Ullarþæfing í Gamla bænum Laufási

Hefur þú séð hvernig ullarhnoðri verður að fínustu klæðum? Getur ullinn orðið að fallegu skarti? Laugardaginn 5. Júlí milli 10 og 17 í Gamla bænum  Laufási, í Grýtubakkahreppi 30 km frá Akureyri, verður hægt að sjá þær Elísabetu Jóhönnu Zitterbart og Inger N. Jensen sýna réttu handbrögðin við þessu mikilvægu iðn. 
Lesa meira

Haraldur þór Egilsson ráðinn safnstjóri Minjasafnsins

Sex umsóknir bárust um stöðuna sem auglýst var nú á dögunum. Það var einróma niðurstaða stjórnar Minjasafnsins að ráða Harald Þór Egilsson sem safnstjóra.  Haraldur Þór hefur verið safnkennari á Minjasafninu frá árinu 2003 en mun hefja störf sem safnstjóri þann 1. ágúst. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og lauk MA prófi í Diplomatic Studies frá University of Leicester árið 2003. Hann hefur starfað sem leiðbeinandi við Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri og sinnt sagnfræðirannsóknum auk þess að vera stundakennari við Háskólann á Akureyri og við DiploFoundation. 
Lesa meira

Lesið á legsteina gönguferð með leiðsögn

Gengið verður um kirkjugarð Akureyrar fimmtudagskvöldið 26. júní kl 20. Gangan hefst við Minjasafnskirkjuna en hún stendur á lóð fyrstu sóknarkirkju Akureyringa. Tilurð og saga kirkjugarðsins verður rakin og staldrað verður við valda legsteina sem eru eins og svo margt annað mótaðir af tískustraumum á hverjum tíma. Hanna Rósa Sveinsdóttir ,sagnfræðingur og safnvörður við Minjasafnið, og Smári Sigurðsson, forstöðumaður Kirkjugarða Akureyrar, leiða gönguna. Áætlað er að gangan taki um tvær klukkustundir. Ekkert þátttökugjald og allir eru velkomnir.
Lesa meira

Kvennasöguganga í Innbænum 19. júní

Kvennasögugangan er nú gengin í fyrsta sinn á Akureyri en hún er samvinnuverkefni, Jafnréttisstofu, Zontaklúbbanna á Akureyri og Minjasafnsins. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna. Áður en gangan hefst  mun Sigrún Björk Jakobsdóttir ávarpa göngugesti.  Í göngunni um innbæinn munu kjarnakonur eins og Vilhelmína Lever, Ragnheiður O. Björnsson, Anna Þorbjörg, Elísabet Geirmundsdóttir og fleiri konur koma við sögu. En allar þessar konur bjuggu og störfuðu í Innbænum. Valgerður Bjarnadóttir flytur ávarp í lok göngunnar og boðið verður uppá kaffi í Zontahúsinu að göngunni lokinni. Allir velkomnir
Lesa meira

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni

Söngvakan í Minjasafnskirkjunni er söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Laugardaginn 21. júní kl 20:30 munu áheyrendur heyra dróttkvæði miðalda og söngva og þjóðlög frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Aðgangseyrir er 1500 kr.
Lesa meira

Vel heppnuð fjölskylduganga um Nonnaslóð

Í gær tóku 50 manns, börn og fullorðnir, þátt í göngunni um slóðir Nonna. Haraldur Þór, sagnfræðingur og safnkennari Minjasafnsins, leiddi gönguna. Lesið var uppúr bókum Nonna og sagt frá því hvernig bærinn leit út þegar hann bjó í Nonnahúsi og lék sér meðal annars í fjörunni.
Lesa meira

Tónleikar í Minjasafnskirkjunni á laugardaginn

Skagfirski kammerkórinn heldur tónleika í Minjasafnskirkjunni laugardagskvöldið 14. júní kl 20:30.  Á efnisskránni eru þjóðlög, fimmundarlög og einnig ný lög. Þar á meðal gamalt helgikvæði og lög við 12. aldar ljóð Kolbeins Tumasonar goðorðsmanns á Víðimýri, ljóð úr Víglundarsögu, og ljóð frá Skáld-Rósu og Sigurði Hansen á Kringlumýri. Aðgangur er 1500 kr og ekki er tekið við kortum. Stjórnandi kórsins er Jóhanna Marín Óskarsdóttir
Lesa meira

Fjölskylduganga um Nonnaslóð

Fjölskylduganga um slóðir Jóns Sveinssonar – Nonna, eins þekktasta  rithöfundar sem Ísland hefur alið, verður sunnudaginn 15. júní kl 14. Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur og safnkennari Minjasafnins á Akureyri leiðir gönguna.  Farið verður stuttlega yfir lífshlaup Nonna og staðir skoðaðir sem tengjast lífi hans og sögum.   Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14. Gangan sem er létt og þægileg er þátttakendum að kostnaðarlausu og tekur rúma klukkustund . 
Lesa meira

Ný sýning opnuð

Á laugardaginn hófst sumarstarf Minjasafnsins með opnun sýningarinnar Hvað er í matinn? Þar er fjallað um íslenska matarhefð útfrá sjónarhól kaupstaðarbúans.
Lesa meira

Snemma beygist krókurinn - nemendur Grenivíkurskóla bregða á leik í Laufási

Starfsdagur í Gamla bænum Laufási  fimmtudaginn 29. maí. Dagskráin hefst í kirkjunni kl 16. Nemendur Grenivíkurskóla bregða á leik og sýna forn vinnubrögð í Gamla bænum Laufási  Gestir geta fylgst með því þegar æðardúnn verður hreinsaður, mjólk skilin og rjómi strokkaður. Húslestur og tóvinna verða í baðstofunni og spilað verður púkk. Ljúfur lummuilmur mun berast um bæinn um leið og dansað verður á flötinni fyrir framan hann.  
Lesa meira