Fjölmenni og fjör á sumardeginum fyrsta

Á milli 500 og 600 manns lögðu leið sína á Minjasafnið á sumardaginn fyrsta. Starfsmenn og vinafélag Minjasafnsins þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að skapa skemmtilega sumarstemningu með góðri þátttöku.Þú getur skoðað myndaalbúm frá sumarhátíðinni með því að smella hér.
Lesa meira

Sumar, söngur og sápukúlur

Fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri sumardaginn fyrsta kl 14-16  með leikjum, lummum og söng. Blásum vetrinum burt með sápukúlublæstri.  Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa standa að barnaskemmtuninni með góðum stuðningi Dótakassans.Aðgangur er ókeypis 
Lesa meira

Hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni annan í páskum

Mánudaginn 9. apríl, annan í páskum, verður hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17:00.Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sér um athöfnina og félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Kristjana Arngrímsdóttir syngur einsöng. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Hátíðleg stemning í kirkjunni sem byggð var 1846 á Svalbarði við Eyjafjörð en flutt í Minjasafnsgarðinn við Aðalstræti árið 1970. Kirkjan var endurvígð 1972.
Lesa meira

Páskar á Minjasafninu og Iðnaðarsafninu

Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið á Akureyri eru opin um páskana. Opnunartíminn er frá 14-16 skírdag, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum.  Munið ljósmyndasýningu Minjasafnsins Þekkir þú... hýbýli mannanna? og hinar margbreytilegu grunnsýningar safnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira

Ferðamálastofa styrkir Gásir

Síðastliðinn fimmtudag var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum.
Lesa meira

Eyrarvöllur - barnaminjum bjargað

Ákveðið hefur verið að loka gæsluvellinum Eyrarvelli og fóru starfsmenn Minjasafnsins á gæsluvöllinn til að taka muni til varðveislu og til að taka ljósmyndir af húsinu. Af nógu var að taka enda starfaði völlurinn í mörg ár og eiga eflaust margir bæjarbúar minningar frá skemmtistundum þar. 
Lesa meira

Fróðleiksmolar um ljósmyndir vinsælir

Yfir 30 manns sóttu í fróðleiksmola Harðar Geirssonar um sögu ljósmynda og ljósmyndatækni. Uppákoman var haldinn í tilefni 30 ára afmælis ljósmyndadeildar og vegna ljósmyndasýningarinnar Þekkir þú... híbýli mannanna? sem stendur til 28. apríl. Vænta má frekari fróðleiksmola á safninu í ár um fjölbreytt efni. Fylgist með síðunni og skráið ykkur á póstlistann. Viðburðurinn verður endurtekinn laugardaginn 24. mars.
Lesa meira

Lokað í Gamla bænum Laufási til 10. apríl

Gamli bærinn Laufás verður lokaður fram yfir páska vegna fráfalls sr. Péturs Þórarinssonar. Vinsamlegast hafið samband við Minjasafnið á Akureyri vegna upplýsinga um Laufás. Sími 462-4162.
Lesa meira

Vaskur hópur frá Tröllaborgum

Það var vaskur hópur frá leikskólanum Tröllaborgum sem heimsótti Minjasafnið 1. mars til að skoða landnámskhluta sýningarinnar Eyjafjörður frá öndverðu.
Lesa meira

Aðalfundur Laufásshópsins

Aðalfundur Laufásshópsins verður í Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 24.02.2007 og hefst kl. 16.
Lesa meira