Allar gáttir opnar - Leiklistin í lífi Davíðs Stefánssonar

"að baki tímans tjalda"Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6 Fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 16 Í þessu spjalli mun Valgerður H. Bjarnadóttir húsfreyja í Davíðshúsi fjalla um leikritin, tengja þau ljóðunum, og velta fyrir sér hvað honum lá á hjarta og hvernig þau endurspegla hugmyndir hans og líf. Dagskráin hefst kl. 16.Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að mæta snemma til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. Einnig er rými takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri 2016Aðgangseyrir kr. 1.200.- / 600.- Árskort kr.3000.- Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin.akureyri
Lesa meira

Ertu tilbúin, frú forseti?

Í þessari sýningu er sjónum beint að fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Umkringd dökkklæddum jakkafataráðamönnum ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orðum sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútímakonu.Búningar opinberra embættismanna hér á landi eiga sér fyrirmyndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna reglur. Vigdís hafði engar slíkar fyrirmyndir þegar hún var kjörin í embætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur kvenforsetans ætti að vera.Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vigdís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr forsetatíð hennar. Einnig er þar að sjá fylgihluti, ljósmyndir og gripi sem tengjast margþættum störfum hennar sem forseta. Varpað er ljósi á ýmsar siðareglur og hefðir sem ríkja innan þess umhverfis sem þjóðhöfðingjar eru í, bæði í daglegum störfum sínum og þegar um opinberar heimsóknir er að ræða og sýnt úrval úr orðusafni okkar fyrrum forseta. I sýningunni er líka að finna einkar áhugavert viðtal við Vigdísi þar sem hún varpar enn frekara ljósi á hvernig það var að vera kona á forsetastóli.   
Lesa meira

Miðaldadagar á Gásum - Medieval Days 2016

Lesa meira

Allar gáttir opnar - Tónleikar í Davíðshúsi

 Fimmtudaginn 7. júlí kl. 16 hefst viðburðaröð sumarsins í Davíðshúsi, undir yfirskriftinni ALLAR GÁTTIR OPNAR. Á hverjum fimmtudegi í sumar verður dagskrá tengd Davíð, ljóðum hans og lífi. Þau Kristjana og Kristján hefja herlegheitin með því að flytja bæði gömul og þekkt og frumsamin lög við ljóð Davíðs og nokkurra kvenna, s.s. Jakobínu Sigurðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur, Lenu Gunnlaugsdóttur og Elísabetar Geirmundsdóttur. 
Lesa meira

Viðburður í Laufási

Lesa meira

Jónsmessa - Leiðsögn um Ertu tilbúin, frú forseti?

    Fimmtudaginn 23. júní verður leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti í umsjón Haraldar Þórs Egilssonar, safnstjóra. Leiðsögnin hefst kl. 13 og tekur um 40 mínútur.
Lesa meira

Allar gáttir opnar - Jónsmessuvaka með skáldunum

   Davíðshús, Bjarkarstíg 6 - kl. 19 Komdu - 100 ára skáldafmæli Davíðs Stefánssonar frá FagraskógiSigurhæðir - Í brekkunni neðan við Akureyrarkirkju - kl. 21 Vandræði á Sigurhæðum - Vandræðaskáld fjalla um Matthías í sögum og lögumNonnahús, Aðalstræti 54 - kl. 22:30Á Nonnaslóð á Jónsmessu 
Lesa meira

Sumarið er tíminn... til að skreppa á söfnin - Summer at the museums

  Verið velkomin í sumar á söfnin; Minjasafnið á Akureyri - Minjasafnskirkjan - Nonnahús - Davíðshús - Sigurhæðir - Gamli bærinn Laufás - Gestastofan Laufási. Minnum á dagskortið sem gildir á 5 söfn kr. 2000 og árskortið sem kostar aðeins 3000 kr.Welcome to our museum this summerAkureyri Museum - The Museum Church - Nonni's House - Stefánson's Writers Home - Jochumson's Writers Home - Old Turf Farm Laufás - The Visitors Center LaufásDay Pass available for only 2000 isk - Annual Pass for 3000 isk    
Lesa meira

Skráning í Sumarlestur 2016

Lesa meira

Byggingar á Brekkunni - manngert menningarlandslag

  Í tilefni af alþjóðlega og íslenska safnadeginum býður Minjasafnið á Akureyri upp á byggingasögugöngu um menningarlandslag á hluta Suðurbrekkunnar á Akureyri þar sem rýnt verður í skipulag og byggingar í nágrenni Menntaskólans á Akureyri. Íslenski safnadagurinn er hluti Alþjóðlega safnadagsins sem haldinn er árlega 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum og er þema ársins söfn og menningarlandslag. Gengið verður um Suðurbrekkuna umhverfis Menntaskólann og sagt frá þróun og uppbyggingu þessa bæjarhluta auk þess rýnt verður í byggingarsögu valinna húsa á svæðinu. Lagt verður upp frá gamla Menntaskólahúsinu kl. 17:30. Leiðsögumaður er Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri. Gangan tekur rúman klukkutíma.
Lesa meira