16.11.2012
í dag er afmælisdagur barnabókahöfundarins og að margra mati fyrstasendiherra Íslands á erlendri grundu Jóns Sveinssonar sem betur er þekktur sem Nonni. Í tilefni dagsins tekur Nonnahús þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum Barnabókaseturs Íslands í dag og á morgun þar sem lestur barnabóka kemur mjög við sögu. Málþingið fjallar um - YNDISLESTUR og aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Á morgun, laugardag kl 13-16, gefst fjölskyldum kostur á því að koma í Hof hlusta á barnabókahöfunda lesa uppúr nýútgefnum bókum sínum í skemmtilegri kaffihúsastemningu. Eymundsson mun vera með n.k. bókamessu þar sem nýjustu íslensku barnabækurnar verða kynntar. Gaman er svo að segja frá því að á allra næstu dögum verður gefin út ævisaga Nonna en rithöfundur hennar er Gunnar Gunnarsson.
Lesa meira
15.11.2012
Af því tilefni verður sagt frá Nonna í útvarpi biskupsdæmisins í Köln. Frásögnina má heyra í fyrramálið kl 8:15 á staðartíma í gegnum heimasíðu útvarpsins : www.domradio.de
Lesa meira
12.11.2012
jólaundirbúningur verður í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 2. desember. Aðventustund verður í kirkjunni kl 13:30. Henni stýrir sr. Bolli Bollason. Frá kl 14 geta áhugasamir gestir gengið um bæinn og upplifað undirbúning jólanna á sveitaheimili í byrjun 19. aldar. Steypt verða kerti og falleg mynstur verða skorin út í laufabrauð og það síðan steikt. Eins og endranær verður boðið uppá góðgæti fyrir munn og maga. Stóra spurningin er þó hvort jólasveinarnir muni kíkja í bæinn. Ætli þeir fáist fyrr til byggða?
Lesa meira
09.11.2012
Safnið er opið á fimmtudögum - sunnudaga frá kl 14-16. Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýninguna MANSTU - Akureyri í myndum. Þetta er næstsíðasta sýningarhelgi. Minnum einnig á aðrar sýningar safnsins: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Hlökkum til að sjá þig.
Lesa meira
06.11.2012
Hekla Dís 12 ára er einn af þremur heppnum vinningshöfum í leiknum Falinn hlutur sem var hluti af dagskrá á safninu fyrsta vetrardag. Hún sótti vinninginn sinn í gær og var kampakát. Við efumst ekki um að hún og fjölskylda hennar eigi eftir að eiga skemmtilegar stundir stútfullar af sögulegum fróðleik þegar keyrt veður næst um Norðurland eystra. Til hamingju Hekla Dís
Lesa meira
02.11.2012
Minjasafnið verður lokað vegna veðurs um helgina. Viðburðurinn MIÐALDALEGT MINJASAFN fellur því niður.
Lesa meira
01.11.2012
það voru um 200 manns sem fögnuðu komu vetrarins síðasta laugardag, fyrsta vetrardag. Fjölmargir tóku þátt í ratleiknum og leituðu að þórslíkneskinu um allt safn. Dregnir hafa verið út 3 fundvísir gestir. Það eru þau Sólmundur, Sóley María og Hekla Dís. Haft verður samband við vinningshafana og í framhaldinu mega þau sækja vinningana á safnið. Mikla athygli vakti örsýning STOÐVINA á símtækjum. Þar mátti sjá símtæki af öllum gerðum í ýmsum litum. Stúlknakór Akureyrarkirkju söng veturinn inn og vel hefur tekist til því nú kyngir jú snjónum niður. Vetrinum var því fagnað hér á safninu með pompi og prakt.
Lesa meira
31.10.2012
Næstkomandi laugardag þann 3. nóvember kl 14-16 verður miðaldalegur blær yfir sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu. Miðaldahópur Handraðans, Gásverjar sem taka þátt í Miðaldadögum á Gásum árlega, mun dytta að ýmsu smálegu sem viðkemur fatnaði og skóm. Ungur Gásverji mun vinna að hringabrynjunni sinni svo hún verði klár ef kemur til bardaga á Gásum þegar snjóa leysir. Vilt þú kynnast handverki frá miðöldum? Miðaldakaupstaðnum Gásum sem er hér í túnfætinum? Viltu kannski gerast Gásverji? Komdu og kíktu á okkur á laugardaginn. Við hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
23.10.2012
Fyrsta degi vetrar verður fagnað á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 27. október kl 14-16. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur veturinn inn og börnin gæða sér á gamaldags nammi úr kramarhúsi. Börn á öllum aldri fá tækifæri til að kynnast víkingum í Eyjafirði þegar farið verður um landnámshluta sýningarinnar EYJAFJÖRÐUR FRÁ ÖNDVERÐU með leiðsögn. Þar sem kosningar eru nýafstaðnar og fólk í æfingu verður hægt að kjósa um hvaða mynd á sýningunni MANSTU – Akureyri í myndum er fyndnust, fallegust og hver þeirra er þitt uppáhald. Ertu búin/n að sjá sýninguna? Ef ekki þá gefst núna skemmtilegt tækifæri til að gera það með öðrum hætti en venjulega og þeir sem þegar hafa komið geta kíkt við aftur og haft áhrif með því að kjósa líka! Þær myndir sem verða stigahæstar verða merktar sérstaklega og kynntar á heimasíðu safnsins. Í tilefni dagsins verður spennandi leiðsögn um króka og kima safnsins , sem venjulegast er ekki farið um. þar gefst áhugasömum gestum að kynnast arkitektúr hússins, fyrrverandi íbúum og lífi þeirra í húsinu. Örsýning um þróun símtækja á vegum Stoðvina Minjasafnsins mun án efa vekja kátínu meðal yngstu kynslóðarinnar. Vekja upp skemmtileg samtöl milli kynslóða um síma í öllum hans myndum og jafnvel rifjaðir upp þeir tímar sem símar, leikir í símum , internet og farsímar voru ekki til. Hvað gerðu menn þá?? Dagskráin er í boði vinafélags Minjasafnsins, Stoðvina, með dyggri aðstoð starfsfólksins.Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins.
Lesa meira