22.11.2012
Bókaútgáfan Opna hefur gefið út bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guðmundsson. Jón Sveinsson lifði og hrærðist i bókum sínum, Nonnabókunum. En honum fannst hann jafnframt þurfa að fylgja sögum sínum eftir með því að ferðast um heiminn, hitta fólk og komast í lifandi samband við það. Þannig fékk einnig eirðarleysi hans „postullegan“ tilgang. Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim. Þannig kemst Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur að orði undir lok bókar sinnar um Jón Sveinsson sem árið 1870 yfirgaf föðurland og heimili og sneri einungis til baka sem gestur. Ævi þessa manns var einstök – andstæðurnar í lífi hans með ólíkindum. Bókin verður frá og með mánudeginum 26. nóvember til sölu í safnbúð Minjasafnsins á Akureyri ! Bókin er 526 bls. og búin mörgum ljósmyndum
Lesa meira
21.11.2012
Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf?Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina 24. og 25. nóvember kl 14-16 fram hjá þér fara! Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna MANSTU – Akureyri í myndum sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara.
Lesa meira
16.11.2012
í dag er afmælisdagur barnabókahöfundarins og að margra mati fyrstasendiherra Íslands á erlendri grundu Jóns Sveinssonar sem betur er þekktur sem Nonni. Í tilefni dagsins tekur Nonnahús þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum Barnabókaseturs Íslands í dag og á morgun þar sem lestur barnabóka kemur mjög við sögu. Málþingið fjallar um - YNDISLESTUR og aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Á morgun, laugardag kl 13-16, gefst fjölskyldum kostur á því að koma í Hof hlusta á barnabókahöfunda lesa uppúr nýútgefnum bókum sínum í skemmtilegri kaffihúsastemningu. Eymundsson mun vera með n.k. bókamessu þar sem nýjustu íslensku barnabækurnar verða kynntar. Gaman er svo að segja frá því að á allra næstu dögum verður gefin út ævisaga Nonna en rithöfundur hennar er Gunnar Gunnarsson.
Lesa meira
15.11.2012
Af því tilefni verður sagt frá Nonna í útvarpi biskupsdæmisins í Köln. Frásögnina má heyra í fyrramálið kl 8:15 á staðartíma í gegnum heimasíðu útvarpsins : www.domradio.de
Lesa meira
12.11.2012
jólaundirbúningur verður í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 2. desember. Aðventustund verður í kirkjunni kl 13:30. Henni stýrir sr. Bolli Bollason. Frá kl 14 geta áhugasamir gestir gengið um bæinn og upplifað undirbúning jólanna á sveitaheimili í byrjun 19. aldar. Steypt verða kerti og falleg mynstur verða skorin út í laufabrauð og það síðan steikt. Eins og endranær verður boðið uppá góðgæti fyrir munn og maga. Stóra spurningin er þó hvort jólasveinarnir muni kíkja í bæinn. Ætli þeir fáist fyrr til byggða?
Lesa meira
09.11.2012
Safnið er opið á fimmtudögum - sunnudaga frá kl 14-16. Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýninguna MANSTU - Akureyri í myndum. Þetta er næstsíðasta sýningarhelgi. Minnum einnig á aðrar sýningar safnsins: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Hlökkum til að sjá þig.
Lesa meira
06.11.2012
Hekla Dís 12 ára er einn af þremur heppnum vinningshöfum í leiknum Falinn hlutur sem var hluti af dagskrá á safninu fyrsta vetrardag. Hún sótti vinninginn sinn í gær og var kampakát. Við efumst ekki um að hún og fjölskylda hennar eigi eftir að eiga skemmtilegar stundir stútfullar af sögulegum fróðleik þegar keyrt veður næst um Norðurland eystra. Til hamingju Hekla Dís
Lesa meira
02.11.2012
Minjasafnið verður lokað vegna veðurs um helgina. Viðburðurinn MIÐALDALEGT MINJASAFN fellur því niður.
Lesa meira