Jólaannir í Gamla bænum Laufási - vel sótt þrátt fyrir annirnar í aðventu

Jólastemningin var mikil í Gamla bænum í Laufási síðastliðinn sunnudag þegar sveitin angaði af hangikjöti og kúmenkaffi. Jólasveinarnir komu í heimsókn og reyndu sig við laufabrauðsútskurð og höfðu þeir gaman af. 300 manns leituðust eftir því að upplifa jólaundirbúninginn eins og hann var í gamla daga í íslensku sveitasamfélagi og góður rómur var gerður af því sem fyrir augu þeirra bar.
Lesa meira

Glaðværir krakkar á jólavöku safnsins

Jólavaka Minjasafnins er afar vel sótt í ár.  Um 1100 krakkar á bæði leikskóla- og grunnskólaaldri koma og fræðast um ljósfæri, jólatré, jólakort, jólakveðjur, kenjar jólasveina og síðast en ekki síst afmælisbarnið Nonna og ævintýri hans. Oft hefur verið margt um manninn á jólavöku Minjasafnsins en aldrei eins og nú og gleðin og áhuginn skín úr andliti hvers barns. Morgnarnir eru því annasamir á safninu þessa daga fyrir jólafrí.  
Lesa meira

Merk tímamót í sögu Gásaverkefnisins

Í dag var stofnuð sjálfseignastofnun um Gásaverkefnið nafn hennar er Gásakaupstaður. Að sjálfseignastofnuninni Gásakaupstaður ses standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn). Við þetta tækifæri veittu bæði Fjárfestingarbankinn Saga Capital og KEA svf stofnuninni styrk sem mun fara í uppbyggingu þjónustu á Gásum strax á næsta ári.
Lesa meira

Jólaannir í Laufási

Jólastemmning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 10. desember frá 14 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Lesa meira

Styrkur frá Þjóðhátíðarsjóði til að ganga frá búðartóftum á Gásum

Á fullveldisdaginn síðastliðinn laugardag veitti Þjóðhátíðarsjóður Gásaverkefninu veglegan styrk til þess að vinna að frágangi og varðveislu á kirkjutóft og búðarleifum Gásakaupstaðar. Það var afar ánægjulegt og mikið verk framundan í sumar.
Lesa meira

Menningarráð Eyþings veitti Gásaverkefninu veglegan styrk til barnabókargerðar

Síðastliðinn miðvikudag veitti menningarráð Eyþings Gásverkefninu styrkt til bókagerðar um Gásir. Verkefnið hlaut þriðja stærsta styrkinn og var það afar ánægjulegt. Brynhildur Þórarinsdóttir, margverðlaunaður barnabókarithöfundur, mun því brátt leggjast undir feld og undirbúa gerð bókarinnar. Það voru Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri,  og Brynhildur Þórarinsdóttir sem tóku á mótu styrknum í Þorgeirskirkju.
Lesa meira

Andi Jónasar að Hrauni

Það voru fjölmargir sem litu við til að skoða minningarstofuna að Hrauni í Öxnadal. Rúmlega 200 manns litu við um helgina þrátt fyrir óhagstætt veður á laugardaginn. Opnunarhátíðin tókst eins og best gat hugsast og ríkti mikil ánægja með sýningarnar. Viljum við koma þakklæti til allra sem lögðu leið sína að Hrauni þessa helgi.Skoða myndir frá opnunarathöfn.
Lesa meira

Færri komust að en vildu á baðstofukvöld í Laufási

Færri komust að en vildu á draugalegri kvöldvöku sem haldin var í Gamla bænum Laufási 15. nóvember. 37 manns hlýddu á Þór Sigurðsson segja sögur af sinni alkunnu snilld.
Lesa meira

Sparisjóður Norðlendinga veitir Gásaverkefninu viðurkenningu

 Í gær voru afhentar viðurkenningar til styrkþega Sparisjóðs Norðlendinga. Sparisjóðurinn studdi myndarlega við miðaldamarkaðinn á Gásum. Verkefnin eiga það sameiginlegt að mati úthlutunarnefndar Sparisjóðsins að  auðga og bæta mannlíf á svæðinu og vinna ötullega að sínum málum.
Lesa meira

Uppselt á baðstofukvöld í Laufási

Mikil ásókn er í baðstofukvöld í Laufási og er nú þegar fullbókað. Í athugun er að endurtaka uppákomuna fylgist því með hér á síðunni eða skráið ykkur á póstlista safnsins. 
Lesa meira