20.08.2012
Það var ákaflega notaleg stemning á danska deginum sem haldinn var í gær í Innbænum. Fjöldi manns lagði leið sína á þennan skemmtilega viðburð sem haldinn var í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Hér unnu hönd í hönd íbúar í Innbænum, söfnin og Akureyrarbær ásamt fjölda mörgum styrktaraðilum. Á Minjasafnið og í Nonnhús komu hátt í 500 gestir sem naut þess að ganga um sýningarnar, spjalla og njóta stemningarinnar í garðinum. Fjöldamargir skelltu andlitum sínum í stækkaða ljósmynd svo það leit út að þeir væru þátttakendur í garðveislu sem haldinn var einmitt hér í Innbænum um 1900. Starfsfólk Minjasafnsins og Nonnahúss þakkar ykkur kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
20.08.2012
Afmælisgangan fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20er um Oddeyrina.
Lesa meira
15.08.2012
DANSKI DAGURINN í Innbænum er á sunnudaginn 19. ágúst kl 13-17. Innbæingar bjóða í kaffi, danskt bakkelsi & bolsíur undir berum himni og danskir tónar líða um loftið. Til þess að taka þetta alla leið, því hér var jú töluð danska á sunnudögum, verður áhugasömum gestum boðið uppá örnámskeið í dönsku við Zontahúsið. Frítt verður inn á safnið í tilefni dagsins. Eftir að hafa skoðað sýningar safnins er tilvalið fyrir gesti okkar að taka mynd af sér og sínum í skemmtilegri stemningsmynd útí garðinum um leið og það opnar nestiskörfuna sína eða gæðir sér á kaffi og með því við Zontahúsið. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Kíktu í heimsókn við hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
10.08.2012
Afmælisganga um skátaslóðirfimmtudaginn 16. ágúst kl. 20.
Lesa meira
07.08.2012
Afmælisganga um Glerárgil og nágrennifimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.
Lesa meira
27.07.2012
Afmælisganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20.
Lesa meira
24.07.2012
Afmælisganga tengd spítalasögu Akureyrarfimmtudaginn 26. júlí kl. 20.
Lesa meira
17.07.2012
Afmælisganga um minjasvæðið á Gásumfimmutdaginn 19. júlí kl. 20.
Lesa meira
10.07.2012
Afmælisganga um Innbæinn fimmtudaginn 12. júlí kl. 20
Lesa meira
05.07.2012
Það verður margt um að vera á Íslenska safnadaginn 8. júlí n.k.
Lesa meira