11.11.2009
Hefur þig langað til að kynnast starfi Minjasafnsins? Jafnvel fá að hjálpa til? Líttu við á Minjasafninu n.k. laugardag kl. 13 á kaffistofu safnsins. Hittu Stoðfélaga og líttu á gamlar ljósmyndir. Kannski þekkir þú einhvern á myndunum.
Lesa meira
06.11.2009
Safnið er opið á morgun, laugardaginn 7. nóvember, frá kl 14-16. Nú standa yfir skammtímasýningarnar "Barnadraumar á Minjasafni" og "Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna". Auk þess eru á safninu grunnsýningarnar "Akureyri bærinn við Pollinn" og "Eyjafjörður frá öndverðu". Við minnum á safnbúðina! Verið velkomin!
Lesa meira
30.10.2009
Hvað vitum við um drauma barna? Barnadraumar á Minjasafni er sýning sem byggir á rannsóknum dr. Bjargar Bjarnadóttur sálfræðings hjá Draumasetrinu Skuggsjá. Á sýningunni er gerð grein fyrir flokkun barnadrauma en eru sýndar teikningar barna sem þau hafa gert af draumreynslu sinni bæði martröðum og öðrum draumum. Einnig eru svefntengdir munir til sýnis og ef einhvern syfjar þá er uppá búið rúm til taks.
Lesa meira
16.10.2009
Það er lokað á safninu laugardaginn 17.október. Næst verður opið fyrsta vetrardag 24. október en þá standa STOÐ-vinir Minjasafnins fyrir forvitnilegum viðburði í tilefni dagsins. Minnum á að opið er í Gamla bænum Laufási laugardaginn 17. október frá kl 13:30 - 16 á meðan starfsdagur að hausti stendur yfir. Sjá nánar í auglýsingu hér fyrir neðan.
Lesa meira
14.10.2009
Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, kartöflurúgbrauð eða fjallagrasamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási laugardaginn 17. október milli kl 13:30 og 16 til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum. Tóvinnufólk verður að störfum og forvitnilegur haustmarkaður verður í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu og ljúf tónlist verður leikin af fingrum fram. Dagurinn hefst kl 13:30 með góðri samverustund í kirkjunni undir stjórn sr. Bolla Péturs Bollasonar.
Lesa meira
29.09.2009
Minjasafnið á Akureyri leitar að safnkennara til afleysingar í 60% starf.Ráðningartími er til 30. ágúst 2010 en hugsanlega til frambúðar að loknum ráðningartíma.
Lesa meira
23.09.2009
Nú er sumarið á enda og vetraropnun tekin við á Minjasafninu. Hér er núna opið á laugardögum milli kl 14 og 16. Barnasýningin Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna stendur enn enda hafa viðtökur á henni verið mjög góðar. Minnum einnig á sýningar okkar Akureyri, bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Verið velkomin.
Lesa meira
09.09.2009
Dagurinn í dag er vinsæll til giftinga. Í Minjasafnskirkjunni eru tvær giftingar á þessum yndislega haustdegi. Við óskum brúðhjónunum til hamingju með daginn.
Lesa meira
02.09.2009
Evrópski menningarminjadagurinn er á sunnudaginn 6. september. Þema dagsins er torfhús. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási milli kl 14-16 þennan dag. Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, fjallar um íslenska torfbæinn, uppruna hans og þróun. Ingibjörg Siglaugsdóttir, fyrrverandi staðarhaldari og umsjónarmaður Gamla bæjarins í Laufási, leiðir þessu næst gesti um bæinn og reynir að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar: hvað gerir umsjónarmaður torbæjar? Þarf að halda torbæ við – eru þeir ekki sjálfbærir? Þegar þessum ásamt mörgum öðrum áhugaverðum spurningum er svarað mun sr. Bolli Pétur Bollason segja frá því hvernig var að alast upp við torfhúsið í Laufási.Fornleifavernd ríkisins hefur umsjón með evrópska menningarminjadeginum hér á landi og heildardagskrá dagsins má nálgast á vef þeirra: http://www.fornleifavernd.is/ Látum ekki okkar eftir liggja og sækjum heim sögulega staði sem hafa frá svo mörgu að segja þó í túnfætinum heima séu!
Lesa meira
31.08.2009
Enn á ný var aðsóknarmet slegið á draugalegum viðburði Minjasafnins. Þetta draugalega ágústkvöld í Innbænum var fjöldinn allur af fólki sem kom til að upplifa draugalega stemningu. Breytt fyrirkomulag viðburðarins heppnaðst vel og aðstandendur er kátir með árangurinn. Honum er þó ekki síst að þakka þeim fjölda mörgu sjálfboðliðum sem tóku þátt, Leikfélagi Hörgdæla, Leikfélagi Akureyrar og íbúum Innbæjarins að ónefndum okkar góðu gestum. Hafið öll þökk fyrir! Hátt í 1000 manns varð vart við drauga á Minjasafninu en þar var draugalegt um að listast þetta kvöld en talið er að hátt í 2000 manns hafi verið á göngu um draugaslóðina þrátt fyrir drungalegt veður sem þó var viðeigandi sviðsmynd að þessu sinni.
Lesa meira