Jólastarfsdagur í laufási fellur niður 2015

Þar sem ófært er um Laufásstað og Gamla bæinn í Laufási fellur Jólastarfsdagur niður. 
Lesa meira

Lokað vegna ófærðar laugardaginn 5. desember

 Sýniningar safnsins verða lokaðar í laugardaginn 5. desember sökum ófærðar að safninu. The museum will be closed Saturday December 5th because of bad wether.
Lesa meira

Ljósmynd mánaðarins

    Hörður Geirsson skrifar skemmtilega grein um mynd mánaðarins á vef Þjóðminjasafnsins. Greinin fjallar um Jón Chr. Stefánsson sem nam fyrstur Íslendinga votplötu (collodion) ljósmyndatæknina og hóf að nota hana hér á landi árið 1858. Smelltu á myndina til að lesa greinina.
Lesa meira

22. dagar til jóla – Jólabjöllur

Eftir því sem nær dregur jólum fjölgar skrauti á heimilum. Jólaskreytingar voru í fyrstu tengd lýsingu og heimagerðum jólatrjám, en seint á 19. öld fóru kaupmenn að bjóða innflutt jólaskraut og efni til föndurgerðar á svokölluðum jólabösurum. Á stríðsárunum jókst framboðið enn meira   Þessar fallegu rauðu gips bjöllur voru seldar af kvenfélaginu Hlíf til styrktar góðgerðarmálum á stríðsárunum ýmist málaðar eða ómálaðar og prýddu heimili víða á Akureyri fyrir jólin og gera sjálfsagt enn. Christmas decorations were confined to candles and simple homemade christmas trees untill late in the 19th century when stores started to import such commodities. These beautiful red bells made of plaster were sold for charity by a local women‘s association in the 1940s. The bells were both sold with or without coating and decorated many houses for decades and probably still do.
Lesa meira

Kvöldstund á aðventu í Davíðshúsi

Fimmtudaginn 3. desember kl. 20 fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um veturinn í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í samtali við gesti, sem ber yfirskriftina "Í vetrarins skammdegishöll." Í ljóðum Davíðs Stefánssonar hefur veturinn sterka táknræna merkingu. Hann er hið ógnandi, deyðandi myrkur og kuldi og hins vegar er hann verndandi fyrir bæði náttúru og manneskju. Á veturnar sjáum við líka stjörnurnar skína og spor hinnar elskuðu í snjónum.Eftir dagskránna gefst gestum kostur á að skoða safnið. Skemmtileg kvöldstund á heimili skáldsins við Bjarkarstíg 6 frá 20-22. Takmarkaður sætafjöldi. Aðgangseyrir kr. 1.200 - munið árskortin 
Lesa meira

„Lífshugsjón mín: að skrifa. ... Skáldaeðli getur ekki breyst.“

  Í dag er dagur íslenskrar tungu 16. nóvember. Sá dagur er einnig fæðingadagur Jóns Sveinssonar, Nonna. Faðir hans Sveinn Þórarinsson lýsir deginum á Möðruvöllum svona í dagbók sinni: „Logn hlýindi og blíðviðri. Kl. hálf eitt í nótt vakti kona mín mig, þá orðin joðsjúk.“  Jón gamli húsmaður var í skyndi sendur af stað til að ná í yfirsetukonuna Ástu Daníelsdóttur að Hvammi. „Tók Ásta til starfa strax og fæddi kona mín eptir harða hríð sveinbarn kl. 4, og gekk fæðingin þannig að kalla má fljótt og vel, og sýnist ekki ætla að hafa nein bág eptirköst. Ég og hyski mitt allt vakti um nóttina og líka í dag. ... Frúin, Petrea, Þorgerður og annað kvenfólk hér kom smámsaman inn að „skoða barnið“ sem er vanalegt en mér öldungis óskiljanleg fýsn margs kvenfólks.“
Lesa meira

Opið í Nonnahúsi laugardaginn 14. nóvember 13-16

Lesa meira

  Árleg jólasýning safnsins fjallar að þessu sinni um hvernig talið var niður til jóla. Verið velkomin - munið árskortið
Lesa meira

Leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Lesa meira

Í heimsókn hjá Helgu

Laugardaginn 7. nóvember  kl. 14:00 opnar ljósmynda- og sögusýningin „Í heimsókn hjá Helgu” á eftir myndlistarkonuna Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey, alþýðukonu sem hefur lifað tímana tvenna. Sýningin gefur innsýn í líf einstakrar konu sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði.Aðgangur ókeypis á opnunina.
Lesa meira