Miðaldadagar - myndir 2018

Góður rómur hefur verið gerður að miðaldadögum á Gásum sem hafa gengið vel og aðsókn góð. Hér eru nokkrar myndir frá miðaldadögum.
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum 2018

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1318? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 20. til 22. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á miðöldum. Árlega færist líf og fjör á verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Lesa meira

Fullveldið á hlaðinu - Annir hversdagsins

Handverksfólk úr Handraðanum og ýmsir fleiri taka þátt í að gæða bæinn lífi og sýna handverk úr gamla sveitasamfélaginu í viðeigandi umhverfi Gamla bæjarins í Laufási við Eyjafjörð.
Lesa meira

Fágætur silfurpeningur

  Á dögunum færði Hermann Jónsson okkur fágætan silfurpening sem líklega er frá 1065-1080. Slíkir fundir eru afar sjaldgjæfir. Á framhlið peningsins er andlit en á bakhliðinni krossmark. Myndin er líklega Ólafur kyrri, sonur Haraldar harðráða. Peningurinn hefur verið notaður sem hálsmen.Hermann fann peninginn sem strákur á Mýlaugsstöðum í Aðaldal þegar hann var að leika sér með bíla í moldinni. Nýlegur fornleifafundur í Skaftárhreppi ýtti við honum að koma gripnum til varðveislu.Peningnum hefur verið komið til Minjastofnunar Íslands en Þjóðminjasafn Íslands tekur við gripnum til forvörslu og varðveislu. Hver veit nema að peningurinn endi síðar á sýningu á Minjasafninu.
Lesa meira

Komdu - 100 ára skáldaafmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

Síðastliðin tvö sumur hefur Davíðshús boðið upp á dagskrá um Davíð og verk hans á fimmtudögum.   Nú líður að hausti og á fimmtudaginn, 25. ágúst kl.16, verður lokadagskrá sumarsins í umsjón Valgerðar H. Bjarnadóttur.Dagskráin ber yfirskriftina KOMDU og þar verður þess minnst að 100 ár eru nú liðin frá því að fyrstu ljóð Davíðs Stefánssonar birtust á prenti. Það var í tímaritinu Eimreiðinni, sem gefin var út í Kaupmannahöfn. Ljóðin sem þar birtust voru Komdu, Brúðarskórnir, Allar vildu meyjarnar, Léttúðin og Hrafnamóðirin.  Fyrsta ljóðið, Komdu, lék þar örlagahlutverk. Það var fyrst flutt í góðra vina hópi í Kaupmannahöfn á 21 árs afmæli Davíðs 21. janúar 1916 og snerti svo sterkt hjartastreng eins áheyrandans að hann ákvað að þetta skáld skyldi hann styðja í að koma verkum sínum á framfæri. Og hann gerði það.Sá maður var Sigurður Nordal.  Á fimmtudaginn fer Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi yfir þessa sögu, fyrstu ljóðin, stiklar á stóru um aðdragandann að þessum áfanga, og svo fylgir hún skáldinu skref fyrir skref í átt að fyrstu bókinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þrem árum síðar.Verið velkomin í Davíðshús að fagna með okkur!
Lesa meira

Allar gáttir opnar - Matthías í lífi Davíðs

    HINIR HÁU TÓNARFrásagnir, ljóð og hugleiðingar um þá Davíð Stefánsson og fyrirmynd hans og vin Matthías Jochumsson. Dagskráin er í umsjá Valgerðar H. Bjarnadóttur, húsfreyju Davíðshúss. Ungur hreifst Davíð af skáldskap Matthíasar og litríkri persónunni sem hann heyrði af frá foreldrum sínum og þeirra foreldrum. Seinna kynntust þeir og bundust vinaböndum, þótt aldursmunurinn væri 60 ár og kynnin stutt. Aðgangur að Davíðshúsi kostar kr. 1.200.- (kr.600 fyrir öryrkja og 67 ára og eldri).  Tilvalið er að kaupa árskort sem kostar 3.000.-, gildir í eitt ár frá dagsetningu og veitir auk þess aðgang að Sigurhæðum, Nonnahúsi, Minjasafninu og Laufási.Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri
Lesa meira

Allar gáttir opnar - Leiklistin í lífi Davíðs Stefánssonar

"að baki tímans tjalda"Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6 Fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 16 Í þessu spjalli mun Valgerður H. Bjarnadóttir húsfreyja í Davíðshúsi fjalla um leikritin, tengja þau ljóðunum, og velta fyrir sér hvað honum lá á hjarta og hvernig þau endurspegla hugmyndir hans og líf. Dagskráin hefst kl. 16.Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að mæta snemma til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. Einnig er rými takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri 2016Aðgangseyrir kr. 1.200.- / 600.- Árskort kr.3000.- Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin.akureyri
Lesa meira

Ertu tilbúin, frú forseti?

Í þessari sýningu er sjónum beint að fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Umkringd dökkklæddum jakkafataráðamönnum ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orðum sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútímakonu.Búningar opinberra embættismanna hér á landi eiga sér fyrirmyndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna reglur. Vigdís hafði engar slíkar fyrirmyndir þegar hún var kjörin í embætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur kvenforsetans ætti að vera.Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vigdís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr forsetatíð hennar. Einnig er þar að sjá fylgihluti, ljósmyndir og gripi sem tengjast margþættum störfum hennar sem forseta. Varpað er ljósi á ýmsar siðareglur og hefðir sem ríkja innan þess umhverfis sem þjóðhöfðingjar eru í, bæði í daglegum störfum sínum og þegar um opinberar heimsóknir er að ræða og sýnt úrval úr orðusafni okkar fyrrum forseta. I sýningunni er líka að finna einkar áhugavert viðtal við Vigdísi þar sem hún varpar enn frekara ljósi á hvernig það var að vera kona á forsetastóli.   
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum - Medieval Days 2016

Lesa meira

Allar gáttir opnar - Tónleikar í Davíðshúsi

 Fimmtudaginn 7. júlí kl. 16 hefst viðburðaröð sumarsins í Davíðshúsi, undir yfirskriftinni ALLAR GÁTTIR OPNAR. Á hverjum fimmtudegi í sumar verður dagskrá tengd Davíð, ljóðum hans og lífi. Þau Kristjana og Kristján hefja herlegheitin með því að flytja bæði gömul og þekkt og frumsamin lög við ljóð Davíðs og nokkurra kvenna, s.s. Jakobínu Sigurðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur, Lenu Gunnlaugsdóttur og Elísabetar Geirmundsdóttur. 
Lesa meira