05.08.2021
Viltu fylgjast með 19. aldar ljósmyndara að störfum? Á milli 13 og 14, föstudaginn 20. og laugardaginn 21. ágúst gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.
Lesa meira
05.08.2021
Viltu fylgjast með 19. aldar ljósmyndara að störfum? Á milli 13 og 14, föstudaginn 20. og laugardaginn 21. ágúst gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.
Lesa meira
21.07.2021
Flamengó dúett, Davíðsdagskrá og Lög ungafólksins á Minjasafninu og í Davíðshúsi
Lesa meira
22.06.2021
Í notalegu umhverfi Davíðshúss verða reglulega skáldastundir í sumar. Kristín Svava Tómasdóttir ríður á vaðið og les úr verkum sínum og spjallar við áheyrendur. Kristín Svava er bæði fræðimaður og ljóðskáld og hefur sent frá sér hvort tveggja fræðirit og ljóðabækur.
Lesa meira
03.06.2021
Velkomin á söfnin okkar í sumar. Við minnum á safnapassann okkar sem gildir út árið og kostar aðeins 2300 kr en stök heimsókn kostar 1800 kr. Komdu því sem oftast í heimsókn.
Lesa meira
03.06.2021
Ný sýning úr Íslandskortasafni Schulte opnar 8. júní.
Lesa meira
01.06.2021
Lestrarhvetjandi og skapandi námskeið fyrir börn í 3.-4. bekk.
Lesa meira
20.05.2021
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kom í góða heimsókn í skáldasöfnin á Akureyri, Nonnahús og Davíðshús. Haraldur Þór, safnstjóri og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins á Akureyri fræddu hana um starf safnanna.
Nonnahús og Davíðshús eru ein rótgrónustu skáldasöfn á Íslandi. Nonnhús opnaði sem safn 1957 en Davíðhús varð að safni árið 1965. Davíðshús er varðveitt í upprunalegri mynd en í Nonnahúsi er sýning um Nonna og fjölskylduna sem þar bjó. Svo skemmtilega vildi til að þegar heimsókn ráðherra stóð sem hæst í Nonnahúsi birtust gestir frá Póllandi sem vilja færa safninu bækur á pólsku en starfsfólk safnsins hafði einungis vitað af einni útgefinni bók á pólsku.
Lesa meira
22.04.2021
Sumardagurinn fyrsti var í senn bað- og gjafadagur. Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars höldum við í hefðina og færum ykkur sumargjöf sem er sýningin Þekkir þú... sem eru 130 ljósmyndir úr safni KEA og eftir áhugaljósmyndarann Hartman Eymundsson.
Sýningin er öðrum þræði leikur fyrir fullorðna en undanfarnar vikur hafa gestir safnsins rýnt í myndirnar og veitt okkur upplýsingar um myndefnið.
Lesa meira
13.03.2021
Á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri leikum við okkur með að setja saman orgel, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og auðvitað prófa hljóðfærið. Í lokin flytjum við saman ævintýri fyrir orgel og sögumann sem samið var sérstaklega fyrir orgelið.
Það er organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem stjórnar þessari stund sem tekur klukkutíma og ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára.
Aðgangur ókeypis – Viðburðurinn er styrktur af Norðurorku
Takmarkaður fjöldi – skráning á minjasafnid@minjasafnid.is
Lesa meira