Kjarnakonur úr Innbænum - Fyrirlestur og sýning 27. 10. í Amtsbókasafninu

smelltu á myndina til að skoða auglýsingunaAðgangur að dagskránni og sýningunni er ókeypis.
Lesa meira

Haust stemming í Laufási

Fjölmargir gerðu sér glaðan dag í Gamla bænum Laufási laugardaginn 13. október. Þar voru haustverkin í gamla sveitasamfélaginu og hægt að upplifa gamla tíð með öllum skynfærum.  Í skálanum var forvitnilegur markaður með ýmsu góðgæti fyrir munn og maga.
Lesa meira

MATUR-INN 2007 í VMA 13-14 október

Um næstu helgi verður sýningin MATURINN 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði – Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nærri helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsækir sýninguna.
Lesa meira

Haustverk í Gamla bænum Laufási 13. október

smelltu á myndina til að skoða auglýsinguna
Lesa meira

Innbærinn í haustlitunum

Innbærinn skartar haustlitunum þessa dagana. Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar, tók þessa mynd af afmælisbarninu Jóni Sveinssyni, Nonna.
Lesa meira

Gásasýning Giljaskóla og Minjasafnsins

Það er ekki á hverjum degi sem grunnskólanemendur taka þátt í að búa til sýningu á söfnum. Nú er opnuð á Minjasafninu sýning sem er afrakstur verkefnis um Gásir sem nemendur í 6. bekk Giljaskóla unnu 2006-2007.Sýningin er öllum opin á laugardögum frá 14-16 til 24. nóvember.Nemendum í 4. og 5. bekk á starfssvæði safnsins verður boðið sérstaklega á sýninguna.
Lesa meira

Farskóli í Skotlandi

Það var glaðbeittur 80 manna hópur safnmanna sem heimsótti skoska vinnufélaga í Farskóla íslenskra safnmanna daganna 18-21 september sl. Farskólinn er árviss endurmenntunar og samvinnu vettvangur safnmanna.
Lesa meira

Sumarlok í Laufási

Á laugardaginn er síðasti opnunardagur í Gamla bænum Laufási. Opið frá 9-18.
Lesa meira

Brot af því besta – síðasta sýningarvika

Nú fer hver að verða síðastur að sjá sumarsýningu Minjasafnins á Akureyri. Sýningin hefur gengið vel og gestir safnins hafa verið hrifnir af þeim dýrmætu gripum safnins sem prýða sýninguna. Síðasti sýningardagur er 15. september en opið er alla vikuna frá 10-17.
Lesa meira

Kveðja frá Brasilíu

Það er alltaf gott að fá hrós og sunnudaginn 9. september 2007 færði  meðlimur í alþjóðráði safna okkur góðar kveðjur fyrir einstaklega  vel hannaðar  og faglega unnar sýningar: „With my best compliments for the extraordinary quality of your Museum. Very good design and also good museology.“Luis Juaris Medur ICOM félagi frá Brasilíu
Lesa meira