Námskeið í tólgarsápugerð í Laufási

Fimmtudaginn 22. Janúar kl. 16 stendur Gamli bærinn í Laufási í samvinnu við Laufásshópinn fyrir námskeiði í gerð tólgarsápu. Nánari upplýsingar má fá hjá Höddu í síma 462-6248 og 899-8770. Vekja má athygli á að einu sinni í mánuði verða ýmis konar námskeið á þjóðlegum nótum haldin í Gamla bænum í Laufási. Kennarar verða frá Laufásshópnum en það er hópur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem það er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru.  Nánari upplýsingar undir Laufás-hnappnum.  
Lesa meira

Þjóðleg kvöldvaka í Gamla presthúsinu Laufási

Fimmtudagskvöldið 22. Janúar kl 20 munu Þór Sigurðsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum Laufási, fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þetta er því þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira. Til að krydda tilveruna í skammdeginu munu gestir geta  látið spá fyrir sér í t.d. í bolla, lófa og spil og þeir  hvattir til að taka spábollann sinn með sér.  Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Innifalið er kaffi og með því. 
Lesa meira

Gleðilegt ár!

Starfsfólk Minjasafnsins óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir góðar stundir á árinu sem var að líða. Við minnum á ljósmyndasýninguna þekkir þú.......? sem opnar laugardaginn 14. febrúar. Þar munum við óska eftir aðstoð ykkar við að setja nafn á staði og fólk. Safnið mun auka opnunartíma sinn meðan á sýningunni stendur. OPið verður frá 14. febrúar laugar- og sunnudaga frá 14-16. Hlökkum til að sjá þig.
Lesa meira

Opnum aftur 2. janúar á nýju ári

Starfsfólk Minjasafnsins óskar öllum farsældar á nýju ári og vekur athygli á því að lokað verður frá 31. desember til 2. janúar.  
Lesa meira

Loksins, loksins! Nonni á DVD

Allt frá því að sjónvarpsþættirnir um Nonna og Manna voru sýndir í sjónvarpinu um árið hefur stöðugt verið spurt um hvort þeir væru til sölu. Nú eru þeir loksins komnir í veglegri 3 diska útgáfu, á íslensku, ensku og þýsku. Aukaefni er á þriðja disknum auk þess sem 12 síðna bæklingur fylgir. Diskarnir kosta um 5500 kr. Það er Bergvík sem sér um útgáfuna.Safnbúð Minjasafnsins er opin alla virka daga frá 8-16 og um helgar frá 14-16.Einnig er hægt að panta símleiðis í síma 462-4162.    
Lesa meira

Jólaundirbúningur um helgina í Gamla bænum Laufási

Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.  Jólaundirbúningurinn hefst með samverustund fyrir börnin  kl 13:30 í Laufáskirkju undir stjórn sr. Gylfa Jónssonar. Laufáshópurinn ásamt öðrum velunnurum Gamla bæjarins munu sýna hefðbundin jólaverk, jólamarkaðurinn verður á sínum stað, kvæðamenn hefja upp raust sína og aldrei að vita nema Stekkjarstaur líti við.
Lesa meira

Opið á safninu um helgina

Á safninu verður hægt að njóta notalegrar stemningar innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina fram til 21. des. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.  Nú er tækifæri til að kíkja einnig í breytta og forvitnilega safnbúð þar sem finna má þjóðlega gjafavöru.
Lesa meira

Opið um helgina - jólastemning ríkir í húsinu

Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Ungir listhneigðir Akureyringar verða með gjörning kl 14 sem mun án efa skapa enn meiri stemningu þennan dag á safninu.
Lesa meira

Forvitnileg safnbúð - komdu og kíktu

Sérstök athygli er vakin á breyttri og forvitnilegri safnbúð þar sem finna má skemmtilegar þjóðlegar vörur sem tilvaldar eru í jólapakkann. Nefna má Aurum skartgripina eftir GuðbjörguKristínu Ingvarsdóttur, sjónlistaverðlaunahafa 2008, kökumót  og trefla (rósaleppaprjón) Héléne Magnússon, ljósmyndir í eigu Minjasafnins, jólasveina úr tré, vettlinga Kitschfríðar, kerti Höddu og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Safnið er opið um helgar frá 22. nóv – 21.des kl 14-16  
Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri - Ljós í myrkrinu

Jólastemning á Minjasafninu. Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn? Þar geta gestir séð brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist  frá 1900 – 1980, jólatré og margt fleira. Norðurorka er styrktaraðili ljóss í myrkrinu. Opið bæði laugardag og sunnudaga milli kl 14-16 til 21. desember.     
Lesa meira