Messa á Gásum

Messa í kirkjutóftinni á hinum forna verslunarstað Gásum í Eyjafirði 8. júlí kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknaprestur í Möðuvallaklausturskirkju sér um athöfnina og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng með undirleik.
Lesa meira

Íslenski safnadagurinn

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land sunnudaginn 8. júlí. Minjasafnið býður upp á fjölbreytta dagskrá víða við Eyjafjörð. Messað verður í kirkjutóft,  ullarvinnslu í Laufási, gengið um slóðir Nonna og dyrum lokið upp að menningarmöguleikum í Hrísey.   
Lesa meira

Handverksdagur í Laufási

Handverkshefðin verður í heiðri höfð í Laufási laugardaginn 30. júní. Þá verður Elín Kjartansdóttir við störf í Laufási og sýnir hvernig búa má til tölur úr efniviði íslenskrar náttúru. Elín hefur störfkl. 10 og verður að fram eftir degi.Veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu. Opið frá 9-18.
Lesa meira

Fjölmenni í Hríseyjargöngu

Minjasafnið á Akureyri stóð fyrir sólstöðugöngu um söguslóðir í Hrísey í gærkvöldi, 21. júní. Þorsteinn Þorsteinsson fór fyrir hópnum og sagði frá ýmsu markverðu sem fyrir augun bar.
Lesa meira

Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð

Fífilbrekkuhátíð 2007 var haldin á Hrauni í Öxnadal laugardaginn 16. júní s.l. að viðstöddu fjölmenni. Er talið að um 300 manns hafi verið að Hrauni þennan dag.  Á hátíðinni var fólkvangurinn í landi Hrauns, Jónasarvangur, vígður og fræðimannsíbúðin í nýuppgerðu íbúðarhúsinu frá 1933 opnuð.
Lesa meira

Brot af því besta - Sumarsýning Minjasafnins á Akureyri

Sumarsýningin Brot af því besta opnaði 2. júní. Sýningin samanstendur af  fagurlega skreyttum gripum og öðrum hlutum sem eiga sér engan líkan. Safnið er opið frá 10-17 alla daga til 15. september.Líttu á myndir af 10 góðgripum.
Lesa meira

Fífilbrekkuhátíð á Hrauni í Öxnadal 16. júní

Fífilbrekkuhátíð á Hrauni í Öxnadal kl. 14.kl. 14:00 Ávarp, blessun og einsöngur, kl. 15:00 Gönguferð undir leiðsögn að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimalandið austur að Öxnadalsá.Allir velkomnir. Stjórn Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf.
Lesa meira

Sögusigling með Húna II

Er saga Akureyrar öðruvísi séð frá borðstokknum. Hvernig lítur Akureyri yfirleitt út frá sjó séð?  Sögusigling með Húna II. Leiðsögumaður Hanna Rósa Sveinsdóttir. Farið frá Torfunesbryggju við Kaupangsstræti kl. 19:30. 
Lesa meira

Spáð í klæðnað Sturlunga

Hvaða gildi höfðu klæði eða klæðnaður á Sturlunga öld? Hvað lögðu menn á sig til að vera flottir í tauinu og tolla í tískunni? Hverju hefði Sighvatur á Grund klæðst? Hefði hann klæðst eins og Björgólfur í Landsbankanum?Spáð í klæðnað  Sturlunga kl. 14:00 í Minjasafninu á Akureyri.
Lesa meira

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni 9. júní kl. 20:30. Aðgangseyrir 1500 kr. Söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld.Flytjendur: Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir
Lesa meira