21.07.2007
Þetta er eingöngu brot af þvi sem þeir 730 gestir sem heimsóttu miðaldakaupstaðinn í dag fengu að berja þar augum. Perlur, gler, strútshettur, luktir, skartgripir, sverð og brynjur skiptu um eigendur og litlum riddurum skaut upp eins og gorkúlum á svæðinu. Enn er möguleiki að upplifa þessa einstöku stemningu og fræðast um það sem fram fór á Gásum á miðöldum. Hér má sjá dagskrána í heild sinni. Aðgangseyrir 1000 kr fyrir 14 ára og eldri, 13 og yngri 250 kr en þeir sem eru minni en miðaldasverð fá frítt inn.
Lesa meira
17.07.2007
Innlent og erlent handverksfólk hefur unnið hörðum höndum í vetur svo Gásakaupstaður fyllist lífi á ný. Miðaldamarkaðurinn verður enn meira spennandi heim að sækja nú en á síðasta ári. Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæfingu, vefnaði og tálgun. Miðaldatónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fallbyssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum.
Lesa meira
12.07.2007
Safninu berast ótal gjafir á hverju ári. Það var okkur sérstök ánægja að taka við gjöf krakkanna á Kiðagili sem afhentu okkur til varðveislu eftirlíkingar af húsi safnsins og Akureyrarkirkju.Eftirlíkingarnar eru nú til sýnis í sólstofu Minjasafnsins.
Lesa meira
12.07.2007
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra á Minjasafninu á Akureyri fyrsta margmiðlunardisk um sögu KEA, sem nú er aðgengilegur öllum gestum MInjasafnsins. Það var við hæfi að Minjasafnið tæki við fyrsta eintakinu þar sem forsvarsmenn KEA áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun safnsins.
Lesa meira
08.07.2007
Gamla-Syðstabæjarhúsið í Hrísey verður opnað með bráðabirgðasýningu á íslenska safnadaginn 8. júlí kl. 14.
Lesa meira
08.07.2007
Messa í kirkjutóftinni á hinum forna verslunarstað Gásum í Eyjafirði 8. júlí kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknaprestur í Möðuvallaklausturskirkju sér um athöfnina og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng með undirleik.
Lesa meira
08.07.2007
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land sunnudaginn 8. júlí. Minjasafnið býður upp á fjölbreytta dagskrá víða við Eyjafjörð. Messað verður í kirkjutóft, ullarvinnslu í Laufási, gengið um slóðir Nonna og dyrum lokið upp að menningarmöguleikum í Hrísey.
Lesa meira
30.06.2007
Handverkshefðin verður í heiðri höfð í Laufási laugardaginn 30. júní. Þá verður Elín Kjartansdóttir við störf í Laufási og sýnir hvernig búa má til tölur úr efniviði íslenskrar náttúru. Elín hefur störfkl. 10 og verður að fram eftir degi.Veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu. Opið frá 9-18.
Lesa meira
25.06.2007
Minjasafnið á Akureyri stóð fyrir sólstöðugöngu um söguslóðir í Hrísey í gærkvöldi, 21. júní. Þorsteinn Þorsteinsson fór fyrir hópnum og sagði frá ýmsu markverðu sem fyrir augun bar.
Lesa meira
21.06.2007
Fífilbrekkuhátíð 2007 var haldin á Hrauni í Öxnadal laugardaginn 16. júní s.l. að viðstöddu fjölmenni. Er talið að um 300 manns hafi verið að Hrauni þennan dag. Á hátíðinni var fólkvangurinn í landi Hrauns, Jónasarvangur, vígður og fræðimannsíbúðin í nýuppgerðu íbúðarhúsinu frá 1933 opnuð.
Lesa meira