Ostagerð og vattarsaumnálagerð í Laufási

Laufásshópurinn stendur fyrir ostagerð í Laufási 5. mars kl 18:00. áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá Anný á netfangið litlagerdi@islandia.is eða í síma 462-4505. Þáttökugjald er 5000 en 2500 fyrir félagsmenn. Þann 19. mars milli 15-17 mun Guðrún Steingrímsdóttir kenna vattarsaumnálagerð sem unnin er úr horni eða beini. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Laufáshópsins  http://laufashopurinn.akmus.is/  
Lesa meira

Ljósmyndasýningin vel sótt

Það er ekki ofsögum sagt að ósk Minjasafnsins um aðstoð frá almenningi til að bera kennsl á áningarstaði og þeirra sem þar áðu hafi verið tekið eindæma vel. Hátt í 200 gestir, bæjarbúar og áhugasamir ferðalangar á leið um vetrarríkið Akureyri,  hafa lagt hönd á plóginn og komin eru nöfn á mjög margar myndir. En betur má ef duga skal því enn vantar þó nokkuð mörg nöfn á ferðalanga á hópmyndum, þó vissulega sé búið að bera kennsl á nokkra þeirra. Starfsfólk Minjasafnsins hvetur því áhugasama til að gera sér ferð á safnið og vita hvort þeir geti komið með nýjar upplýsingar um myndirnar. Sýningin er opin um helgar til og með 15. mars frá 14-16. Allir eru velkomnir – enginn aðgangseyrir er að safninu þennan tíma.   
Lesa meira

Námskeið í fleygskurði í Laufási

Miðvikudaginn, 18. feb. kl. 13 -15 stendur Laufáshópurinn fyrir námskeiði í fleygskurði. Fleygskurður er alþjóðleg tréskurðaraðferð sem rekja má til miðalda. Kennari er Hugrún Ívarsdóttir. Áhugasömum er bent að skrá sig hjá Höddu í síma 899-8770.myndin er fengin að láni af síðunni: http://treskurdur.blogspot.com/2006/10/fleygskurur.html
Lesa meira

Opnun sýningarinnar Þekkir þú....áningarstaðinn??

Ert þú sigldur og hefur farið víða innanlands? Ertu minnug/ur á staðhætti? Ef svo er þá óskar Minjasafnið á Akureyri eftir þinni hjálp til að koma nafni á áningarstaðina sem og andlit þeirra sem þar áðu á ljósmyndasýningunni Þekkir þú...áningarstaðinn? Þetta er ljósmyndasýning á óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Sýningin opnar laugardaginn 14. febrúar kl 14 og stendur til 15.mars. Verið velkomin      
Lesa meira

Lokað vegna breytinga - opnum með ljósmyndasýningu 14. febrúar

Nú er verið að taka niður sýninguna "Hvað er í matinn" en hún fékk á sig jólalegan blæ á aðventunni. Þessari nýjung á safninu var afskaplega vel tekið en rúmlega 200 gestir komu í heimsókn í desember. Við munum opna safnið á ný 14. febrúar kl 14 með ljósmyndasýningu úr sýningarröðinni Þekkir þú.......? þar sem gestir eru beðnir að bera kennsl á myndefnið. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin þá.
Lesa meira

Námskeið í tólgarsápugerð í Laufási

Fimmtudaginn 22. Janúar kl. 16 stendur Gamli bærinn í Laufási í samvinnu við Laufásshópinn fyrir námskeiði í gerð tólgarsápu. Nánari upplýsingar má fá hjá Höddu í síma 462-6248 og 899-8770. Vekja má athygli á að einu sinni í mánuði verða ýmis konar námskeið á þjóðlegum nótum haldin í Gamla bænum í Laufási. Kennarar verða frá Laufásshópnum en það er hópur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem það er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru.  Nánari upplýsingar undir Laufás-hnappnum.  
Lesa meira

Þjóðleg kvöldvaka í Gamla presthúsinu Laufási

Fimmtudagskvöldið 22. Janúar kl 20 munu Þór Sigurðsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum Laufási, fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þetta er því þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira. Til að krydda tilveruna í skammdeginu munu gestir geta  látið spá fyrir sér í t.d. í bolla, lófa og spil og þeir  hvattir til að taka spábollann sinn með sér.  Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Innifalið er kaffi og með því. 
Lesa meira

Gleðilegt ár!

Starfsfólk Minjasafnsins óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir góðar stundir á árinu sem var að líða. Við minnum á ljósmyndasýninguna þekkir þú.......? sem opnar laugardaginn 14. febrúar. Þar munum við óska eftir aðstoð ykkar við að setja nafn á staði og fólk. Safnið mun auka opnunartíma sinn meðan á sýningunni stendur. OPið verður frá 14. febrúar laugar- og sunnudaga frá 14-16. Hlökkum til að sjá þig.
Lesa meira

Opnum aftur 2. janúar á nýju ári

Starfsfólk Minjasafnsins óskar öllum farsældar á nýju ári og vekur athygli á því að lokað verður frá 31. desember til 2. janúar.  
Lesa meira

Loksins, loksins! Nonni á DVD

Allt frá því að sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í sjónvarpinu um árið hefur stöðugt verið spurt um hvort þeir væru til sölu. Nú eru þeir loksins komnir í veglegri 3 diska útgáfu, á íslensku, ensku og þýsku. Aukaefni er á þriðja disknum auk þess sem 12 síðna bæklingur fylgir. Diskarnir kosta um 5500 kr. Það er Bergvík sem sér um útgáfuna.Safnbúð Minjasafnsins er opin alla virka daga frá 8-16 og um helgar frá 14-16.Einnig er hægt að panta símleiðis í síma 462-4162.    
Lesa meira