20.04.2007
Á milli 500 og 600 manns lögðu leið sína á Minjasafnið á sumardaginn fyrsta. Starfsmenn og vinafélag Minjasafnsins þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að skapa skemmtilega sumarstemningu með góðri þátttöku.Þú getur skoðað myndaalbúm frá sumarhátíðinni með því að smella hér.
Lesa meira
19.04.2007
Fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri sumardaginn fyrsta kl 14-16 með leikjum, lummum og söng. Blásum vetrinum burt með sápukúlublæstri. Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins og Akureyrarstofa standa að barnaskemmtuninni með góðum stuðningi Dótakassans.Aðgangur er ókeypis
Lesa meira
09.04.2007
Mánudaginn 9. apríl, annan í páskum, verður hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni kl. 17:00.Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sér um athöfnina og félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Kristjana Arngrímsdóttir syngur einsöng. Organisti er Arnór B. Vilbergsson. Hátíðleg stemning í kirkjunni sem byggð var 1846 á Svalbarði við Eyjafjörð en flutt í Minjasafnsgarðinn við Aðalstræti árið 1970. Kirkjan var endurvígð 1972.
Lesa meira
04.04.2007
Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið á Akureyri eru opin um páskana. Opnunartíminn er frá 14-16 skírdag, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum. Munið ljósmyndasýningu Minjasafnsins Þekkir þú... hýbýli mannanna? og hinar margbreytilegu grunnsýningar safnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
02.04.2007
Síðastliðinn fimmtudag var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum.
Lesa meira
14.03.2007
Ákveðið hefur verið að loka gæsluvellinum Eyrarvelli og fóru starfsmenn Minjasafnsins á gæsluvöllinn til að taka muni til varðveislu og til að taka ljósmyndir af húsinu. Af nógu var að taka enda starfaði völlurinn í mörg ár og eiga eflaust margir bæjarbúar minningar frá skemmtistundum þar.
Lesa meira
14.03.2007
Yfir 30 manns sóttu í fróðleiksmola Harðar Geirssonar um sögu ljósmynda og ljósmyndatækni. Uppákoman var haldinn í tilefni 30 ára afmælis ljósmyndadeildar og vegna ljósmyndasýningarinnar Þekkir þú... híbýli mannanna? sem stendur til 28. apríl. Vænta má frekari fróðleiksmola á safninu í ár um fjölbreytt efni. Fylgist með síðunni og skráið ykkur á póstlistann. Viðburðurinn verður endurtekinn laugardaginn 24. mars.
Lesa meira
12.03.2007
Gamli bærinn Laufás verður lokaður fram yfir páska vegna fráfalls sr. Péturs Þórarinssonar. Vinsamlegast hafið samband við Minjasafnið á Akureyri vegna upplýsinga um Laufás. Sími 462-4162.
Lesa meira
06.03.2007
Það var vaskur hópur frá leikskólanum Tröllaborgum sem heimsótti Minjasafnið 1. mars til að skoða landnámskhluta sýningarinnar Eyjafjörður frá öndverðu.
Lesa meira
23.02.2007
Aðalfundur Laufásshópsins verður í Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 24.02.2007 og hefst kl. 16.
Lesa meira