14.03.2007
Ákveðið hefur verið að loka gæsluvellinum Eyrarvelli og fóru starfsmenn Minjasafnsins á gæsluvöllinn til að taka muni til varðveislu og til að taka ljósmyndir af húsinu. Af nógu var að taka enda starfaði völlurinn í mörg ár og eiga eflaust margir bæjarbúar minningar frá skemmtistundum þar.
Lesa meira
14.03.2007
Yfir 30 manns sóttu í fróðleiksmola Harðar Geirssonar um sögu ljósmynda og ljósmyndatækni. Uppákoman var haldinn í tilefni 30 ára afmælis ljósmyndadeildar og vegna ljósmyndasýningarinnar Þekkir þú... híbýli mannanna? sem stendur til 28. apríl. Vænta má frekari fróðleiksmola á safninu í ár um fjölbreytt efni. Fylgist með síðunni og skráið ykkur á póstlistann. Viðburðurinn verður endurtekinn laugardaginn 24. mars.
Lesa meira
12.03.2007
Gamli bærinn Laufás verður lokaður fram yfir páska vegna fráfalls sr. Péturs Þórarinssonar. Vinsamlegast hafið samband við Minjasafnið á Akureyri vegna upplýsinga um Laufás. Sími 462-4162.
Lesa meira
06.03.2007
Það var vaskur hópur frá leikskólanum Tröllaborgum sem heimsótti Minjasafnið 1. mars til að skoða landnámskhluta sýningarinnar Eyjafjörður frá öndverðu.
Lesa meira
23.02.2007
Aðalfundur Laufásshópsins verður í Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 24.02.2007 og hefst kl. 16.
Lesa meira
15.01.2007
Gestum Minjasafnsins á Akureyri og tengdum söfnum fjölgaði mikið á s.l. ári. Samtals voru gestir safnsins 33.610 talsins og gestir Iðnaðarsafnsins á Akureyri 5.785. Söfnin tóku því í því á móti 39.395 gestum. Það samsvarar því að hver einasti íbúi Akureyrar hafi heimsótt söfnin rúmlega tvisvar á árinu.
Lesa meira
10.11.2006
Stemmningin var góð í Minjasafnskirkjunni í gærkvöldi þegar þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson léku á alls oddi og sungu um ástina í ýmsum myndum. Eyfirskum höfuðskáldum voru gerð góð skil ásamt dægurlögum nútímans. Endað var á kröftugum samsöng sem hljómaði um allan Innbæinn. Á eftir flykktust gestir á sýningar safnsins Ef þú giftist - brúðkaupssiðir fyrr og nú, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Á
Lesa meira
03.07.2000
Tónatrítl er hugljúf tónlistarstund ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára og foreldrum þeirra.
Lesa meira