02.02.2012
Á Minjasafninu stendur yfir sýningin "Ljósmyndari Mývetninga – mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar". Á sýningunni má sjá fjölda ljósmynda Bárðar, en þær gefa skemmtilega innsýn í líf Mývetninga við upphaf 20. aldar. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Minjasafnsins á Akureyri.Sýningin stendur til 10. mars. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-16. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
21.01.2012
Laugardaginn 21. janúar er fæðindadagur Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Af því tilefni verður opið í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6, frá 13-16.Pétur Halldórsson, útvarpsmaður spjallar við gesti um kynni sín af skáldinu í gegnum þáttagerð og fyrirhugaða hljóðleiðsögn. Þeir sem eiga sögu að segja af kynnum sínum af skáldinu eru hvattir til að koma í heimsókn og deila sögu sinni með okkur.Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
06.01.2012
Safnið verður lokað til 4. febrúar vegna viðhalds og uppsetningar á sýningu á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar.Ljósmyndir Bárðar veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Minjasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
23.12.2011
Smelltu á myndina til að skoða jóladagatal Brauðbrunnsins.
Lesa meira
03.12.2011
Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að skoða tröll! Það er hins vegar hægt á sýningunni Dátt mun dansinn duna - Þrettándagleði Þórs í 96 ár. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir og tröll sem stigið hafa dansinn undanfarna áratugi. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að skoða tröllin er tilvalið að taka sér tíma frá amstri jólaundirbúningsins og skoða sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn.Ef verslunarþörfin verður yfirþyrmandi er hægt að bregða sér í safnbúðina og versla jólagjafirnar.Hér eru nokkrar myndir úr sýningunni.
Lesa meira
30.11.2011
Það er hangikjötsilmur í loftinu, einhverjir skringilegir karlar eru á ferli í bæjargöngunum og fólk við jólaundirbúning um allan bæinn. Hvað er á seiði? Jólaandi liðins tíma verður á sveimi í Gamla bænum í Laufási sunnudaginn 4. desember kl. 13:30-16.
Lesa meira
19.11.2011
Laugardaginn 19. nóvember fagnar handverksfélagið Handraðinn 10 ára afmæli sínu á Minjasafninu á Akureyri með sýningu og kynningu á starfi félagsmanna allt frá miðalda fatnaði, skóm og áhöldum til 19. aldar búninga og smíðisgripa.Það verður því líf og fjör á Minjasafninu á Akureyri milli 14-16 laugardaginn 19. nóvember og enginn ætti að láta hið margrómaða starf félaga Handraðans framhjá sér fara og kynna sér handverk og verkkunnáttu fyrri kynslóða. - Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
15.11.2011
Nonnahús og Háskólinn á Akureyri standa að veglegri dagskrá um Jón Sveinsson, Nonna á degi íslenskrar tungu 16. nóvember frá 16-16:45 í fundarsal M102.Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands flytur opnunarávarp.Brynhildur Pétursdóttir, fv. safnvörður Nonnahúss : Nonni um víða veröld – Ný bók um ævi Jóns Sveinssonar og sýningar í Þýskalandi og Japan.Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, Stórborgarævintýri æskumanns.
Lesa meira