30.05.2007
Sumarsýningin Brot af því besta opnaði 2. júní. Sýningin samanstendur af fagurlega skreyttum gripum og öðrum hlutum sem eiga sér engan líkan. Safnið er opið frá 10-17 alla daga til 15. september.Líttu á myndir af 10 góðgripum.
Lesa meira
16.06.2007
Fífilbrekkuhátíð á Hrauni í Öxnadal kl. 14.kl. 14:00 Ávarp, blessun og einsöngur, kl. 15:00 Gönguferð undir leiðsögn að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimalandið austur að Öxnadalsá.Allir velkomnir. Stjórn Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf.
Lesa meira
13.06.2007
Er saga Akureyrar öðruvísi séð frá borðstokknum. Hvernig lítur Akureyri yfirleitt út frá sjó séð? Sögusigling með Húna II. Leiðsögumaður Hanna Rósa Sveinsdóttir. Farið frá Torfunesbryggju við Kaupangsstræti kl. 19:30.
Lesa meira
09.06.2007
Hvaða gildi höfðu klæði eða klæðnaður á Sturlunga öld? Hvað lögðu menn á sig til að vera flottir í tauinu og tolla í tískunni? Hverju hefði Sighvatur á Grund klæðst? Hefði hann klæðst eins og Björgólfur í Landsbankanum?Spáð í klæðnað Sturlunga kl. 14:00 í Minjasafninu á Akureyri.
Lesa meira
09.06.2007
Söngvaka í Minjasafnskirkjunni 9. júní kl. 20:30. Aðgangseyrir 1500 kr. Söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld.Flytjendur: Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir
Lesa meira
10.05.2007
Við þökkum góða þátttöku í ratleik Minjasafnsins, Nonnahúss og Iðnaðarsafnsins á Akureyri á eyfirska safnadeginum 5. maí sl. Smelltu hér að neðan til að lesa nöfn þeirra sem voru dregnir úr lukkuhattinum.
Lesa meira
13.05.2007
Vinnuhjúaskildagur, hvað er nú það? Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi eru margir. Þar á meðal er vinnuhjúaskildagur. Af þessu tilefni og sumaropnun Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐ-vinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn sunnudaginn 13. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin er opinn milli 14 og 16. og verða kaffi/kakó og lummur í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga frá kl. 9-18 fram til 15. september.
Lesa meira
07.05.2007
Eyfirðingar sem og aðrir gerðu sér glaðan dag á eyfirska safnadaginn og flykktust í söfnin í firðinum.
Lesa meira
27.04.2007
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju hefst Dagana 28. apríl, en þetta er í 10. skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, sem hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1989. Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda. Minjasafnið stendur að sýningu á Altarisdúkum í kirkjum Eyjafjarðarpórfastsdæmis. Sýningin er afrakstur rannsóknar Jennýjar Karlsdóttur og Oddnýjar E. Magnúsdóttur.Sýningin er í kapellu Akureyrarkirkju verður opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00.
Lesa meira
29.04.2007
Andi nítjándualdar svífur yfir vötnum í Minjasafnskirkjunni sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 14 en þá verður sungin messa í nítjándualdar stíl. Messuform, sálmar og tón verður sótt í heimildir frá seinni hluta 19. aldar. Kammerkórinn-Hymnodia leiðir sönginn. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Messukaffi í Zontasalnum Aðalstræti 54.
Lesa meira