Fermingargjöfin fæst í safnbúðinni!

Nú í tíð ferminga er ekki úr vegi að minna á safnbúðina. Hér má finna fjölbreyttar, forvitnilegar og þjóðlegar vörur í bland við íslenska hönnun sem tilvaldar eru í pakka til fermingarbarnsins. Safnbúðin er opin alla virka daga (á skrifstofutíma 8-16).
Lesa meira

Sýningaropnun frestað til 26. mars

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur opnun á ljósmyndasýningunni þjóðin, landið og lýðveldið verið frestað. Sýningin sem samanstendur af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) verður opnuð laugardaginn 26. mars næstkomandi. Vifús var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Lesa meira

Safnið lokað laugardaginn 12. mars vegna breytinga

Unnið er að  því að skipta um sýningar í skammtímarými safnsins. Verið er að taka niður sýninguna FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965 og setja upp nýja ljósmyndasýningu  frá Þjóðminjasafni Íslands Þjóðin,landið og lyðveldið. Hún samanstendur af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar. Hún verður opnuð verður laugardaginn 19. mars. Hlökkum til að sjá ykkur þá.
Lesa meira

Veitingarekstur í Laufási - rekstraraðili óskast!

Minjasafnið á Akureyri óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka veitingasölu og veitingasal í Laufási. Í Laufási er reikin umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum Gamla bæinn Laufás. Góð tengsl eru við aðra ferðaþjónustuaðila og gestafjöldi stöðugur. Möguleikar á frekari útleigu á 80 manna veitingasal. Gamli bærinn er opinn alla daga kl 9-18 frá 29. maí til 12. september. Hefur þú áhuga eða viltu afla þér nánari upplýsinga? Hafðu þá endilega samband við Harald Þór Egilsson safnstjóra í síma 462-4162 eða haraldur@minjasafnid.is alla virka daga. Tilboð berist fyrir 31. mars.
Lesa meira

Fjölmenn leiðsögn og fjöldinn allur af bolluvöndum

Hátt í 100 manns sótti Minjasafnið heim á laugardaginn. Hér var ys og þys enda fólk á öllum aldri. á Neðri hæðinni sátu stórir og smáír í bolluvandagerð með STOÐvinum safnsins. Á efri hæðinni leiddi Hörður Geirsson áhugasama gesti um ljósmyndasýninguna FJÁRSJÓÐUR á síðasta sýningardegi. Við þökkum öllum gestunum kærlega fyrir komuna! 
Lesa meira

Síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar FJÁRSJÓÐUR

laugardaginn 5. mars er síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Hörður Geirsson mun leiða gesti um sýninguna kl 14.Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira

Bolla, bolla - átt þú bolluvönd?

Senn líður að bolludeginum og af því tilefni standa STOÐvinir Minjasafnins fyrir bolluvandagerð á Minjasafninu laugardaginn 5.mars kl 14-16. þar sem öskudagurinn er einnig á næsta leyti veður hægt að læra að gera öskupoka á Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi sama dag, laugardaginn 5. mars, kl 14-16. kíkið endilega á okkur það er 2 fyrir 1 á safnið og frítt fyrir 15 ára og yngri. 
Lesa meira

Leiðsögn um ljósmyndasýninguna á laugardaginn

Þar sem Akureyrarbær og nágrenni skartar sínu fegursta og laðar að sér ferðafólk í vetrarleyfi þá  er opið þessa viku frá kl 13-16 á safninu. Næstkomandi laugardag 26. febrúar kl 14 verður leiðsögn um ljósmyndasýninguna FJÁRSJÓÐUR – tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnins og sýningarstjóri, leiðir gesti safnsins um fjársjóðinn sem sýningin er. Við bjóðum gestum okkar uppá 2 fyrir 1 tilboð og frítt er sem endranær fyrir 15 ára og yngri.
Lesa meira

Meiri opnunartími í næstu viku

Safnið verður opið dagana 21. - 25. febrúar frá kl 13-16 enda bærinn að fyllast af fólki af höfuðborgarsvæðinu sem er í vetrarfríi. Við tökum vel á móti ykkur og hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Þekkir einhver sveitabæinn og/eða fólkið??

Minjasafninu barst þessi mynd í fyrradag. Hún er tekin af Jóni J. Árnasyni. Myndin gæti verið tekin í Eyjafirði eða báðum Þingeyjarsýslunum því Jón J Árnason bjó í Hörgárdal, Húsavík og að lokum á Þórshöfn. Hann virðist hafa tekið mest myndir í nágrenni sínu á hverjum stað. Ef þú veist hver sveitabærinn er og þekkir fólkið vinsamlegast hafðu samband við Hörð hordur@minjasafndid.is eða í síma 462-4162.
Lesa meira