10.05.2007
Við þökkum góða þátttöku í ratleik Minjasafnsins, Nonnahúss og Iðnaðarsafnsins á Akureyri á eyfirska safnadeginum 5. maí sl. Smelltu hér að neðan til að lesa nöfn þeirra sem voru dregnir úr lukkuhattinum.
Lesa meira
13.05.2007
Vinnuhjúaskildagur, hvað er nú það? Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi eru margir. Þar á meðal er vinnuhjúaskildagur. Af þessu tilefni og sumaropnun Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐ-vinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn sunnudaginn 13. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin er opinn milli 14 og 16. og verða kaffi/kakó og lummur í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga frá kl. 9-18 fram til 15. september.
Lesa meira
07.05.2007
Eyfirðingar sem og aðrir gerðu sér glaðan dag á eyfirska safnadaginn og flykktust í söfnin í firðinum.
Lesa meira
27.04.2007
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju hefst Dagana 28. apríl, en þetta er í 10. skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, sem hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1989. Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda. Minjasafnið stendur að sýningu á Altarisdúkum í kirkjum Eyjafjarðarpórfastsdæmis. Sýningin er afrakstur rannsóknar Jennýjar Karlsdóttur og Oddnýjar E. Magnúsdóttur.Sýningin er í kapellu Akureyrarkirkju verður opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00.
Lesa meira
29.04.2007
Andi nítjándualdar svífur yfir vötnum í Minjasafnskirkjunni sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 14 en þá verður sungin messa í nítjándualdar stíl. Messuform, sálmar og tón verður sótt í heimildir frá seinni hluta 19. aldar. Kammerkórinn-Hymnodia leiðir sönginn. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Messukaffi í Zontasalnum Aðalstræti 54.
Lesa meira
20.04.2007
Á milli 500 og 600 manns lögðu leið sína á Minjasafnið á sumardaginn fyrsta. Starfsmenn og vinafélag Minjasafnsins þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að skapa skemmtilega sumarstemningu með góðri þátttöku.Þú getur skoðað myndaalbúm frá sumarhátíðinni með því að smella hér.
Lesa meira
19.04.2007
Fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri sumardaginn fyrsta kl 14-16 með leikjum, lummum og söng. Blásum vetrinum burt með sápukúlublæstri. Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa standa að barnaskemmtuninni með góðum stuðningi Dótakassans.Aðgangur er ókeypis
Lesa meira
09.04.2007
Mánudaginn 9. apríl, annan í páskum, verður hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17:00.Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sér um athöfnina og félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Kristjana Arngrímsdóttir syngur einsöng. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Hátíðleg stemning í kirkjunni sem byggð var 1846 á Svalbarði við Eyjafjörð en flutt í Minjasafnsgarðinn við Aðalstræti árið 1970. Kirkjan var endurvígð 1972.
Lesa meira
04.04.2007
Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið á Akureyri eru opin um páskana. Opnunartíminn er frá 14-16 skírdag, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum. Munið ljósmyndasýningu Minjasafnsins Þekkir þú... hýbýli mannanna? og hinar margbreytilegu grunnsýningar safnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
02.04.2007
Síðastliðinn fimmtudag var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum.
Lesa meira