi. Skráningarfrestur er til 1. júní 2011 en eftir það lokast fyrir skráningarformið á netinu - sjá hér til vinstri. Smellið á myndina!
Lesa meira

LOKAÐ vegna vinnu við SUMARSÝNINGUNA

það er lokað næstu laugardaga hér á safninu vegna vinnu við sumarsýningu safnsins ÁLFAR OG HULDUFÓLK sem opnar 1. júní kl 17.Hlökkum til að sjá þig þar!
Lesa meira

Vinningshafar í RATLEIK á EYFIRSKA SAFNADAGINN

Það voru 40 sem tóku þátt í ratleiknum. Eftirtaldir aðilar voru dregnir úr pottinum: Natalía vann Gásagátuna - spennusaga fyrir börn sem gerist í miðaldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Embla Björk Jónsdóttir vann Nonnabók - Silungsveiðin. Björn Þór Guðmundsson vann þjóðlega máltíð(plokkfisksmáltíð) fyrir 4 á veitingastaðnum Laxdalshúsi sem einnig er elsta hús Akureyrar og er í Innbænum. Vinninganna er hægt að vitja á skrifstofutíma kl 8-16 virka daga á safninu. Til hamingju!!  
Lesa meira

Vel heppnaður safnadagur!

Eyfirski safnadagurinn heppnaðist mjög vel síðastliðinn laugardag. Hátt í 400 gestir komu á Minjasafnið svo hér var mikið líf og fjör. Börn, stór og smá, beisluðu sköpunarkraft sinn með pensil í hendi og Hulduheimar litu dagsins ljós í garðinum. Hlátrasköll fjölskyldna ómuðu um garðinn þegar pabbi sippaði, mamma krítaði og börnin blésu sápukúlur eftir að hafa skoðað sýningar safnsins og gætt sér á lummum og kakói. Takk fyrir komuna. Við sjáumst að ári!
Lesa meira

Komdu að leika á EYFIRSKA SAFNADAGINN!

Margt er um að vera á Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi , Davíðshúsi og Gamla bænum Laufási Á EYFIRSKA SAFNADAGINN  laugardaginn 7. maí kl 11-17. Hulduheimar, álfar og huldufólk líta dagsins ljós á striga í Minjasafnsgarðinum eftir að börn á öllum aldri hafa tekið pensilinn og leyft ímyndunaraflinu að taka alla stjórn í myndsköpuninni. Viltu sippa, fara í boltaleik, kríta og húlla? Viltu kíkja í Gullkistu Minjasafnins og sjá hvað þar leynist? Nú er tækifærið til að koma og leika!! STOÐvinir safnsins bjóða gestum og gangandi uppá lummur og kakó. 
Lesa meira

EYFIRSKI SAFNADAGURINN - söfn fyrir BÖRN

Hvorki færri né fleiri en 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 7. maí frá kl 11-17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í fimmta sinn. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum. Söngvar, sýningar, leikir, listasmiðja, leikföng, dúkkur, dúkkulísur, flugvélar, fuglar, þorskhausar, hákarl, ratleikir, gamaldags bú er meðal þess sem gestir safnanna stórir og smáir heyra, upplifa, taka þátt og njóta á EYFIRSKA SAFNADAGINN.
Lesa meira

Safnið LOKAÐ laugardaginn 30. apríl

Safnið verður lokað laugardaginn 30. apríl en verður að sjálfsögðu opið laugardaginn 7. maí á EYFIRSKA SAFNADAGINN. Þar sem undirbúningur sumarsýningar tekur síðan við í skammtímarýminu verður safnið lokað þar til 1. júní þegar sumarsýningin ÁLFAR OG HULDUFÓLK OPNAR!
Lesa meira

GLEÐILEGT SUMAR !

Lesa meira